Hvert er réttlætið í nýju einkunnagjöfinni? Embla Dröfn Óðinsdóttir skrifar 12. desember 2015 11:00 Núna fer skólaárið bráðum að vera hálfnað og komin smá reynsla á nýja einkunnarkerfið sem sett var á hjá 10. bekk í grunnskólum nú í haust, þ.e.a.s að gefa í bókstöfum með texta á bakvið, A, B, B+, C, C+ og D. Ég og jafnaldrar mínir höfum verið að bera saman skólana okkar og skoða hvað stendur á bak við hvern bókstaf og erum við byrjuð að taka eftir því að það er mikið ósamræmi milli grunnskóla. Einkunnagjafirnar milli skólanna virðast vera jafn mismunandi og þeir eru margir. Í sumum skólum eru settar tölur bakvið bókstafina, í öðrum eru gefin stig og einnig er dæmi um að gefnir eru bókstafir og umsagnir. Það er eins og að skólarnir séu ekki að fara eftir sömu tilmælunum. Í aðalnámskrá eru gefnar nákvæmar skýringar (matsviðmið) um það sem stendur á bakvið hvern einasta bókstaf og mælst til að sömu viðmið séu notuð sem við sem mest mat í skólastarfinu. Lítið sem ekkert eftirlit er með skólunum, þ.e. hvort þeir séu yfirhöfuð að vinna eftir hæfni- og/eða matsviðmiðum námskrárinnar. Dæmi sanna er full þörf á slíku eftirliti enda námskráin það tæki menntamálayfirvalda sem tryggja á samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu á sameiginlegri menntastefnu. Ekki er farið eftir námskránni. Ég hef núna síðastliðnar vikur verið að kanna það hvernig aðrir skólar eru að meta einkunnir og hvernig þær eru gefnar og hef ég komist að því að mikill meirihluti er að gera þetta á ranga vegu og á annan hátt en segir í aðalnámskrá. Til dæmis: - Grunnskóli A: Gefur einkunnir allan veturinn í tölum en svo undir lokin eru einkuninar færðar yfir í bókstaf. - Grunnskóli B: Gefur einkunnir með ákveðnum stigum þ.e.a.s 6 stig fyrir A, 4 stig fyrir B, 2 stig fyrir C og 1stig fyrir D, leggur saman og finnur meðaltal. - Grunnskóli C: Gefur einkunnir í bókstöfunum A,B,C og D á viðeigandi hátt og eftir námsmati. Próf og verkefnum skipt í 4 hluta og hver hluti er með ákveðið vægi (þyngsta efnið=A, Léttasta efnið=D ) - Grunnskóli D: gefur ákveðin stig fyrir hvert dæmi og leggur saman heildarstig og færir svo yfir í bókstafi. Þ.e. það er lesið í stigin en ekki í hæfnina. Samkvæmt aðalnámskrá á A að vera framúrskarandi gott, sem einfaldlega þýðir að vera hæfari en í raun sé ætlast til samkvæmt hæfniviðmiðum námskrárinnar. Í tveimur skólum sem ég hef kynnt mér námsmatið í eru settar tölur á bakvið bókstafina og þær eru þessar: A= 9,5-10. Mér finnst þetta vera virkilega ósanngjarnt þar sem það eru aðrir skólar sem fara eftir aðalnámskrá og þar er A framúrskarandi. En ef þú ert með 9,5 er ekki víst að þú getir flóknustu verkefnin sem ættu að gefa A heldur gætir þú t.d. verið með 95 stig af 100, og fengið A, án þess að geta verkefni sem reyndi á framúrskarandi hæfnina. A á að vera sett þannig upp að þú getur notað námsaðferðir og formúlur sem þér var kennt og notað þær með mismunandi hætti og læra að nota þær og þróa þær sjálfur á réttann hátt. Talað er um að mjög fáir eigi að fá A í lokaeinkunn í ákveðnu fagi en það mun ekki ganga eftir ef t.d. 9,5 þýði fá “framúrskarandi” þ.e.a.s. A. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er mjög ósátt að það skuli vera þetta ósamræmi á milli skóla og jafnvel kennara. Finnst ég upplifa mismunun og óréttlæti vegna þessa kerfis og er ég ekki ein um það. Einnig hef ég áhyggjur á því að þetta geti haft áhrif á inngöngu nemenda inní framhaldsskóla þar sem A í einum skóla getur jafngilt B í öðrum skóla o.s.frv. Innleiðing þessa kerfis fær því einkunnina D hjá mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Núna fer skólaárið bráðum að vera hálfnað og komin smá reynsla á nýja einkunnarkerfið sem sett var á hjá 10. bekk í grunnskólum nú í haust, þ.e.a.s að gefa í bókstöfum með texta á bakvið, A, B, B+, C, C+ og D. Ég og jafnaldrar mínir höfum verið að bera saman skólana okkar og skoða hvað stendur á bak við hvern bókstaf og erum við byrjuð að taka eftir því að það er mikið ósamræmi milli grunnskóla. Einkunnagjafirnar milli skólanna virðast vera jafn mismunandi og þeir eru margir. Í sumum skólum eru settar tölur bakvið bókstafina, í öðrum eru gefin stig og einnig er dæmi um að gefnir eru bókstafir og umsagnir. Það er eins og að skólarnir séu ekki að fara eftir sömu tilmælunum. Í aðalnámskrá eru gefnar nákvæmar skýringar (matsviðmið) um það sem stendur á bakvið hvern einasta bókstaf og mælst til að sömu viðmið séu notuð sem við sem mest mat í skólastarfinu. Lítið sem ekkert eftirlit er með skólunum, þ.e. hvort þeir séu yfirhöfuð að vinna eftir hæfni- og/eða matsviðmiðum námskrárinnar. Dæmi sanna er full þörf á slíku eftirliti enda námskráin það tæki menntamálayfirvalda sem tryggja á samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu á sameiginlegri menntastefnu. Ekki er farið eftir námskránni. Ég hef núna síðastliðnar vikur verið að kanna það hvernig aðrir skólar eru að meta einkunnir og hvernig þær eru gefnar og hef ég komist að því að mikill meirihluti er að gera þetta á ranga vegu og á annan hátt en segir í aðalnámskrá. Til dæmis: - Grunnskóli A: Gefur einkunnir allan veturinn í tölum en svo undir lokin eru einkuninar færðar yfir í bókstaf. - Grunnskóli B: Gefur einkunnir með ákveðnum stigum þ.e.a.s 6 stig fyrir A, 4 stig fyrir B, 2 stig fyrir C og 1stig fyrir D, leggur saman og finnur meðaltal. - Grunnskóli C: Gefur einkunnir í bókstöfunum A,B,C og D á viðeigandi hátt og eftir námsmati. Próf og verkefnum skipt í 4 hluta og hver hluti er með ákveðið vægi (þyngsta efnið=A, Léttasta efnið=D ) - Grunnskóli D: gefur ákveðin stig fyrir hvert dæmi og leggur saman heildarstig og færir svo yfir í bókstafi. Þ.e. það er lesið í stigin en ekki í hæfnina. Samkvæmt aðalnámskrá á A að vera framúrskarandi gott, sem einfaldlega þýðir að vera hæfari en í raun sé ætlast til samkvæmt hæfniviðmiðum námskrárinnar. Í tveimur skólum sem ég hef kynnt mér námsmatið í eru settar tölur á bakvið bókstafina og þær eru þessar: A= 9,5-10. Mér finnst þetta vera virkilega ósanngjarnt þar sem það eru aðrir skólar sem fara eftir aðalnámskrá og þar er A framúrskarandi. En ef þú ert með 9,5 er ekki víst að þú getir flóknustu verkefnin sem ættu að gefa A heldur gætir þú t.d. verið með 95 stig af 100, og fengið A, án þess að geta verkefni sem reyndi á framúrskarandi hæfnina. A á að vera sett þannig upp að þú getur notað námsaðferðir og formúlur sem þér var kennt og notað þær með mismunandi hætti og læra að nota þær og þróa þær sjálfur á réttann hátt. Talað er um að mjög fáir eigi að fá A í lokaeinkunn í ákveðnu fagi en það mun ekki ganga eftir ef t.d. 9,5 þýði fá “framúrskarandi” þ.e.a.s. A. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er mjög ósátt að það skuli vera þetta ósamræmi á milli skóla og jafnvel kennara. Finnst ég upplifa mismunun og óréttlæti vegna þessa kerfis og er ég ekki ein um það. Einnig hef ég áhyggjur á því að þetta geti haft áhrif á inngöngu nemenda inní framhaldsskóla þar sem A í einum skóla getur jafngilt B í öðrum skóla o.s.frv. Innleiðing þessa kerfis fær því einkunnina D hjá mér.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun