Fram úr drungalegustu vonum Björn Teitsson skrifar 24. desember 2015 10:00 Platan Circus life með hljómsveitinni Fufanu. Plata Few More Days to Go Fufanu Útgefandi: Smekkleysa, 2015 Það er viss mótsögn að segja það einstaklega „hressandi“ að heyra drungalega og dimma tónlist á borð við þá sem heyrist á jómfrúarbreiðskífu Fufanu, Few More Days to Go. Hljómsveitin var reyndar áður efnilegt tvíeyki, Captain Fufanu, sem lék poppað teknó og hafði vakið athygli sem slíkt. En einhvers staðar á síðasta ári eða svo hafa hljómsveitarmeðlimir rekist á plötukassa mæðra sinna og feðra og dustað rykið af post-punk gersemum á borð við Bauhaus, Joy Division eða Siouxsie & the Banshees. Og það verður einfaldlega að viðurkennast, þetta er drullugott! Eins og áður segir fékkst Captain Fufanu við raftónlist. En þótt „Captain“ hafi verið fleygt þá fengu synþarnir sem betur fer að lifa af. Hráum gítarhljómi var hins vegar bætt við, þéttri bassalínu og trommuleik sem er látlaus og kröftugur á víxl. Kaktus Einarsson er söngvari sveitarinnar og var, hvorki meira né minna, líkt við Ian Curtis í gagnrýni enska dagblaðsins The Guardian. Það er svo sem óþarfi að draga úr slíku hrósi, þótt hér verði einnig hallast að áhrifum frá sérvitringnum Mark E. Smith (sérstaklega í laginu Blinking) – sem er ekkert nema gott og blessað. Skífan er heilt yfir jöfn og hefur enga hræðilega veikleika. Á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að hún átti upphaflega að innihalda átta lög en síðan hafi tveimur verið bætt við. Það væri gaman að vita hvaða lög það eru en það er helst að Plastic People og Your Collection séu ögn úr takti við annars mjög, rúmlega frambærilegt verk. Upphafslagið, Now, er rússíbanareið sem hækkar og lækkar og kemur á óvart, Wire Skulls býður upp á ískaldan gítarhljóm sem kallast nokkuð á við Singapore Sling, eða jafnvel lagið Aly Walk With Me með The Raveonetts. Geggjað! Blinking og Goodbye fá einnig feitan uppréttan þumal.Niðurstaða: Hver átti von á þessu? Eins og lungnafylli af fersku lofti kemur alvöru post-punk plata frá íslenskri sveit. Fer fram úr björtustu vonum. Menning Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Plata Few More Days to Go Fufanu Útgefandi: Smekkleysa, 2015 Það er viss mótsögn að segja það einstaklega „hressandi“ að heyra drungalega og dimma tónlist á borð við þá sem heyrist á jómfrúarbreiðskífu Fufanu, Few More Days to Go. Hljómsveitin var reyndar áður efnilegt tvíeyki, Captain Fufanu, sem lék poppað teknó og hafði vakið athygli sem slíkt. En einhvers staðar á síðasta ári eða svo hafa hljómsveitarmeðlimir rekist á plötukassa mæðra sinna og feðra og dustað rykið af post-punk gersemum á borð við Bauhaus, Joy Division eða Siouxsie & the Banshees. Og það verður einfaldlega að viðurkennast, þetta er drullugott! Eins og áður segir fékkst Captain Fufanu við raftónlist. En þótt „Captain“ hafi verið fleygt þá fengu synþarnir sem betur fer að lifa af. Hráum gítarhljómi var hins vegar bætt við, þéttri bassalínu og trommuleik sem er látlaus og kröftugur á víxl. Kaktus Einarsson er söngvari sveitarinnar og var, hvorki meira né minna, líkt við Ian Curtis í gagnrýni enska dagblaðsins The Guardian. Það er svo sem óþarfi að draga úr slíku hrósi, þótt hér verði einnig hallast að áhrifum frá sérvitringnum Mark E. Smith (sérstaklega í laginu Blinking) – sem er ekkert nema gott og blessað. Skífan er heilt yfir jöfn og hefur enga hræðilega veikleika. Á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að hún átti upphaflega að innihalda átta lög en síðan hafi tveimur verið bætt við. Það væri gaman að vita hvaða lög það eru en það er helst að Plastic People og Your Collection séu ögn úr takti við annars mjög, rúmlega frambærilegt verk. Upphafslagið, Now, er rússíbanareið sem hækkar og lækkar og kemur á óvart, Wire Skulls býður upp á ískaldan gítarhljóm sem kallast nokkuð á við Singapore Sling, eða jafnvel lagið Aly Walk With Me með The Raveonetts. Geggjað! Blinking og Goodbye fá einnig feitan uppréttan þumal.Niðurstaða: Hver átti von á þessu? Eins og lungnafylli af fersku lofti kemur alvöru post-punk plata frá íslenskri sveit. Fer fram úr björtustu vonum.
Menning Tónlist Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira