Hjálp er alltaf til staðar Gunnhildur Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 00:00 Hvernig bregst þú við þegar þú heyrir orðið „innflytjandi“? Hvort er það jákvætt eða neikvætt? Er það jafnvel hlutlaust? Reyndu nú að setja þig í spor innflytjandans. Þú ert sá sem er algjörlega ókunnugur í þessu landi og þekkir jafnvel engan. Kannski er enginn sem þú getur leitað til þegar þú vilt segja frá þinni reynslu eða þegar þú þarft að leita þér hjálpar. Hvað er þá til ráða? Sumar erlendar konur sem koma hingað sem flóttamenn eða eru einfaldlega í leit að betra lífi hafa orðið fyrir ofbeldi eða annarri erfiðri reynslu og eiga erfitt með að finna viðeigandi hjálp í þessu ókunnuga landi. Það er ekki auðvelt að segja fólki hvað hefur komið fyrir mann og enn erfiðara þegar maður upplifir skömm eða á við tungumálaerfiðleika að stríða. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N. in Iceland) höfum tekið það að okkur að reyna að fræða konur hvaða úrræði eru í boði til þess að leita sér aðstoðar. Eitt af helstu málefnum okkar er barátta gegn kynbundnu ofbeldi. Hlutverk okkar er að taka málstað kvenna sem hafa orðið brotaþolar ofbeldis, fræða þær um rétt þeirra og efna til samvinnu við önnur samtök sem vinna gegn ofbeldi. Einnig leitumst við að tryggja að þolendur séu ekki órétti beittir af þjóðfélaginu, meðal annars í gegnum sameiginlegar ályktanir félagasamtaka sem vinna að þessu málefni. Í samstarfi við Stígamót höfum við nýlega haldið fræðslufund og reynt að sýna að erlendar konur séu velkomnar og geta alltaf leitað aðstoðar Stígamóta. Samtökin bjóða upp á ókeypis jafningjaráðgjöf þar sem fullum trúnaði er heitið fyrir konur af erlendum uppruna á þriðjudagskvöldum milli 20-22 á skrifstofunni okkar við Túngötu 14, 101 Reykjavík. Ráðgjafar okkar eru erlendar sem og íslenskar konur sem hlotið hafa fjölbreytta þjálfun og vinnu. Auglýst er í hvert skipti hvaða tungumál eru töluð að hverju sinni. Ég sjálf hef lent í aðstæðum þar sem ég upplifði mig algjörlega hjálparlausa og berskjaldaða vegna vanþekkingar og vankunnáttu minnar, ég vissi ekki hvað ég skyldi til bragðs taka. Ég á góða að sem studdu mig algjörlega, en því miður hafa ekki allar konur af erlendum uppruna jafn mikinn stuðning frá vinum og fjölskyldu og hafa jafnvel ekkert tengslanet. Ég hvet allar þær konur sem upplifa sig einar að koma til okkar eða senda okkur tölvupóst á info@womeniniceland.is. Konur geta treyst okkur fyrir vanmætti sínum, þó svo að það sé það erfiðasta sem þær hafa gert. Þess má einnig geta að ef lesendur vita af eða þekkja til konu sem á erfitt eða er að ganga í gegnum erfiða reynslu, vinsamlegast bendið henni á Samtökin. Þátttaka mín í Samtökunum mun eflaust hjálpa mér að vinna úr mínum upplifunum en ég vil líka hjálpa öðrum konum sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu svo að þeim geti líka liðið vel hér. Það er gott fyrir þær að vita að einhver hefur gengið í gegnum svipaðar aðstæður. Tryggjum að allar konur af erlendum uppruna fái þann stuðning sem þær eiga skilið!Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig bregst þú við þegar þú heyrir orðið „innflytjandi“? Hvort er það jákvætt eða neikvætt? Er það jafnvel hlutlaust? Reyndu nú að setja þig í spor innflytjandans. Þú ert sá sem er algjörlega ókunnugur í þessu landi og þekkir jafnvel engan. Kannski er enginn sem þú getur leitað til þegar þú vilt segja frá þinni reynslu eða þegar þú þarft að leita þér hjálpar. Hvað er þá til ráða? Sumar erlendar konur sem koma hingað sem flóttamenn eða eru einfaldlega í leit að betra lífi hafa orðið fyrir ofbeldi eða annarri erfiðri reynslu og eiga erfitt með að finna viðeigandi hjálp í þessu ókunnuga landi. Það er ekki auðvelt að segja fólki hvað hefur komið fyrir mann og enn erfiðara þegar maður upplifir skömm eða á við tungumálaerfiðleika að stríða. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N. in Iceland) höfum tekið það að okkur að reyna að fræða konur hvaða úrræði eru í boði til þess að leita sér aðstoðar. Eitt af helstu málefnum okkar er barátta gegn kynbundnu ofbeldi. Hlutverk okkar er að taka málstað kvenna sem hafa orðið brotaþolar ofbeldis, fræða þær um rétt þeirra og efna til samvinnu við önnur samtök sem vinna gegn ofbeldi. Einnig leitumst við að tryggja að þolendur séu ekki órétti beittir af þjóðfélaginu, meðal annars í gegnum sameiginlegar ályktanir félagasamtaka sem vinna að þessu málefni. Í samstarfi við Stígamót höfum við nýlega haldið fræðslufund og reynt að sýna að erlendar konur séu velkomnar og geta alltaf leitað aðstoðar Stígamóta. Samtökin bjóða upp á ókeypis jafningjaráðgjöf þar sem fullum trúnaði er heitið fyrir konur af erlendum uppruna á þriðjudagskvöldum milli 20-22 á skrifstofunni okkar við Túngötu 14, 101 Reykjavík. Ráðgjafar okkar eru erlendar sem og íslenskar konur sem hlotið hafa fjölbreytta þjálfun og vinnu. Auglýst er í hvert skipti hvaða tungumál eru töluð að hverju sinni. Ég sjálf hef lent í aðstæðum þar sem ég upplifði mig algjörlega hjálparlausa og berskjaldaða vegna vanþekkingar og vankunnáttu minnar, ég vissi ekki hvað ég skyldi til bragðs taka. Ég á góða að sem studdu mig algjörlega, en því miður hafa ekki allar konur af erlendum uppruna jafn mikinn stuðning frá vinum og fjölskyldu og hafa jafnvel ekkert tengslanet. Ég hvet allar þær konur sem upplifa sig einar að koma til okkar eða senda okkur tölvupóst á info@womeniniceland.is. Konur geta treyst okkur fyrir vanmætti sínum, þó svo að það sé það erfiðasta sem þær hafa gert. Þess má einnig geta að ef lesendur vita af eða þekkja til konu sem á erfitt eða er að ganga í gegnum erfiða reynslu, vinsamlegast bendið henni á Samtökin. Þátttaka mín í Samtökunum mun eflaust hjálpa mér að vinna úr mínum upplifunum en ég vil líka hjálpa öðrum konum sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu svo að þeim geti líka liðið vel hér. Það er gott fyrir þær að vita að einhver hefur gengið í gegnum svipaðar aðstæður. Tryggjum að allar konur af erlendum uppruna fái þann stuðning sem þær eiga skilið!Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar