Grilluð nautalund í sveppa-, beikon- og sinnepskryddhjúp 18. desember 2015 12:00 Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Hér gefur hann uppskrift að flottri steik á áramótaborðið. Grilluð nautalund í sveppa-, beikon- og sinnepskryddhjúp 800 g fullhreinsuð nautalund 1 bréf beikon 8 stk. portóbellósveppir ½ hvítlauksrif (fínt rifið) ½ búnt steinselja (fínt skorin) 3 msk. grófkornasinnep 1 msk. tómatpurée 1 msk. maplesýróp olía til steikingar svartur pipar úr kvörn sjávarsalt Skerið beikonið smátt niður og steikið þar til það er orðið stökkt, hellið því svo á disk með eldhúsrúllu til að þerra fituna í burtu. Skerið portóbellósveppina í þunnar sneiðar og steikið á pönnu, þegar sveppirnir eru hálf steiktir eu hvítlauknum bætt út á pönnuna og hann brúnaður með. Slökkvið á hellunni og blandið öllu nema nautalundinni saman við og smakkið til með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með olíu og brúnið nautalundina allan hringinn setjið nautalundina í eldfast mót. Smyrjið þykku lagi af hjúpnum þétt yfir lundina. Setjið lundina inn í 100 gráðu heitan ofninn í 40 mín eða þar til hún hefur náð 54 gráðum í kjarnhita. Rauðvínssoðgljái 3 stk. hvítir laukar 6 hvítlauksgeirar olía til steikingar ½ bréf timian 4 sellerístilkar 50 ml balsamik edik 50 ml maple sýróp ½ flaska rauðvín 1 líter nautasoð 150 g smjör ½ sítróna (bara safinn) fínt salt (má sleppa) Skrælið og skerið laukinn í grófa bita , hitið pott með olíu í og brúnið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið selleríinu, timianinu, maple sýrópinu í og balsamik edikinu út í. Sjóðið niður um ca. 2/3 og bætið svo rauðvíninu út í og sjóðið það niður um helming. Hellið nautasoðinu út í og sjóðið niður um helming eða þar til að sósan er farin að þykkna. Sigtið sósuna yfir í annan pott. Þegar þetta er búið er sósan klár og geymist í kæli í 7- 10 daga. Í lokin áður en að þið notið hana þá þarf að hita hana upp og hræra smjörinu út í. Smakkið til með sítrónusafanum og smá fínu salti og meira rauðvíni ef þurfa þykir. Steiktar kartöflur og perlulaukur með estragoni 800 g soðnar kartöflur ½ poki rauður perlulaukur(skrældur og gróft skorinn) ¼ bréf estragon 1 msk. smjör ólífuolía til steikingar sjávarsalt svartur pipar Hitið pönnu með ólífuolíu. Skerið kartöflurnar í fernt og setið í pönnuna og steikið í ca 4 mín og bætið svo rauða perlulauknum og smjörinu út á pönnuna og steikið þar til allt er orðið gyllt og fallegt. Bætið estragoninu út á pönnuna í lokin og smakkið allt til með saltinu og piparnum. Eyþór Rúnarsson Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Hér gefur hann uppskrift að flottri steik á áramótaborðið. Grilluð nautalund í sveppa-, beikon- og sinnepskryddhjúp 800 g fullhreinsuð nautalund 1 bréf beikon 8 stk. portóbellósveppir ½ hvítlauksrif (fínt rifið) ½ búnt steinselja (fínt skorin) 3 msk. grófkornasinnep 1 msk. tómatpurée 1 msk. maplesýróp olía til steikingar svartur pipar úr kvörn sjávarsalt Skerið beikonið smátt niður og steikið þar til það er orðið stökkt, hellið því svo á disk með eldhúsrúllu til að þerra fituna í burtu. Skerið portóbellósveppina í þunnar sneiðar og steikið á pönnu, þegar sveppirnir eru hálf steiktir eu hvítlauknum bætt út á pönnuna og hann brúnaður með. Slökkvið á hellunni og blandið öllu nema nautalundinni saman við og smakkið til með saltinu og piparnum. Hitið pönnu með olíu og brúnið nautalundina allan hringinn setjið nautalundina í eldfast mót. Smyrjið þykku lagi af hjúpnum þétt yfir lundina. Setjið lundina inn í 100 gráðu heitan ofninn í 40 mín eða þar til hún hefur náð 54 gráðum í kjarnhita. Rauðvínssoðgljái 3 stk. hvítir laukar 6 hvítlauksgeirar olía til steikingar ½ bréf timian 4 sellerístilkar 50 ml balsamik edik 50 ml maple sýróp ½ flaska rauðvín 1 líter nautasoð 150 g smjör ½ sítróna (bara safinn) fínt salt (má sleppa) Skrælið og skerið laukinn í grófa bita , hitið pott með olíu í og brúnið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið selleríinu, timianinu, maple sýrópinu í og balsamik edikinu út í. Sjóðið niður um ca. 2/3 og bætið svo rauðvíninu út í og sjóðið það niður um helming. Hellið nautasoðinu út í og sjóðið niður um helming eða þar til að sósan er farin að þykkna. Sigtið sósuna yfir í annan pott. Þegar þetta er búið er sósan klár og geymist í kæli í 7- 10 daga. Í lokin áður en að þið notið hana þá þarf að hita hana upp og hræra smjörinu út í. Smakkið til með sítrónusafanum og smá fínu salti og meira rauðvíni ef þurfa þykir. Steiktar kartöflur og perlulaukur með estragoni 800 g soðnar kartöflur ½ poki rauður perlulaukur(skrældur og gróft skorinn) ¼ bréf estragon 1 msk. smjör ólífuolía til steikingar sjávarsalt svartur pipar Hitið pönnu með ólífuolíu. Skerið kartöflurnar í fernt og setið í pönnuna og steikið í ca 4 mín og bætið svo rauða perlulauknum og smjörinu út á pönnuna og steikið þar til allt er orðið gyllt og fallegt. Bætið estragoninu út á pönnuna í lokin og smakkið allt til með saltinu og piparnum.
Eyþór Rúnarsson Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira