268% verðmætaaukning ferskra sjávarafurða Runólfur Geir Benediktsson skrifar 2. desember 2015 07:00 Nýsköpun hefur verið mikil í sjávarútvegi sem og víðar í íslensku samfélagi. Margt jákvætt kom fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka á dögunum um íslenskan sjávarútveg þar sem skýrsluhöfundar veita lesendum innsýn í núverandi stöðu sjávarútvegsins sem og þróunina síðastliðin ár. Meðal þess sem kom fram í skýrslunni er að framleiðni í íslenskum sjávarútvegi hefur verið að aukast og hefur tvöfaldast á hvert starf ef horft er aftur til aldamóta. Það er sérstaklega ánægjulegt að þessa framleiðniaukningu má að miklu leyti þakka íslenskri tækniframþróun og verðmætasköpun. Aðilar innan sem utan sjávarútvegsins hafa unnið mikið og gott starf á síðustu árum í bættum aðferðum til veiða, vinnslu og nýtingar sjávarfangsins. Önnur birtingarmynd þess góða árangurs sem hefur áunnist í aukinni verðmætasköpun er þróun útflutnings ferskra sjávarafurða. Ef aftur er horft til aldamóta þá hefur útflutningur á ferskum sjávarafurðum minnkað um 47 prósent. Þetta er umtalsverður samdráttur í magni og gæti komið á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið á aukna áherslu á útflutning ferskra afurða. Þegar verðmæti þessara fersku afurða er aftur á móti borið saman þá hefur það aukist um 94% yfir sama tímabil. Verðmætaaukning ferskra sjávarafurða frá áramótum hefur því verið 268% á hvert útflutt tonn sem er eftirtektarverður árangur. Þessa aukningu má að hluta til rekja til hagstæðrar þróunar á gengi íslensku krónunnar og verðlags sjávarafurða. Stærsta framlagið liggur hins vegar í betri nýtingu og aukinni verðmætasköpun. Um aldamótin þekktist það að heill fiskur væri fluttur út til frekari vinnslu erlendis en nú er það algjör undantekning. Í dag keppast sjávarútvegsfélögin við að skila ferskum fiski til landvinnslunnar þar sem hann er m.a. flakaður eða skorinn í bita. Þessi flök og bitar eru svo flutt út og fyrir þá afurð er greitt umtalsvert meira á hvert kíló eins og tölurnar hér að ofan bera svo glögglega með sér. Nýsköpun og tækniþróun íslenskra fyrirtækja í nánu samstarfi við útgerðir og fiskvinnslur hafa því skilað íslensku efnahagslífi miklum verðmætum og hefur þessi árangur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Aukning í framleiðni sem og útflutningsverðmæti ferskra afurða eru aðeins tvö af mörgum jákvæðum atriðum sem fram koma í skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nýsköpun hefur verið mikil í sjávarútvegi sem og víðar í íslensku samfélagi. Margt jákvætt kom fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka á dögunum um íslenskan sjávarútveg þar sem skýrsluhöfundar veita lesendum innsýn í núverandi stöðu sjávarútvegsins sem og þróunina síðastliðin ár. Meðal þess sem kom fram í skýrslunni er að framleiðni í íslenskum sjávarútvegi hefur verið að aukast og hefur tvöfaldast á hvert starf ef horft er aftur til aldamóta. Það er sérstaklega ánægjulegt að þessa framleiðniaukningu má að miklu leyti þakka íslenskri tækniframþróun og verðmætasköpun. Aðilar innan sem utan sjávarútvegsins hafa unnið mikið og gott starf á síðustu árum í bættum aðferðum til veiða, vinnslu og nýtingar sjávarfangsins. Önnur birtingarmynd þess góða árangurs sem hefur áunnist í aukinni verðmætasköpun er þróun útflutnings ferskra sjávarafurða. Ef aftur er horft til aldamóta þá hefur útflutningur á ferskum sjávarafurðum minnkað um 47 prósent. Þetta er umtalsverður samdráttur í magni og gæti komið á óvart í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið á aukna áherslu á útflutning ferskra afurða. Þegar verðmæti þessara fersku afurða er aftur á móti borið saman þá hefur það aukist um 94% yfir sama tímabil. Verðmætaaukning ferskra sjávarafurða frá áramótum hefur því verið 268% á hvert útflutt tonn sem er eftirtektarverður árangur. Þessa aukningu má að hluta til rekja til hagstæðrar þróunar á gengi íslensku krónunnar og verðlags sjávarafurða. Stærsta framlagið liggur hins vegar í betri nýtingu og aukinni verðmætasköpun. Um aldamótin þekktist það að heill fiskur væri fluttur út til frekari vinnslu erlendis en nú er það algjör undantekning. Í dag keppast sjávarútvegsfélögin við að skila ferskum fiski til landvinnslunnar þar sem hann er m.a. flakaður eða skorinn í bita. Þessi flök og bitar eru svo flutt út og fyrir þá afurð er greitt umtalsvert meira á hvert kíló eins og tölurnar hér að ofan bera svo glögglega með sér. Nýsköpun og tækniþróun íslenskra fyrirtækja í nánu samstarfi við útgerðir og fiskvinnslur hafa því skilað íslensku efnahagslífi miklum verðmætum og hefur þessi árangur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Aukning í framleiðni sem og útflutningsverðmæti ferskra afurða eru aðeins tvö af mörgum jákvæðum atriðum sem fram koma í skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar