Hasar á heimili Vigdísar um hátíðarnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. desember 2015 09:15 Vigdís Hauksdóttir sést hér ásamt kettinum Taco en ferfætlingurinn virðist vera að búa sig undir að stökkva á jólaskrautið sem Vigdís heldur á. vísir/ernir Mikill hasar hefur verið á heimili framsóknarkonunnar Vigdísar Hauksdóttur yfir hátíðarnar, þar sem að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn þar á bæ hefur hlaupið upp og niður jólatréð með tilheyrandi jólakúlubrauki og -bramli. „Hann er búinn að vera mjög aktívur vægast sagt og lítur á jólatréð sem leikfang. Það ríkir stríðsástand á heimilinu, kötturinn hleypur upp og niður jólatréð og er gjörsamlega trítilóður,“ segir Vigdís um nýjasta fjölskyldumeðliminn, köttinn Taco. Umræddur köttur kom inn á heimili Vigdísar fyrir skömmu, eftir að börn Vigdísar höfðu mælt með ættleiðingu kattar um nokkurt skeið. „Krakkarnir hafa nöldrað um að fá kött mjög lengi. Ég fæddist og ólst upp í sveit og hefur mér því alltaf fundist eins og kettir og önnur húsdýr eigi heima í útihúsum. Það var svo þegar dóttir mín sýndi mér mynd af þessum ketti, sem var munaðarlaus, en hann fannst í yfirgefnu húsi og var þá bara pínulítill kettlingur, að ég lét undan,“ segir Vigdís. Taco er þó ekki köttur í bóli bjarnar eins og segir í orðatiltækinu, því Vigdís hefur gaman af kettinum þó svo að hann hafi valdið talsverðu fjaðrafoki og brotið nokkrar jólakúlur. „Ég hef lúmskt gaman af þessu, ég er auðvitað prakkari sjálf og skil hann svo sem nokkuð vel. Þetta er fyrsta gæludýrið okkar, fyrir utan páfagaukatilraunirnar. Þessi köttur er svo mikil týpa að það er ekki annað hægt en að kunna vel við hann. Það fóru samt aldrei fleiri en fimm jólakúlur upp í einu því hann trylltist alveg þegar hann sá kúlurnar fara upp,“ segir Vigdís og hlær. Hún passaði þó upp á að setja ekki mikilvægustu jólakúlurnar á tréð í ár til að forða þeim frá tortímingu. Taco er læða, sem er nú að verða fjögurra mánaða gömul en hún var einungis tæplega mánaðar gömul þegar hún kom inn á heimili Vigdísar. „Litla greyið var pínulítil þegar hún kom til okkar og rúmaðist í lófanum. Þessi kisa er greinilega á unglingastiginu núna og það er ótrúlega mikill leikur í henni.“ Jólatréð sem er normannsþinur hefur hentað kettinum vel til athafna sinna. „Normannsþinurinn hefur veitt honum einstaklega góða viðspyrnu, því greinarnar eru „á hæðum“ öfugt við furu sem við erum vön að hafa, en furan var uppseld þegar átti að kaupa hana. Ekki hefði hún heldur getað verið svona mikið í trénu ef það væri rauðgreni, sem stingur svakalega.“ Taco hefur þó ekki enn náð að velta trénu, þó hún hafi eytt megninu af jóladeginum ein á heimilinu. „Jólatrésfóturinn er þungur, þannig að hún hefur ekki náð að henda því niður. Við höfum samt þurft að herða upp á trénu þrisvar sinnu,“ bætir Vigdís við létt í lundu. Nú þegar gamlárskvöld er á næsta leiti er ekki úr vegi að spyrja Vigdísi hvernig hún ætli að vernda Taco fyrir sprengingunum utan dyra og öllum þeim látum sem fylgja gamlárskvöldinu. „Ég er eiginlega ekki búin að pæla neitt í því. Ég vona að hún drepist ekki úr hræðslu greyið. Við látum fara vel um hana,“ segir Vigdís, sem fór greinilega ekki í jólaköttinn í ár, heldur fékk sér jólakött. Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
Mikill hasar hefur verið á heimili framsóknarkonunnar Vigdísar Hauksdóttur yfir hátíðarnar, þar sem að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn þar á bæ hefur hlaupið upp og niður jólatréð með tilheyrandi jólakúlubrauki og -bramli. „Hann er búinn að vera mjög aktívur vægast sagt og lítur á jólatréð sem leikfang. Það ríkir stríðsástand á heimilinu, kötturinn hleypur upp og niður jólatréð og er gjörsamlega trítilóður,“ segir Vigdís um nýjasta fjölskyldumeðliminn, köttinn Taco. Umræddur köttur kom inn á heimili Vigdísar fyrir skömmu, eftir að börn Vigdísar höfðu mælt með ættleiðingu kattar um nokkurt skeið. „Krakkarnir hafa nöldrað um að fá kött mjög lengi. Ég fæddist og ólst upp í sveit og hefur mér því alltaf fundist eins og kettir og önnur húsdýr eigi heima í útihúsum. Það var svo þegar dóttir mín sýndi mér mynd af þessum ketti, sem var munaðarlaus, en hann fannst í yfirgefnu húsi og var þá bara pínulítill kettlingur, að ég lét undan,“ segir Vigdís. Taco er þó ekki köttur í bóli bjarnar eins og segir í orðatiltækinu, því Vigdís hefur gaman af kettinum þó svo að hann hafi valdið talsverðu fjaðrafoki og brotið nokkrar jólakúlur. „Ég hef lúmskt gaman af þessu, ég er auðvitað prakkari sjálf og skil hann svo sem nokkuð vel. Þetta er fyrsta gæludýrið okkar, fyrir utan páfagaukatilraunirnar. Þessi köttur er svo mikil týpa að það er ekki annað hægt en að kunna vel við hann. Það fóru samt aldrei fleiri en fimm jólakúlur upp í einu því hann trylltist alveg þegar hann sá kúlurnar fara upp,“ segir Vigdís og hlær. Hún passaði þó upp á að setja ekki mikilvægustu jólakúlurnar á tréð í ár til að forða þeim frá tortímingu. Taco er læða, sem er nú að verða fjögurra mánaða gömul en hún var einungis tæplega mánaðar gömul þegar hún kom inn á heimili Vigdísar. „Litla greyið var pínulítil þegar hún kom til okkar og rúmaðist í lófanum. Þessi kisa er greinilega á unglingastiginu núna og það er ótrúlega mikill leikur í henni.“ Jólatréð sem er normannsþinur hefur hentað kettinum vel til athafna sinna. „Normannsþinurinn hefur veitt honum einstaklega góða viðspyrnu, því greinarnar eru „á hæðum“ öfugt við furu sem við erum vön að hafa, en furan var uppseld þegar átti að kaupa hana. Ekki hefði hún heldur getað verið svona mikið í trénu ef það væri rauðgreni, sem stingur svakalega.“ Taco hefur þó ekki enn náð að velta trénu, þó hún hafi eytt megninu af jóladeginum ein á heimilinu. „Jólatrésfóturinn er þungur, þannig að hún hefur ekki náð að henda því niður. Við höfum samt þurft að herða upp á trénu þrisvar sinnu,“ bætir Vigdís við létt í lundu. Nú þegar gamlárskvöld er á næsta leiti er ekki úr vegi að spyrja Vigdísi hvernig hún ætli að vernda Taco fyrir sprengingunum utan dyra og öllum þeim látum sem fylgja gamlárskvöldinu. „Ég er eiginlega ekki búin að pæla neitt í því. Ég vona að hún drepist ekki úr hræðslu greyið. Við látum fara vel um hana,“ segir Vigdís, sem fór greinilega ekki í jólaköttinn í ár, heldur fékk sér jólakött.
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira