Limlestingar og lagasetningar Karl Fannar Sævarsson skrifar 1. desember 2015 00:00 Umskurður kvenna er gróf aðför að líkama ungra stúlkna og dæmi um kynbundið ofbeldi í sinni tærustu mynd. Talið er að um 140 milljónir kvenna hafi gengist undir umskurð af einhverju tagi og að um þrjár milljónir stúlkna séu umskornar á hverju ári. Í sumum löndum þar sem umskurður kvenna fyrirfinnst er hlutfall umskorinna stúlkna lágt, eða undir einu prósenti en í öðrum mun hærra, eða allt að hundrað prósentum. Þegar tölfræðin er skoðuð virðist umskurður vera mest stundaður í Afríku norðan miðbaugs. Fyrir utan Afríku er umskurður kvenna algengastur í Jemen og Írak. Mín upplifun á orðræðunni á Íslandi er á þá leið að um villimennsku sé að ræða, grimmd og hatur í garð saklausra stúlkna sem verða karlaveldinu að bráð með afskræmingu á kynfærum þeirra. Umskurður kvenna hefur á síðastliðnum árum orðið að táknmynd kúgunar og valdbeitingar karla á konum í hinum íslamska heimi. Mig langar að fara yfir nokkur atriði sem benda til þess að ekki sé svo auðvelt að alhæfa slíkt. Samkvæmt skýrslu UNICEF frá árinu 2013 virðist tengingin á milli umskurðar kvenna og Íslam ekki vera eins sterk og oft er haldið fram. Í fyrsta lagi þekkist verknaðurinn varla í Vestur-Asíu (Mið-Austurlöndum), sem er það landsvæði sem flestir tengja við Íslam. Í þeim löndum þar sem umskurður kvenna er algengastur, virðist vera lítið beint fylgi á milli íslamstrúar og fjölda umskorinna stúlkna. Svo virðist vera að hefðin sé fyrst og fremst svæðis- og menningarbundin. Í mörgum löndum skiptist hlutfall umskorinna stúlkna nokkuð jafnt á milli múslima og kristinna (Vestur-Afríka), í öðrum löndum eru kristnir í miklum meirihluta (Erítrea og Eþíópía) og múslimar í öðrum (Sómalía og Gínea). Á meðal hópa sem stunda andatrú er umskurður útbreiddur sem styrkir þá kenningu að hann hafi verið stundaður á svæðinu fyrir komu íslam og kristni. Lisa Wade hefur rannsakað umskurð kvenna töluvert, en hún segir að kúgun karlaveldisins þurfi ekki endilega að vera forsenda umskurðar kvenna. Mæður og ömmur eru oft þær sem hvetja ungar stúlkur til að gangast undir umskurð. Þeim er oft í mun um að dætur þeirri fari í gegnum þá manndómsvígslu sem getur falist í umskurðinum. Þar gangast þær undir svokallaða „hreinsun“ eins og umskurðurinn kallast oft á tungumáli samfélaganna. Með þessari hreinsun aukast líkur þeirra á því að komast í gott hjónaband sem styrkir velferð fjölskyldunnar til muna.Menntun og fræðsla grundvallaratriði Umskurður á kynfærum kvenna er veruleiki sem snertir okkur Íslendinga sem alþjóðasamfélag og ef hann snertir okkur ekki beint nú þegar, þá mun hann að öllum líkindum gera það í framtíðinni. Árið 2005 samþykkti Alþingi þverpólitíska tillögu um að breyta almennum hegningarlögum þar sem ákvæði um bann á limlestingum á kynfærum kvenna var bætt við, með refsiramma upp í sex ára fangelsisdóm. Það er ekki að ástæðulausu að slíku ákvæði skuli hafa verið bætt við hegningarlög. Í nágrannaríkjum okkar í Skandinavíu hafa einnig verið sett lög gegn umskurði kvenna en erfitt virðist þó vera að framfylgja slíkum lögum. Þrátt fyrir slíkar lagasetningar virðist fátt breytast, það er vegna þess að sárafáar stúlkur gangast undir umskurð á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hafa t.d. flestar umskornar stúlkur komið inn í landið umskornar eða halda til upprunalands síns eða foreldra sinna til að gangast undir umskurð en talið er að um 40.000 stúlkur í Svíþjóð séu umskornar. Rannsóknir sýna að refsingar hafa ekki skilað árangri, of auðvelt er að fara í kringum lögin. Til dæmis hefur verið bann við umskurði kvenna í Súdan í meira en hálfa öld en hefðin virðist bara hafa styrkst og eru nú um 88 prósent stúlkna í Súdan umskornar. Um gríðarlega flókið fyrirbæri er að ræða og hafa verður varann á í hvers kyns umræðu um umskurð kvenna. „Afskræming“ er t.d. hugtak sem menn ættu að fara varlega með, umskorin kynfæri kvenna þurfa ekki að þykja afskræmd á þeim svæðum sem umskurður er stundaður. Einnig er verknaðurinn oft framkvæmdur með hag stúlknanna að leiðarljósi. Hlutfall á umskurði stúlkna er hátt þar sem fátækt er mikil og menntunarstig lágt. Menntun og fræðsla eru því grundvallaratriði til að vinna bug á því mannréttindabroti sem umskurður kvenna er.Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umskurður kvenna er gróf aðför að líkama ungra stúlkna og dæmi um kynbundið ofbeldi í sinni tærustu mynd. Talið er að um 140 milljónir kvenna hafi gengist undir umskurð af einhverju tagi og að um þrjár milljónir stúlkna séu umskornar á hverju ári. Í sumum löndum þar sem umskurður kvenna fyrirfinnst er hlutfall umskorinna stúlkna lágt, eða undir einu prósenti en í öðrum mun hærra, eða allt að hundrað prósentum. Þegar tölfræðin er skoðuð virðist umskurður vera mest stundaður í Afríku norðan miðbaugs. Fyrir utan Afríku er umskurður kvenna algengastur í Jemen og Írak. Mín upplifun á orðræðunni á Íslandi er á þá leið að um villimennsku sé að ræða, grimmd og hatur í garð saklausra stúlkna sem verða karlaveldinu að bráð með afskræmingu á kynfærum þeirra. Umskurður kvenna hefur á síðastliðnum árum orðið að táknmynd kúgunar og valdbeitingar karla á konum í hinum íslamska heimi. Mig langar að fara yfir nokkur atriði sem benda til þess að ekki sé svo auðvelt að alhæfa slíkt. Samkvæmt skýrslu UNICEF frá árinu 2013 virðist tengingin á milli umskurðar kvenna og Íslam ekki vera eins sterk og oft er haldið fram. Í fyrsta lagi þekkist verknaðurinn varla í Vestur-Asíu (Mið-Austurlöndum), sem er það landsvæði sem flestir tengja við Íslam. Í þeim löndum þar sem umskurður kvenna er algengastur, virðist vera lítið beint fylgi á milli íslamstrúar og fjölda umskorinna stúlkna. Svo virðist vera að hefðin sé fyrst og fremst svæðis- og menningarbundin. Í mörgum löndum skiptist hlutfall umskorinna stúlkna nokkuð jafnt á milli múslima og kristinna (Vestur-Afríka), í öðrum löndum eru kristnir í miklum meirihluta (Erítrea og Eþíópía) og múslimar í öðrum (Sómalía og Gínea). Á meðal hópa sem stunda andatrú er umskurður útbreiddur sem styrkir þá kenningu að hann hafi verið stundaður á svæðinu fyrir komu íslam og kristni. Lisa Wade hefur rannsakað umskurð kvenna töluvert, en hún segir að kúgun karlaveldisins þurfi ekki endilega að vera forsenda umskurðar kvenna. Mæður og ömmur eru oft þær sem hvetja ungar stúlkur til að gangast undir umskurð. Þeim er oft í mun um að dætur þeirri fari í gegnum þá manndómsvígslu sem getur falist í umskurðinum. Þar gangast þær undir svokallaða „hreinsun“ eins og umskurðurinn kallast oft á tungumáli samfélaganna. Með þessari hreinsun aukast líkur þeirra á því að komast í gott hjónaband sem styrkir velferð fjölskyldunnar til muna.Menntun og fræðsla grundvallaratriði Umskurður á kynfærum kvenna er veruleiki sem snertir okkur Íslendinga sem alþjóðasamfélag og ef hann snertir okkur ekki beint nú þegar, þá mun hann að öllum líkindum gera það í framtíðinni. Árið 2005 samþykkti Alþingi þverpólitíska tillögu um að breyta almennum hegningarlögum þar sem ákvæði um bann á limlestingum á kynfærum kvenna var bætt við, með refsiramma upp í sex ára fangelsisdóm. Það er ekki að ástæðulausu að slíku ákvæði skuli hafa verið bætt við hegningarlög. Í nágrannaríkjum okkar í Skandinavíu hafa einnig verið sett lög gegn umskurði kvenna en erfitt virðist þó vera að framfylgja slíkum lögum. Þrátt fyrir slíkar lagasetningar virðist fátt breytast, það er vegna þess að sárafáar stúlkur gangast undir umskurð á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hafa t.d. flestar umskornar stúlkur komið inn í landið umskornar eða halda til upprunalands síns eða foreldra sinna til að gangast undir umskurð en talið er að um 40.000 stúlkur í Svíþjóð séu umskornar. Rannsóknir sýna að refsingar hafa ekki skilað árangri, of auðvelt er að fara í kringum lögin. Til dæmis hefur verið bann við umskurði kvenna í Súdan í meira en hálfa öld en hefðin virðist bara hafa styrkst og eru nú um 88 prósent stúlkna í Súdan umskornar. Um gríðarlega flókið fyrirbæri er að ræða og hafa verður varann á í hvers kyns umræðu um umskurð kvenna. „Afskræming“ er t.d. hugtak sem menn ættu að fara varlega með, umskorin kynfæri kvenna þurfa ekki að þykja afskræmd á þeim svæðum sem umskurður er stundaður. Einnig er verknaðurinn oft framkvæmdur með hag stúlknanna að leiðarljósi. Hlutfall á umskurði stúlkna er hátt þar sem fátækt er mikil og menntunarstig lágt. Menntun og fræðsla eru því grundvallaratriði til að vinna bug á því mannréttindabroti sem umskurður kvenna er.Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar