Eyða jólafríinu í að skutla ókunnugum ókeypis milli staða Guðrún Ansnes skrifar 29. desember 2015 10:30 Systurnar eru yfir sig ánægðar með viðbrögðin og rúnta með þá sem þess óska á kagga móður sinnar. Fólk getur sent þeim skilaboð í gegnum Facebook eða hreinlega hringt í síma 777-6931. Vísir/Anton Brink „Við vorum búnar að vera að hugsa mikið um klakann sem er á gangstéttunum og hvernig það væri fyrir eldra fólk að ganga í svoleiðis færð. Sér í lagi fólk sem ekki hefur bíl og þarf að koma sér á milli staða, svo sem í búðir eða annað. Þeir sem ekki hafa tök á slíku eru oft bara í hálfgerðu stofufangelsi,“ segir Sunna Dís Jónasdóttir sem ásamt systur sinni, Filippíu Lind Geirsdóttur, tók upp á að bjóða hverjum þeim sem vildi, upp á skutl án nokkurs endurgjalds, á svokallaðri Skutlara-fésbókarsíðu í gær og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Það er greinilega margt fólk þarna úti sem er í vandræðum, og skilaboðum hefur rignt inn hjá okkur á Facebook-síðurnar okkar, þar sem fólk segist munu fegið nýta þessa þjónustu,“ segir Sunna og bætir við að mikilvægt sé að hjálpa öðrum eftir fremsta megni. „Ég á ekki einu sinni bíl,“ segir hún og skellihlær, en þær systur hafa hertekið bíl móður sinnar, sem sjálf er í jólafríi og getur þannig vel séð af bílnum meðan dæturnar láta gott af sér leiða. „Maður er alltaf eitthvað á ferðinni, af hverju ekki að kippa einhverjum með sem þarf á að halda? Sjálf er ég einstæð móðir og bíllaus, og hef oft hugsað með mér að það væri gott að fá aðstoð.“ Segist Sunna margoft hafa hugsað sér að láta eitthvað gott af sér leiða, en svo hafi hún séð eldri mann á gangi í gær, þar sem hann gekk á sannkölluðum skjaldbökuhraða yfir klakann. „Það var kornið sem fyllti mælinn, svo við létum verða af því að setja þetta inn á síðuna. Í framhaldinu hafa svo fjölmargir aðrir boðið fram aðstoð sína, og þá sjáum við hvernig þetta hefur í raun ekki beint með okkur að gera, við fengum bara hugmynd á réttum tíma sem vindur svo upp á sig,“ bendir hún himinlifandi á. Sunnu og Filippíu er mikið í mun að það komi fram að ekki séu þær að skutla gegn gjaldi, og þær hafi ekki áhuga á að vekja athygli á sjálfum sér, heldur snúist þetta um að vekja athygli á að fjöldi fólks er í vandræðum með að koma sér milli staða vegna færðarinnar, enda stórhættulegt oft á tíðum að hætta sér út á svellbunkana sem sums staðar hafa myndast. „Þó við tölum til eldra fólks, þá er öllum velkomið að hafa samband við okkur,“ segir Sunna, og bendir á að þær systurnar séu sérlega opnar og skemmtilegar, og komi til með að skutla fólki saman, þannig geti þær einmitt slegið tvær flugur í einu höggi, eytt saman dýrmætum tíma og hjálpað þeim sem á þurfa að halda. Tengdar fréttir Búist við stormi á morgun Búist er við suðaustanstormi á morgun. 26. desember 2015 09:59 Hálka og hálkublettir víða um land Hálka og hálkublettir eru víða um land en greiðfært er á öllum aðalleiðum á Suðurlandi. 28. desember 2015 07:45 Reykvíkingar geta sótt salt og sand hér Víða er mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu, eftir hláku undanfarna daga og núverandi frost. 18. desember 2015 12:49 Hálka víðast hvar Hálka er á flestum vegum landsins. 26. desember 2015 09:50 Göngulag mörgæsar þykir góð hálkuvörn Tugir leita daglega á slysadeildina í Fossvogi eftir að hafa dottið í hálkunni. Norðmenn ráðleggja ferðamönnum að ganga eins og mörgæs til að hrasa ekki. 23. desember 2015 07:00 Mjög mikil hálka á Reykjanesi Lögreglan biður vegfarendur um að fara varlega. 18. desember 2015 14:46 Aukinn þungi færður í leitina Aukinn þungi hefur verið færður í leit að manni sem talið er að hafi fallið í Ölfusá á Selfossi í nótt. 26. desember 2015 12:53 Þrír á gjörgæslu eftir áreksturinn í Straumsvík Slysið varð þegar tveir bílar rákust saman eftir að hafa komið úr gagnstæðri átt og annar farið yfir á hinn vegarhelminginn. 8. desember 2015 15:25 Víða lokað en annars erfið færð og hált Flestar aðalleiðir á Norður- og Austurlandi eru ófærar eða lokaðar framan af degi 25. desember 2015 09:24 Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
„Við vorum búnar að vera að hugsa mikið um klakann sem er á gangstéttunum og hvernig það væri fyrir eldra fólk að ganga í svoleiðis færð. Sér í lagi fólk sem ekki hefur bíl og þarf að koma sér á milli staða, svo sem í búðir eða annað. Þeir sem ekki hafa tök á slíku eru oft bara í hálfgerðu stofufangelsi,“ segir Sunna Dís Jónasdóttir sem ásamt systur sinni, Filippíu Lind Geirsdóttur, tók upp á að bjóða hverjum þeim sem vildi, upp á skutl án nokkurs endurgjalds, á svokallaðri Skutlara-fésbókarsíðu í gær og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Það er greinilega margt fólk þarna úti sem er í vandræðum, og skilaboðum hefur rignt inn hjá okkur á Facebook-síðurnar okkar, þar sem fólk segist munu fegið nýta þessa þjónustu,“ segir Sunna og bætir við að mikilvægt sé að hjálpa öðrum eftir fremsta megni. „Ég á ekki einu sinni bíl,“ segir hún og skellihlær, en þær systur hafa hertekið bíl móður sinnar, sem sjálf er í jólafríi og getur þannig vel séð af bílnum meðan dæturnar láta gott af sér leiða. „Maður er alltaf eitthvað á ferðinni, af hverju ekki að kippa einhverjum með sem þarf á að halda? Sjálf er ég einstæð móðir og bíllaus, og hef oft hugsað með mér að það væri gott að fá aðstoð.“ Segist Sunna margoft hafa hugsað sér að láta eitthvað gott af sér leiða, en svo hafi hún séð eldri mann á gangi í gær, þar sem hann gekk á sannkölluðum skjaldbökuhraða yfir klakann. „Það var kornið sem fyllti mælinn, svo við létum verða af því að setja þetta inn á síðuna. Í framhaldinu hafa svo fjölmargir aðrir boðið fram aðstoð sína, og þá sjáum við hvernig þetta hefur í raun ekki beint með okkur að gera, við fengum bara hugmynd á réttum tíma sem vindur svo upp á sig,“ bendir hún himinlifandi á. Sunnu og Filippíu er mikið í mun að það komi fram að ekki séu þær að skutla gegn gjaldi, og þær hafi ekki áhuga á að vekja athygli á sjálfum sér, heldur snúist þetta um að vekja athygli á að fjöldi fólks er í vandræðum með að koma sér milli staða vegna færðarinnar, enda stórhættulegt oft á tíðum að hætta sér út á svellbunkana sem sums staðar hafa myndast. „Þó við tölum til eldra fólks, þá er öllum velkomið að hafa samband við okkur,“ segir Sunna, og bendir á að þær systurnar séu sérlega opnar og skemmtilegar, og komi til með að skutla fólki saman, þannig geti þær einmitt slegið tvær flugur í einu höggi, eytt saman dýrmætum tíma og hjálpað þeim sem á þurfa að halda.
Tengdar fréttir Búist við stormi á morgun Búist er við suðaustanstormi á morgun. 26. desember 2015 09:59 Hálka og hálkublettir víða um land Hálka og hálkublettir eru víða um land en greiðfært er á öllum aðalleiðum á Suðurlandi. 28. desember 2015 07:45 Reykvíkingar geta sótt salt og sand hér Víða er mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu, eftir hláku undanfarna daga og núverandi frost. 18. desember 2015 12:49 Hálka víðast hvar Hálka er á flestum vegum landsins. 26. desember 2015 09:50 Göngulag mörgæsar þykir góð hálkuvörn Tugir leita daglega á slysadeildina í Fossvogi eftir að hafa dottið í hálkunni. Norðmenn ráðleggja ferðamönnum að ganga eins og mörgæs til að hrasa ekki. 23. desember 2015 07:00 Mjög mikil hálka á Reykjanesi Lögreglan biður vegfarendur um að fara varlega. 18. desember 2015 14:46 Aukinn þungi færður í leitina Aukinn þungi hefur verið færður í leit að manni sem talið er að hafi fallið í Ölfusá á Selfossi í nótt. 26. desember 2015 12:53 Þrír á gjörgæslu eftir áreksturinn í Straumsvík Slysið varð þegar tveir bílar rákust saman eftir að hafa komið úr gagnstæðri átt og annar farið yfir á hinn vegarhelminginn. 8. desember 2015 15:25 Víða lokað en annars erfið færð og hált Flestar aðalleiðir á Norður- og Austurlandi eru ófærar eða lokaðar framan af degi 25. desember 2015 09:24 Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
Hálka og hálkublettir víða um land Hálka og hálkublettir eru víða um land en greiðfært er á öllum aðalleiðum á Suðurlandi. 28. desember 2015 07:45
Reykvíkingar geta sótt salt og sand hér Víða er mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu, eftir hláku undanfarna daga og núverandi frost. 18. desember 2015 12:49
Göngulag mörgæsar þykir góð hálkuvörn Tugir leita daglega á slysadeildina í Fossvogi eftir að hafa dottið í hálkunni. Norðmenn ráðleggja ferðamönnum að ganga eins og mörgæs til að hrasa ekki. 23. desember 2015 07:00
Mjög mikil hálka á Reykjanesi Lögreglan biður vegfarendur um að fara varlega. 18. desember 2015 14:46
Aukinn þungi færður í leitina Aukinn þungi hefur verið færður í leit að manni sem talið er að hafi fallið í Ölfusá á Selfossi í nótt. 26. desember 2015 12:53
Þrír á gjörgæslu eftir áreksturinn í Straumsvík Slysið varð þegar tveir bílar rákust saman eftir að hafa komið úr gagnstæðri átt og annar farið yfir á hinn vegarhelminginn. 8. desember 2015 15:25
Víða lokað en annars erfið færð og hált Flestar aðalleiðir á Norður- og Austurlandi eru ófærar eða lokaðar framan af degi 25. desember 2015 09:24