Við erum „bestust“ Margrét Jónsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Ekki man ég hversu oft ég hef legið á bæn til Guðs, í gegnum tíðina og beðið hann um betra veður. Bara svona örlítið hlýrra og notalegra. Og nú þegar hann virðist vera í þann veginn að bænheyra mig, tryllist öll heimsbyggðin. Mér dettur þetta í hug, nú að lokinni loftslagsráðstefnu í París. En eftir fréttum að dæma virðast fulltrúar okkar helst hafa notað tækifærið til að hæla framgöngu okkar í uppgræðslu lands. Við værum til og með svo frábær að vera með landgræðsluskóla til að kenna óvitunum í útlöndum að græða upp sínar heimaeyðimerkur, enda með 100 ára reynslu að baki í þessum efnum. Hvergi hef ég séð á prenti eftir þessa ráðstefnu að fulltrúar okkar hafi bent á, að við landnám hafi landið hér verið vafið gróðri frá fjöru til fjalls, né um stærð núverandi gróðurhulu. (25% af landinu.) Hvergi hef ég heldur séð á prenti, eftir þessa ráðstefnu, að fulltrúarnir hafi minnst á ástæðu þess að við erum hér með stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Að við bærum mikla ábyrgð á þessari svokölluðu hlýnun jarðar með hjarðbúskap í yfir 1100 ár svo og samgöngutækjum og verksmiðjum í heila öld. Nei, ekki orð, við segjum bara frá því sem kemur okkur vel en sleppum hinu. Við erum alltaf mest og best og nú höfum við líka slegið heimsmet í landgræðslu! Fyrirbærið Landgræðsla ríkisins á vissulega heiður skilinn fyrir að hafa náð því að græða upp rúmlega 1% af eyðimörkinni á rúmlega 100 árum. ( Munið að landið er 75% eyðimörk.) Það er ekki við hana að sakast að ekki hefur tekist að græða upp stærra land. Það eru allar ríkisstjórnir landsins sem bera ábyrgð á því að ekki er meira gert.Viðurkenna ekki ástæðurnar Ríkisstjórnirnar vilja fyrir það fyrsta hvorki viðurkenna ástæður gróður- og jarðvegseyðingar né vilja til að takast á við vandann og hafa auk þess svo rosalega mikið að gera við peningana í önnur verkefni, að Landgræðslan og reyndar skógræktin líka, mæta alltaf afgangi. Nú er t.d. enn á ný verið að gera búvörusamninga við bændur sem árlega kosta okkur marga milljarða. Og talandi um bændur, minnir mig á skurðina sem þeir hafa látið grafa, svo langa og marga að samanlögð lengd þeirra mundi ná utan um allan hnöttinn. Reyndar kom það fram á loftslagsráðstefnunni í París hversu hættulegt það er loftslaginu að hleypa út svona miklum koltvísýringi með skurðgreftrinum. Ég veit til þess að í sumum löndum er bannað að skilja eftir opna skurði við framræslu lands, þar þarf að setja dren í þá og loka þeim svo aftur. Í Svíþjóð eru yfir 100 ár síðan þessari reglu var komið á. Megi svo nýtt ár færa okkur hagstætt veður til landgræðslu og skógræktar og einnig færa okkur marga dásamlega daga til útivistar, í hlýju og góðu veðri, án þess að það komi niður á himni og jörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ekki man ég hversu oft ég hef legið á bæn til Guðs, í gegnum tíðina og beðið hann um betra veður. Bara svona örlítið hlýrra og notalegra. Og nú þegar hann virðist vera í þann veginn að bænheyra mig, tryllist öll heimsbyggðin. Mér dettur þetta í hug, nú að lokinni loftslagsráðstefnu í París. En eftir fréttum að dæma virðast fulltrúar okkar helst hafa notað tækifærið til að hæla framgöngu okkar í uppgræðslu lands. Við værum til og með svo frábær að vera með landgræðsluskóla til að kenna óvitunum í útlöndum að græða upp sínar heimaeyðimerkur, enda með 100 ára reynslu að baki í þessum efnum. Hvergi hef ég séð á prenti eftir þessa ráðstefnu að fulltrúar okkar hafi bent á, að við landnám hafi landið hér verið vafið gróðri frá fjöru til fjalls, né um stærð núverandi gróðurhulu. (25% af landinu.) Hvergi hef ég heldur séð á prenti, eftir þessa ráðstefnu, að fulltrúarnir hafi minnst á ástæðu þess að við erum hér með stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Að við bærum mikla ábyrgð á þessari svokölluðu hlýnun jarðar með hjarðbúskap í yfir 1100 ár svo og samgöngutækjum og verksmiðjum í heila öld. Nei, ekki orð, við segjum bara frá því sem kemur okkur vel en sleppum hinu. Við erum alltaf mest og best og nú höfum við líka slegið heimsmet í landgræðslu! Fyrirbærið Landgræðsla ríkisins á vissulega heiður skilinn fyrir að hafa náð því að græða upp rúmlega 1% af eyðimörkinni á rúmlega 100 árum. ( Munið að landið er 75% eyðimörk.) Það er ekki við hana að sakast að ekki hefur tekist að græða upp stærra land. Það eru allar ríkisstjórnir landsins sem bera ábyrgð á því að ekki er meira gert.Viðurkenna ekki ástæðurnar Ríkisstjórnirnar vilja fyrir það fyrsta hvorki viðurkenna ástæður gróður- og jarðvegseyðingar né vilja til að takast á við vandann og hafa auk þess svo rosalega mikið að gera við peningana í önnur verkefni, að Landgræðslan og reyndar skógræktin líka, mæta alltaf afgangi. Nú er t.d. enn á ný verið að gera búvörusamninga við bændur sem árlega kosta okkur marga milljarða. Og talandi um bændur, minnir mig á skurðina sem þeir hafa látið grafa, svo langa og marga að samanlögð lengd þeirra mundi ná utan um allan hnöttinn. Reyndar kom það fram á loftslagsráðstefnunni í París hversu hættulegt það er loftslaginu að hleypa út svona miklum koltvísýringi með skurðgreftrinum. Ég veit til þess að í sumum löndum er bannað að skilja eftir opna skurði við framræslu lands, þar þarf að setja dren í þá og loka þeim svo aftur. Í Svíþjóð eru yfir 100 ár síðan þessari reglu var komið á. Megi svo nýtt ár færa okkur hagstætt veður til landgræðslu og skógræktar og einnig færa okkur marga dásamlega daga til útivistar, í hlýju og góðu veðri, án þess að það komi niður á himni og jörð.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar