Býst við að dýrara verði að framleiða vörur í Kína framtíðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2015 07:00 Á sýningu Marels í Kaupmannahöfn á framleiðslutækjum í hvítfiskiðnaði voru um 200 gestir víðsvegar að úr heiminum auk tuga starfsmanna Marels. Mynd/Sveinbjörn Úlfarsson Kínverska þjóðin er að eldast og á næstu árum munu milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum. Á sama tíma aukast tekjur Kínverja. Framleiðendur verða því að leita annað eftir ódýru vinnuafli eða treysta á tækni. Vestrænar þjóðir hafa árum saman sent hrávörur til Kína til þess að fullvinna þær. Ástæðan er sú að þar hefur verið nóg framboð á ódýru vinnuafli. En Gorjan Nikolik, sérfræðingur í greiningu hjá hollenska Rabobank bankanum, telur að innan fárra ára muni það ekki borga sig. Nikolik segir að ástæðan sé tvíþætt. Annars vegar er kínverska þjóðin að eldast, sem þýðir að Kínverjum á vinnumarkaði fækkar. Hins vegar eru tekjur Kínverja einfaldlega að hækka. Nikolik hélt erindi á ráðstefnu Marels, Whitefish Showhow, í Kaupmannahöfn í liðinni viku. Ráðstefnuna sóttu 200 gestir frá 80 fyrirtækjum í 17 löndum í heiminum auk fjölda starfsmanna Marels. Blaðamaður Markaðarins sótti ráðstefnuna á kostnað Marels.Gorjan NikolikNikolik segir að starfandi Kínverjum hafi hingað til fjölgað um 45-85 milljónir á hverju fimm ára tímabili. Á árunum 1995 til 2010 hafi vinnandi mönnum í Kína fjölgað um það sem samsvarar heildarvinnuaflinu í Bandaríkjunum og fjórfalt á við heildarvinnuafl í Þýskalandi. Og Kínverjar hafi meðal annars verið mikilvægir fiskverkendur. En Nikolik segir að það séu blikur á lofti. Kínverska þjóðin sé að eldast með auknum lífslíkum. Þá fækki fólki vegna þeirrar reglu sem Kínverjar tóku upp fyrir tæpum fjórum áratugum, en afnámu reyndar fyrir fáeinum vikum, að pör megi bara eignast eitt barn. Næstu ár muni tvær til fjórar milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum í Kína árlega. Í kringum 2030, eða 2035, muni í kringum 10 milljónir Kínverja hverfa af vinnumarkaðnum á ári. „Á sama tíma eru svo tekjur að aukast í Kína og það tvöfaldar vandann sem við er að etja,“ segir hann. Nikolik segir að það sé því athyglisvert að velta fyrir sér hverjum þessi þróun verði til góðs. „Heimurinn er enn þá að stækka og við munum þurfa að framleiða sjávarafurðir. Við erum með færra starfsfólk en eftirspurnin er að aukast og hver mun hagnast á því? Verður það annað land þar sem nóg er af ódýru vinnuafli, eins og Indland eða Indónesía? Yngsta vinnuaflið í heiminum í dag er reyndar í Afríku,“ segir Nikolik. Hugsanlega sé framtíð í því að framleiða vörur þar. Afríkumenn geti þó aldrei leyst Kínverja af hólmi að öllu leyti. Þess vegna sé líklega tækifæri, á grundvelli aukinnar tækni, að auka vinnslu í Evrópu, Bandaríkjunum, Skandinavíu og jafnvel í fiskiskipunum sjálfum. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Kínverska þjóðin er að eldast og á næstu árum munu milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum. Á sama tíma aukast tekjur Kínverja. Framleiðendur verða því að leita annað eftir ódýru vinnuafli eða treysta á tækni. Vestrænar þjóðir hafa árum saman sent hrávörur til Kína til þess að fullvinna þær. Ástæðan er sú að þar hefur verið nóg framboð á ódýru vinnuafli. En Gorjan Nikolik, sérfræðingur í greiningu hjá hollenska Rabobank bankanum, telur að innan fárra ára muni það ekki borga sig. Nikolik segir að ástæðan sé tvíþætt. Annars vegar er kínverska þjóðin að eldast, sem þýðir að Kínverjum á vinnumarkaði fækkar. Hins vegar eru tekjur Kínverja einfaldlega að hækka. Nikolik hélt erindi á ráðstefnu Marels, Whitefish Showhow, í Kaupmannahöfn í liðinni viku. Ráðstefnuna sóttu 200 gestir frá 80 fyrirtækjum í 17 löndum í heiminum auk fjölda starfsmanna Marels. Blaðamaður Markaðarins sótti ráðstefnuna á kostnað Marels.Gorjan NikolikNikolik segir að starfandi Kínverjum hafi hingað til fjölgað um 45-85 milljónir á hverju fimm ára tímabili. Á árunum 1995 til 2010 hafi vinnandi mönnum í Kína fjölgað um það sem samsvarar heildarvinnuaflinu í Bandaríkjunum og fjórfalt á við heildarvinnuafl í Þýskalandi. Og Kínverjar hafi meðal annars verið mikilvægir fiskverkendur. En Nikolik segir að það séu blikur á lofti. Kínverska þjóðin sé að eldast með auknum lífslíkum. Þá fækki fólki vegna þeirrar reglu sem Kínverjar tóku upp fyrir tæpum fjórum áratugum, en afnámu reyndar fyrir fáeinum vikum, að pör megi bara eignast eitt barn. Næstu ár muni tvær til fjórar milljónir manna hverfa af vinnumarkaðnum í Kína árlega. Í kringum 2030, eða 2035, muni í kringum 10 milljónir Kínverja hverfa af vinnumarkaðnum á ári. „Á sama tíma eru svo tekjur að aukast í Kína og það tvöfaldar vandann sem við er að etja,“ segir hann. Nikolik segir að það sé því athyglisvert að velta fyrir sér hverjum þessi þróun verði til góðs. „Heimurinn er enn þá að stækka og við munum þurfa að framleiða sjávarafurðir. Við erum með færra starfsfólk en eftirspurnin er að aukast og hver mun hagnast á því? Verður það annað land þar sem nóg er af ódýru vinnuafli, eins og Indland eða Indónesía? Yngsta vinnuaflið í heiminum í dag er reyndar í Afríku,“ segir Nikolik. Hugsanlega sé framtíð í því að framleiða vörur þar. Afríkumenn geti þó aldrei leyst Kínverja af hólmi að öllu leyti. Þess vegna sé líklega tækifæri, á grundvelli aukinnar tækni, að auka vinnslu í Evrópu, Bandaríkjunum, Skandinavíu og jafnvel í fiskiskipunum sjálfum.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira