Lögreglan, vopnin og traustið Helgi Bergmann skrifar 2. desember 2015 14:58 Vilhjálmur Árnason skrifaði grein sem ber heitið ‘Staðreyndir um vopnaburð lögreglu’ sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 1. desember sl. Greinin er skrifuð í tilefni af því að lögreglan hefur ákveðið að koma fyrir skotvopnum í kössum í lögreglubílum á höfuðborgarsvæðinu. Vilhjálmur heldur því fram að ekki sé hér um mikla breytingu að ræða, og enga stefnubreytingu. Það er mikill munur á því að lögreglan hafi aðgang að skotvopnum á lögreglustöð eða að skotvopn séu að finna í lögreglubílum. Að halda öðru fram stenst enga skoðun. Vilhjálmur notar það sem rök að í fyrra hafi komið fram að skotvopn væri að finna í lögreglubílum úti á landi. Sú ákvörðun að setja skotvopn í lögreglubíla úti á landi var gerð með leynd, án formlegs samþykkis eða vitneskju þjóðarinnar eða þingsins. Það er ekki hægt að skapa hefð í kyrrþey. Þó eitthvað sé gert í nokkur ár í laumi, án þess að spyrja kóng né prest, þá er ekki hægt að vitna í það eftir á og tala eins og þar með hafi myndast hefð. Sérstaklega ef eina ástæðan fyrir að talað er um það er að upp komst um leynimakkið og nú á að hlaupa til og skapa formlega réttlætingu. Þetta er argasta rökvilla. Vilhjálmur vísar til Áhættumatsgreiningar ríkislögreglustjóra í grein sinni. Áhættumatsgreining ríkislögreglustjóra er ekki ásættanleg heimild fyrir því að nauðsynlegt sé að skotvopnavæða lögreglu enn frekar. Í óháðum heimildum kemur fram að Ísland er jafn öruggt núna og það hefur alltaf verið. Það er óásættanlegt að lögreglu sé veitt sjálfdæmi í því hvort það sé nauðsynlegt að aukna vopnavæðingu hennar. Ljóst er að aðilar innar lögreglunnar hafa haft það markmið lengi að auka vopnavæðingu innan hennar. Nægir hér að benda á leynimakkið í kringum norsku byssurnar sem þurfti að senda til baka. Vilhjálmur nefnir í grein sinni vopnareglur lögreglunnar og nefnir í framhjáhlaupi að þær hafi nýlega verið opinberaðar af innanríkisráðherra. Þessar reglur voru leynilegar og það var ekki fyrr en eftir mikinn þrýsting almennings og fjölmiðla sem almenningur fékk að vita hvaða reglur giltu um notkun lögreglu á skotvopnum. Þingmaðurinn vísar svo í Vopnalög. Hér hefur hann eitthvað ruglast á vopnalögum og vopnareglum. Staðreyndin er sú að Alþingi hefur ekki sett nein lög um vopnanotkun lögreglunnar. Umræddar vopnareglur voru settar með stoð í Vopnalögum nr. 16/1998, en þar segir eingöngu í 3. gr. laganna að lögreglan sé undanþegin vopnalögum og að ráðherra setji reglur um vopn lögreglunnar. Þingmaðurinn, sem er lögfræðingur ásamt því að vera fyrrverandi lögreglumaður, kannast mögulega við 27. gr. stjórnarskrár Íslands. Þar segir að birta skuli lög. Engar undanþágur eru frá greininni. Því er ljóst að það háttalag lögreglu og Innanríkisráðuneytisins að hafa leynilegar reglur um vopnanotkun lögreglu sem voru hvergi birtar var í andstöðu við stjórnarskrána. Varla þarf að taka það fram að orðið lög í þessari grein stjórnarskrárinnar nær jafnt yfir sett lög sem og allar reglur og reglugerðir sem settar eru af framkvæmdavaldinu. Hvað varðar aukið eftirlit með lögreglunni segist Vilhjálmur fagna því. Það er ánægjulegt að heyra. Hann mótmælir því reyndar að ekkert eftirlit sé með lögreglunni þar sem lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir brot í starfi nýverið. Þeir lögreglumenn voru rannsakaðir af eigin félögum í lögreglunni, kannski er það eftirlit nægilegt að mati þingmannsins. Ég hjó líka aðeins eftir því að þingmaðurinn sagði að enginn lögreglumaður vilji hafa skemmt epli sér við hlið. Þetta skýtur nokkuð skökku við þar sem formaður landssambands lögreglumanna hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við lögreglumann sem var dæmdur sekur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir líkamsárás í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu. Að lokum segir þingmaðurinn í grein sinni að 90% fólks treysti lögreglunni og að engin ástæða sé til að ætla að það traust sé byggt á sandi. Förum yfir það sem liggur fyrir í málinu: - Lögreglan kom vopnum fyrir í lögreglubílum úti á landi fyrir mörgum árum. Þetta var aldrei tilkynnt opinberlega og kom almenningi í opna skjöldu þegar þetta kom fram nýverið - Vopnanotkun lögreglu var byggð í mörg ár á leynilegum reglum, sem var brot á stjórnarskrá. Þessar reglur voru ekki birtar fyrr en fjölmiðlar komust á snoðir um málið og eftir mikla baráttu - Lögreglan reyndi leynilega að afla sér töluverðs fjölda af skotvopnum frá Noregi. Fram hefur komið að innflutningur vopnanna átti sér ekki stoð í lögum. Málið komst bara upp því að fjölmiðlar komust á snoðir um það - Lögreglan ákveður að setja byssur í lögreglubíla á höfuðborgarsvæðinu. Sú ákvörðun á sér í það minnsta óljósa lagastoð og er byggð á fullyrðingum ríkislögreglustjóra um mikla aðsteðjandi ógn, sem er í andstöðu við allar fyrirliggjandi upplýsingar og gögn um stöðu mála hér á landi. Það er ljóst að einhverjum innan lögreglunnar er mjög í mun að auka vopnavæðingu hennar, þó hefur aldrei takist að sýna fram á að nein raunveruleg þörf sé á því. Ofbeldisglæpum fer fækkandi, ekkert bendir til að hryðjuverk séu yfirvofandi eða að aukinn vopnaburður myndi stemma stigu við því þó svo væri. Landsmenn treysta í dag lögreglunni vel, við skulum því vinna að því að svo verði áfram, í stað þess að ýta í átt sem er í berhöggi við vilja almennings og sýn hans á íslensk lögreglustörf. Að lokum vil ég nefna nokkuð sem ég vona að þingmaðurinn og ég séum sammála um. Ef að lögreglan vill að almenningur treysti sér hvað varðar meðferð vopna þá ætti hún að hætta leynimakkinu og hafa Alþingi og almenning með í ráðum. Það er nefnilega þjóðin sem á að ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Árnason skrifaði grein sem ber heitið ‘Staðreyndir um vopnaburð lögreglu’ sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 1. desember sl. Greinin er skrifuð í tilefni af því að lögreglan hefur ákveðið að koma fyrir skotvopnum í kössum í lögreglubílum á höfuðborgarsvæðinu. Vilhjálmur heldur því fram að ekki sé hér um mikla breytingu að ræða, og enga stefnubreytingu. Það er mikill munur á því að lögreglan hafi aðgang að skotvopnum á lögreglustöð eða að skotvopn séu að finna í lögreglubílum. Að halda öðru fram stenst enga skoðun. Vilhjálmur notar það sem rök að í fyrra hafi komið fram að skotvopn væri að finna í lögreglubílum úti á landi. Sú ákvörðun að setja skotvopn í lögreglubíla úti á landi var gerð með leynd, án formlegs samþykkis eða vitneskju þjóðarinnar eða þingsins. Það er ekki hægt að skapa hefð í kyrrþey. Þó eitthvað sé gert í nokkur ár í laumi, án þess að spyrja kóng né prest, þá er ekki hægt að vitna í það eftir á og tala eins og þar með hafi myndast hefð. Sérstaklega ef eina ástæðan fyrir að talað er um það er að upp komst um leynimakkið og nú á að hlaupa til og skapa formlega réttlætingu. Þetta er argasta rökvilla. Vilhjálmur vísar til Áhættumatsgreiningar ríkislögreglustjóra í grein sinni. Áhættumatsgreining ríkislögreglustjóra er ekki ásættanleg heimild fyrir því að nauðsynlegt sé að skotvopnavæða lögreglu enn frekar. Í óháðum heimildum kemur fram að Ísland er jafn öruggt núna og það hefur alltaf verið. Það er óásættanlegt að lögreglu sé veitt sjálfdæmi í því hvort það sé nauðsynlegt að aukna vopnavæðingu hennar. Ljóst er að aðilar innar lögreglunnar hafa haft það markmið lengi að auka vopnavæðingu innan hennar. Nægir hér að benda á leynimakkið í kringum norsku byssurnar sem þurfti að senda til baka. Vilhjálmur nefnir í grein sinni vopnareglur lögreglunnar og nefnir í framhjáhlaupi að þær hafi nýlega verið opinberaðar af innanríkisráðherra. Þessar reglur voru leynilegar og það var ekki fyrr en eftir mikinn þrýsting almennings og fjölmiðla sem almenningur fékk að vita hvaða reglur giltu um notkun lögreglu á skotvopnum. Þingmaðurinn vísar svo í Vopnalög. Hér hefur hann eitthvað ruglast á vopnalögum og vopnareglum. Staðreyndin er sú að Alþingi hefur ekki sett nein lög um vopnanotkun lögreglunnar. Umræddar vopnareglur voru settar með stoð í Vopnalögum nr. 16/1998, en þar segir eingöngu í 3. gr. laganna að lögreglan sé undanþegin vopnalögum og að ráðherra setji reglur um vopn lögreglunnar. Þingmaðurinn, sem er lögfræðingur ásamt því að vera fyrrverandi lögreglumaður, kannast mögulega við 27. gr. stjórnarskrár Íslands. Þar segir að birta skuli lög. Engar undanþágur eru frá greininni. Því er ljóst að það háttalag lögreglu og Innanríkisráðuneytisins að hafa leynilegar reglur um vopnanotkun lögreglu sem voru hvergi birtar var í andstöðu við stjórnarskrána. Varla þarf að taka það fram að orðið lög í þessari grein stjórnarskrárinnar nær jafnt yfir sett lög sem og allar reglur og reglugerðir sem settar eru af framkvæmdavaldinu. Hvað varðar aukið eftirlit með lögreglunni segist Vilhjálmur fagna því. Það er ánægjulegt að heyra. Hann mótmælir því reyndar að ekkert eftirlit sé með lögreglunni þar sem lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir brot í starfi nýverið. Þeir lögreglumenn voru rannsakaðir af eigin félögum í lögreglunni, kannski er það eftirlit nægilegt að mati þingmannsins. Ég hjó líka aðeins eftir því að þingmaðurinn sagði að enginn lögreglumaður vilji hafa skemmt epli sér við hlið. Þetta skýtur nokkuð skökku við þar sem formaður landssambands lögreglumanna hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við lögreglumann sem var dæmdur sekur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir líkamsárás í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu. Að lokum segir þingmaðurinn í grein sinni að 90% fólks treysti lögreglunni og að engin ástæða sé til að ætla að það traust sé byggt á sandi. Förum yfir það sem liggur fyrir í málinu: - Lögreglan kom vopnum fyrir í lögreglubílum úti á landi fyrir mörgum árum. Þetta var aldrei tilkynnt opinberlega og kom almenningi í opna skjöldu þegar þetta kom fram nýverið - Vopnanotkun lögreglu var byggð í mörg ár á leynilegum reglum, sem var brot á stjórnarskrá. Þessar reglur voru ekki birtar fyrr en fjölmiðlar komust á snoðir um málið og eftir mikla baráttu - Lögreglan reyndi leynilega að afla sér töluverðs fjölda af skotvopnum frá Noregi. Fram hefur komið að innflutningur vopnanna átti sér ekki stoð í lögum. Málið komst bara upp því að fjölmiðlar komust á snoðir um það - Lögreglan ákveður að setja byssur í lögreglubíla á höfuðborgarsvæðinu. Sú ákvörðun á sér í það minnsta óljósa lagastoð og er byggð á fullyrðingum ríkislögreglustjóra um mikla aðsteðjandi ógn, sem er í andstöðu við allar fyrirliggjandi upplýsingar og gögn um stöðu mála hér á landi. Það er ljóst að einhverjum innan lögreglunnar er mjög í mun að auka vopnavæðingu hennar, þó hefur aldrei takist að sýna fram á að nein raunveruleg þörf sé á því. Ofbeldisglæpum fer fækkandi, ekkert bendir til að hryðjuverk séu yfirvofandi eða að aukinn vopnaburður myndi stemma stigu við því þó svo væri. Landsmenn treysta í dag lögreglunni vel, við skulum því vinna að því að svo verði áfram, í stað þess að ýta í átt sem er í berhöggi við vilja almennings og sýn hans á íslensk lögreglustörf. Að lokum vil ég nefna nokkuð sem ég vona að þingmaðurinn og ég séum sammála um. Ef að lögreglan vill að almenningur treysti sér hvað varðar meðferð vopna þá ætti hún að hætta leynimakkinu og hafa Alþingi og almenning með í ráðum. Það er nefnilega þjóðin sem á að ráða.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar