Þorskar á þurru landi? 1. desember 2015 09:00 Í nýlegri grein í The New York Times er haft eftir Andra Snæ Magnasyni rithöfundi að á Íslandi séu engar rústir eða víkingaskip til að sanna með hvaða hætti Íslendingar hafi numið land. Vegna þess, segir hann, dregur fólk þá ályktun að Íslendingar séu komnir af þorskum. Andri Snær bætir því svo við að Íslendingar hafi alltaf kynnt sig sem þjóð sem segir sögur og að sögur hafi, fram að komu Bjarkar Guðmundsdóttur, verið eina framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Eftir lestur á þessum orðum vakna ýmsar spurningar. Ef það eru engar rústir á Íslandi, hvert er þá hlutverk Minjastofnunar Íslands sem starfar eftir lögum um menningarminjar? Er verið að setja lög á Alþingi um lygavef að hér á landi séu fornleifar, eins og leifar af mannvirkjum, rústum? Og hvert hefur verið hlutverk Þjóðminjasafns Íslands í rúmlega 150 ár? Hafa starfsmenn safnsins verið að vinna við að spinna lygar í störfum sínum s.s. þegar þeir eru að skrifa um rústir á síðum Árbókar Hins íslenska fornleifafélags frá árinu 1881 til dagsins í dag? Á undanförnum áratugum hafa tugir ef ekki hundruð fornleifafræðinga verið að grafa í rústir hér á landi og fundið þúsundir ef ekki tugþúsundir gripa. Eru þessir fræðingar að grafa í eitthvað sem er ekki til staðar? Orð Andra Snæs um framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, er einnig tilefni til spurninga. Hver er þessi heimsmenning sem Andri Snær er að tala um? Frá hvaða sjónarhóli er hann að tala? Getur verið að orð Andra Snæs eigi ættir að rekja til yfirlætislegra sjónarmiða efri stétta í Evrópu, sem gerðu sér sérstakt far um að gera lítið úr flestu sem þær höfðu ekki hugsað eða gert sjálfar? Sú spurning vaknar einnig af orðum Andra Snæs hvort þúsundir Íslendinga, sem byggt hafa upp söfnin í landinu með gjöfum eða vinnu sinni, hafi ekki verið að leggja sitt af mörkum til heimsmenningarinnar? Ef heimsmenninguna er eingöngu að finna á erlendum söfnum, eru þá minjar og listaverk frá Íslandi, sem þar eru varðveitt, eins og hvert annað rusl, sem hefur ekkert gildi? Er endurheimt Þjóðminjasafns Íslands á efnislegum minjum frá söfnum í Danmörku og Svíþjóð síðastliðna áratugi kannski sönnun þess að framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar er ekki neitt? Það þarf ekki að koma á óvart, en við lestur á orðum Andra Snæs, koma upp í hugann aldagamlar lygasögur af Íslendingum og lifnaðarháttum þeirra. Margir hafa kokgleypt þessar sögur og hefur það rekið suma Íslendinga til þess að að malda í móinn í gegnum tíðina. Líklegast er bók Arngríms Jónssonar, Crymogæa, einna þekktast af þeim varnarritum. Bókin kom út 1609 og var ætlað að leiðrétta lygasögur um að á Íslandi væri fólk eins og þorskar á þurru landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein í The New York Times er haft eftir Andra Snæ Magnasyni rithöfundi að á Íslandi séu engar rústir eða víkingaskip til að sanna með hvaða hætti Íslendingar hafi numið land. Vegna þess, segir hann, dregur fólk þá ályktun að Íslendingar séu komnir af þorskum. Andri Snær bætir því svo við að Íslendingar hafi alltaf kynnt sig sem þjóð sem segir sögur og að sögur hafi, fram að komu Bjarkar Guðmundsdóttur, verið eina framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Eftir lestur á þessum orðum vakna ýmsar spurningar. Ef það eru engar rústir á Íslandi, hvert er þá hlutverk Minjastofnunar Íslands sem starfar eftir lögum um menningarminjar? Er verið að setja lög á Alþingi um lygavef að hér á landi séu fornleifar, eins og leifar af mannvirkjum, rústum? Og hvert hefur verið hlutverk Þjóðminjasafns Íslands í rúmlega 150 ár? Hafa starfsmenn safnsins verið að vinna við að spinna lygar í störfum sínum s.s. þegar þeir eru að skrifa um rústir á síðum Árbókar Hins íslenska fornleifafélags frá árinu 1881 til dagsins í dag? Á undanförnum áratugum hafa tugir ef ekki hundruð fornleifafræðinga verið að grafa í rústir hér á landi og fundið þúsundir ef ekki tugþúsundir gripa. Eru þessir fræðingar að grafa í eitthvað sem er ekki til staðar? Orð Andra Snæs um framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, er einnig tilefni til spurninga. Hver er þessi heimsmenning sem Andri Snær er að tala um? Frá hvaða sjónarhóli er hann að tala? Getur verið að orð Andra Snæs eigi ættir að rekja til yfirlætislegra sjónarmiða efri stétta í Evrópu, sem gerðu sér sérstakt far um að gera lítið úr flestu sem þær höfðu ekki hugsað eða gert sjálfar? Sú spurning vaknar einnig af orðum Andra Snæs hvort þúsundir Íslendinga, sem byggt hafa upp söfnin í landinu með gjöfum eða vinnu sinni, hafi ekki verið að leggja sitt af mörkum til heimsmenningarinnar? Ef heimsmenninguna er eingöngu að finna á erlendum söfnum, eru þá minjar og listaverk frá Íslandi, sem þar eru varðveitt, eins og hvert annað rusl, sem hefur ekkert gildi? Er endurheimt Þjóðminjasafns Íslands á efnislegum minjum frá söfnum í Danmörku og Svíþjóð síðastliðna áratugi kannski sönnun þess að framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar er ekki neitt? Það þarf ekki að koma á óvart, en við lestur á orðum Andra Snæs, koma upp í hugann aldagamlar lygasögur af Íslendingum og lifnaðarháttum þeirra. Margir hafa kokgleypt þessar sögur og hefur það rekið suma Íslendinga til þess að að malda í móinn í gegnum tíðina. Líklegast er bók Arngríms Jónssonar, Crymogæa, einna þekktast af þeim varnarritum. Bókin kom út 1609 og var ætlað að leiðrétta lygasögur um að á Íslandi væri fólk eins og þorskar á þurru landi.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar