Innlent

Leita íslenskra söngvara

Áheyrnarprufurnar fara fram í Hörpu helgina 28.-29. nóvember. 
Fréttablaðið/Vilhelm
Áheyrnarprufurnar fara fram í Hörpu helgina 28.-29. nóvember. Fréttablaðið/Vilhelm
Reykjavík Vikuna 23. til 29. nóvember fara fram áheyrnarprufur og vinnustofa á vegum fyrirtækisins New York International Opera Auditions, eða NYIOP. Þar eiga íslenskir klassískt menntaðir söngvarar kost á því að flytja verk sín fyrir erindreka erlendra óperuhúsa sem leita að söngvurum. Sjálfur stofnandi og framkvæmdastjóri NYIOP, David Blackburn, er væntanlegur til landsins ásamt hópi undirleikara og þjálfara sem starfa við óperuhús í Evrópu og Bandaríkjunum. Blackburn stofnaði NYIOP árið 2002 en hann er einnig stofnandi og framkvæmdastjóri Accademia Della Lirica. Meðal þeirra sem fylgja Blackburn til landsins eru Paul Plummer frá Scottish Opera, Piero Cassano frá Teatro Petruzzelli of Bari, Sarah Tysman frá The Salzburg Festival og Valentina Farcas óperusöngkona. Þeir söngvarar sem hafa áhuga á að spreyta sig á áheyrnarprufunum geta skráð sig á accademiadellalirica.com. – gló



Fleiri fréttir

Sjá meira


×