Við erum við Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 3. desember 2015 07:00 Lesandi góður, lest þú fréttir og greinar um málefni aldraðra í dagblöðum? Lestu aðsendar greinar frá eldri borgurum þar sem þeir fjalla um málefni og kjör aldraðra? Finnst þér þeirra málefni eiga erindi til þín? Eða höfðar þessi málaflokkur ekki til þín af því að enn eru mörg ár í að þú munir tilheyra þessum hópi og þurfir að hafa áhyggjur af kjörum aldraðra? Trúirðu því kannski að þau séu alveg nógu góð, eða verði örugglega orðin góð eftir 15, 20, 30 eða 50 ár, hvenær sem það verður að þú getir kallast eldri borgari? Eða viltu kannski bara ekkert horfast í augu við að þú eigir eftir að eldast? Ég var svo heppin að fá að vinna á elli- og hjúkrunarheimili þegar ég var nýskriðin yfir tvítugt. Þar var nú oft líf og fjör og ýmislegt brallað enda kynntist ég alls konar fólki þarna og gekk í gegnum sorg og gleði með þeim. Þessi reynsla gaf mér svo stórkostlega innsýn í lífið og tilveruna og var svo dýrmætt veganesti út í lífið að síðan þá hef ég verið þeirrar skoðunar að öll ungmenni ættu að vinna í að minnsta kosti eitt sumar á slíkum vinnustað, helst ætti það að vera skyldustarfsreynsla í lífsleikni í grunn- eða framhaldsskólum. Ég hafði jú alveg umgengist afa mína og ömmur og eldra fólk í sveitinni minni, fólk sem ég leit ekkert sérstaklega á sem „aldraða“ heldur bara fólk sem gekk til verka eins og það gat og var ekkert að spá í eftirlaunaaldur. Samfélagið á elliheimilinu var mér því dálítið ókunnugt og hugmyndir mínar um það kannski litaðar af því hvernig rætt var um „aldraða“ í fjölmiðlum, eins og þetta væri einsleitur hópur fólks, öll eins og klippt út úr íslenskri barnabók; góðlegar ömmur með grátt hárið sett upp í hnút, bakandi kleinur og hjónabandssælu og stríðnislegir afar með rauðan tóbaksklút og segjandi skröksögur. En sem betur fer áttaði ég mig fljótlega á að hver einstaklingur heldur sínum persónueinkennum og áhugamálum langt fram yfir 67 ára aldurinn. Lítið samfélag inni á slíkri stofnun er því bara þverskurður af samfélaginu öllu. Og þar með rann upp fyrir mér að „aldraðir“ væru einfaldlega bara „við“. Við eigum vonandi flest eftir að verða öldruð, við getum öll átt eftir að glíma við ýmsa kvilla tengda hækkandi aldri, við eigum öll eftir að þurfa að hætta að vinna hvort sem okkur líkar betur eða verr og þurfa að treysta meira á samfélagið í kringum okkur, við eigum öll eftir að upplifa takmörkun á tekjumöguleikum og jafnvel tekjumissi, ef fram fer sem horfir. Það er hins vegar óþolandi lenska að tala um „aldraða“ sem einhvern óræðan hóp í 3. persónu. „Við“ og svo „aldraðir“. „Aldraðir“ eru ekki hafðir með í ráðum, „aldraðir“ hafa ekki skoðanir, „aldraðir“ þurfa ekki eins miklar tekjur og „við“, „aldraðir“ hafa allt aðrar þarfir en „við“, „aldraðir“ hafa ekki gaman af sömu hlutum og „við“ og „aldraðir“ þurfa ekki eins gott félagslíf og „við“. „Við“ göngum alltaf fyrir „öldruðum“. Mig rámar í yfirlætisleg slagorð á borð við „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ eða eitthvað í þá veruna. Hversu óþolandi hlýtur það að hafa verið að þurfa að hlusta á þetta glymjandi í sjónvarpi og útvarpi sí og æ? Eins og maður væri einhver utanáliggjandi pakki á samfélaginu sem þyrfti sérstaka aðhlynningu, en ekki einfaldlega partur af samfélaginu lengur? Bara af því að 67. afmælisdagurinn var liðinn? Og þrátt fyrir alla væmni í garð „aldraðra“ sem dregin er fram í kosningabaráttu og á aðventunni og kannski 17. júní, þá er samt komið fram við „aldraða“ eins og aðskotahluti í samfélaginu og lítið tillit tekið til þeirra þarfa og lífskjara. Kannski vegna þess að ef við bara bíðum nógu lengi þagna raddir þeirra, eðlilega. Framkoma þessa samfélags við stóran, en lágværan, hluta þess er náttúrulega algjörlega til skammar og hefur verið það lengi. En hvað ef við hættum að nota þetta orð „aldraðir“ og tölum bara um „okkur“? „Við“ verðum „aldraðir“ einn daginn, höldum við þá virkilega að líf okkar muni umturnast og allt það sem okkur þykir sjálfsagt í dag verði óþarfi? Að geta lifað sómasamlegu lífi? Að geta tekið þátt í félagslífi og íþróttum? Að geta sótt menningarviðburði? Að geta farið út að borða til að gera okkur dagamun? Að geta pantað pitsu á föstudagskvöldum? Að geta boðið fólki í mat? Að geta farið til útlanda? Að geta skoðað landið okkar á fallegum sumardögum? Að geta klætt okkur upp? Að geta keypt okkur nýja skó? Að geta farið í klippingu og litun? Að geta keypt áskrift að fjölmiðlum? Að geta endurnýjað tölvukostinn til að vera í sambandi við umheiminn á netinu? „Aldraðir“ eru ekki einhver óþekkt stærð í samfélaginu sem þarf alltaf að mæta afgangi, þetta eru foreldrar okkar og afar og ömmur. „Þau“ eru stór hluti af samfélaginu en standa ekki utan við það. „Þau“ eru „við“. „Við“ höfum komið skelfilega illa fram við „okkur“ í mörg, mörg ár. „Við“ súpum væntanlega seyðið af því þegar „við“ komumst á eftirlaunaaldur, nema að við spýtum í lófana núna og lagfærum það sem aflaga hefur farið og sýnum fyrirhyggju. Ég held að það gæti hjálpað heilmikið við hugarfarsbreytinguna ef við hættum að tala um „aldraða“ heldur „okkur á efri árum“ eða „okkur í framtíðinni” og „við“ í staðinn fyrir „þau“. Prófaðu bara! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Lesandi góður, lest þú fréttir og greinar um málefni aldraðra í dagblöðum? Lestu aðsendar greinar frá eldri borgurum þar sem þeir fjalla um málefni og kjör aldraðra? Finnst þér þeirra málefni eiga erindi til þín? Eða höfðar þessi málaflokkur ekki til þín af því að enn eru mörg ár í að þú munir tilheyra þessum hópi og þurfir að hafa áhyggjur af kjörum aldraðra? Trúirðu því kannski að þau séu alveg nógu góð, eða verði örugglega orðin góð eftir 15, 20, 30 eða 50 ár, hvenær sem það verður að þú getir kallast eldri borgari? Eða viltu kannski bara ekkert horfast í augu við að þú eigir eftir að eldast? Ég var svo heppin að fá að vinna á elli- og hjúkrunarheimili þegar ég var nýskriðin yfir tvítugt. Þar var nú oft líf og fjör og ýmislegt brallað enda kynntist ég alls konar fólki þarna og gekk í gegnum sorg og gleði með þeim. Þessi reynsla gaf mér svo stórkostlega innsýn í lífið og tilveruna og var svo dýrmætt veganesti út í lífið að síðan þá hef ég verið þeirrar skoðunar að öll ungmenni ættu að vinna í að minnsta kosti eitt sumar á slíkum vinnustað, helst ætti það að vera skyldustarfsreynsla í lífsleikni í grunn- eða framhaldsskólum. Ég hafði jú alveg umgengist afa mína og ömmur og eldra fólk í sveitinni minni, fólk sem ég leit ekkert sérstaklega á sem „aldraða“ heldur bara fólk sem gekk til verka eins og það gat og var ekkert að spá í eftirlaunaaldur. Samfélagið á elliheimilinu var mér því dálítið ókunnugt og hugmyndir mínar um það kannski litaðar af því hvernig rætt var um „aldraða“ í fjölmiðlum, eins og þetta væri einsleitur hópur fólks, öll eins og klippt út úr íslenskri barnabók; góðlegar ömmur með grátt hárið sett upp í hnút, bakandi kleinur og hjónabandssælu og stríðnislegir afar með rauðan tóbaksklút og segjandi skröksögur. En sem betur fer áttaði ég mig fljótlega á að hver einstaklingur heldur sínum persónueinkennum og áhugamálum langt fram yfir 67 ára aldurinn. Lítið samfélag inni á slíkri stofnun er því bara þverskurður af samfélaginu öllu. Og þar með rann upp fyrir mér að „aldraðir“ væru einfaldlega bara „við“. Við eigum vonandi flest eftir að verða öldruð, við getum öll átt eftir að glíma við ýmsa kvilla tengda hækkandi aldri, við eigum öll eftir að þurfa að hætta að vinna hvort sem okkur líkar betur eða verr og þurfa að treysta meira á samfélagið í kringum okkur, við eigum öll eftir að upplifa takmörkun á tekjumöguleikum og jafnvel tekjumissi, ef fram fer sem horfir. Það er hins vegar óþolandi lenska að tala um „aldraða“ sem einhvern óræðan hóp í 3. persónu. „Við“ og svo „aldraðir“. „Aldraðir“ eru ekki hafðir með í ráðum, „aldraðir“ hafa ekki skoðanir, „aldraðir“ þurfa ekki eins miklar tekjur og „við“, „aldraðir“ hafa allt aðrar þarfir en „við“, „aldraðir“ hafa ekki gaman af sömu hlutum og „við“ og „aldraðir“ þurfa ekki eins gott félagslíf og „við“. „Við“ göngum alltaf fyrir „öldruðum“. Mig rámar í yfirlætisleg slagorð á borð við „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ eða eitthvað í þá veruna. Hversu óþolandi hlýtur það að hafa verið að þurfa að hlusta á þetta glymjandi í sjónvarpi og útvarpi sí og æ? Eins og maður væri einhver utanáliggjandi pakki á samfélaginu sem þyrfti sérstaka aðhlynningu, en ekki einfaldlega partur af samfélaginu lengur? Bara af því að 67. afmælisdagurinn var liðinn? Og þrátt fyrir alla væmni í garð „aldraðra“ sem dregin er fram í kosningabaráttu og á aðventunni og kannski 17. júní, þá er samt komið fram við „aldraða“ eins og aðskotahluti í samfélaginu og lítið tillit tekið til þeirra þarfa og lífskjara. Kannski vegna þess að ef við bara bíðum nógu lengi þagna raddir þeirra, eðlilega. Framkoma þessa samfélags við stóran, en lágværan, hluta þess er náttúrulega algjörlega til skammar og hefur verið það lengi. En hvað ef við hættum að nota þetta orð „aldraðir“ og tölum bara um „okkur“? „Við“ verðum „aldraðir“ einn daginn, höldum við þá virkilega að líf okkar muni umturnast og allt það sem okkur þykir sjálfsagt í dag verði óþarfi? Að geta lifað sómasamlegu lífi? Að geta tekið þátt í félagslífi og íþróttum? Að geta sótt menningarviðburði? Að geta farið út að borða til að gera okkur dagamun? Að geta pantað pitsu á föstudagskvöldum? Að geta boðið fólki í mat? Að geta farið til útlanda? Að geta skoðað landið okkar á fallegum sumardögum? Að geta klætt okkur upp? Að geta keypt okkur nýja skó? Að geta farið í klippingu og litun? Að geta keypt áskrift að fjölmiðlum? Að geta endurnýjað tölvukostinn til að vera í sambandi við umheiminn á netinu? „Aldraðir“ eru ekki einhver óþekkt stærð í samfélaginu sem þarf alltaf að mæta afgangi, þetta eru foreldrar okkar og afar og ömmur. „Þau“ eru stór hluti af samfélaginu en standa ekki utan við það. „Þau“ eru „við“. „Við“ höfum komið skelfilega illa fram við „okkur“ í mörg, mörg ár. „Við“ súpum væntanlega seyðið af því þegar „við“ komumst á eftirlaunaaldur, nema að við spýtum í lófana núna og lagfærum það sem aflaga hefur farið og sýnum fyrirhyggju. Ég held að það gæti hjálpað heilmikið við hugarfarsbreytinguna ef við hættum að tala um „aldraða“ heldur „okkur á efri árum“ eða „okkur í framtíðinni” og „við“ í staðinn fyrir „þau“. Prófaðu bara!
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar