

Skynsamleg viðbrögð?
Án þess að ég telji mig þess umkomna að meta hvað gerðist í þessum harmleik vil ég benda á nokkur mikilvæg atriði. Það er löngu tímabært að lögregla, saksóknari og dómarar átti sig á að þegar þeir leggja mat á trúverðugleika fólks er hyggjuviti þeirra takmörk sett. Þekking á lögum gerir fólk ekki sérfrótt um mannlega hegðun en hvors tveggja er þörf þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Það eru til dæmis alvarleg mistök að ganga út frá þeirri forsendu að fólk í áfalli hegði sér á tiltekinn hátt. Þannig er óforsvaranlegt að ráða af atferli stúlkunnar af upptöku úr eftirlitsmyndavél að hún hafi ekki orðið fyrir alvarlegu broti.
Jafn fjarstæðukennt er að ætla að gerendur og þolendur hegði sér skynsamlega í kjölfar nauðgunar. Eftir nauðgun er mjög algengt að báðir aðilar láti eins og allt hafi farið fram með eðlilegum hætti. Gerandi afneitar ábyrgð og sektarkennd en þolandi afneitar vitneskju sem er til þess fallin að valda honum óöryggi eða ótta. Þess vegna getur hann spjallað við nauðgara sinn í síma eða á Facebook og talað af léttúð um það sem gerðist. Að draga þá ályktun að ekkert saknæmt hafi gerst vegna þess að þolandi sýnir af sér „venjulega“ hegðun er fullkomlega óforsvaranlegt.
Þegar maður leggur mat á hegðun og ætlun annarra er lykilatriði að vera meðvitaður um þætti sem hafa áhrif á samkennd sína svo sem kyn, aldur, persónuleika, gildismat, reynslu og þjóðfélagsstöðu. Við lestur dómsins velti ég fyrir mér hvar samkennd dómara lá en þar stendur meðal annars: „framburður ákærðu sé trúverðugur og hefur hver þeirra um sig greint HREINSKILNISLEGA frá“ (leturbreyting mín). Vitnisburður stúlkunnar „hefur verið breytilegur um sumt“ og „hún mundi sumt illa“. Minnisleysi og reikull framburður kemur engum á óvart sem hefur starfað með fólki í kjölfar áfalla en í dómnum sýnist mér hvort tveggja vera talið renna stoðum undir það mat að hún sé ótrúverðug.
Er hægt að læra af öðrum?
Helena Kennedy, breskur málafærslumaður og sérfræðingur í mannréttindalögum, barðist árum saman fyrir því að fá geðlækna, sálgreina og sálfræðinga inn í réttarsal til að varpa ljósi á flókin og margbrotin tengsl og samskipti brotaþola og gerenda. Viðkvæðið var gjarnan að dómarar gerðu sér fulla grein fyrir því að það væri ekki gott að vera barinn eða misþyrmt kynferðislega, það þyrfti ekki sérfræðinga til að útskýra slíkt. Samt héldu spurningar á borð við þessar áfram að skjóta upp kollinum: „Af hverju fórstu ekki frá manninum ef hann var svona vondur við þig?“ „Af hverju sagðirðu ekki foreldrum þínum, kennara eða lögreglunni frá því að þú hefðir verið beitt kynferðislegu ofbeldi, ef það gerðist þá yfirleitt?“
Kennedy segir að smám saman sé ný kynslóð dómara að átta sig á hversu margslungin ofbeldissambönd séu. Greina megi meiri vilja til að líta undir yfirborð hlutanna og leita skilnings á hegðun sem oft á tíðum sé óskiljanleg fyrir sérfræðinga í lögum.
Því miður virðast íslenskir dómarar standa í þeirri trú að þeir séu fullfærir um að meta hvað megi teljast eðlileg viðbrögð fólks. Ég veit ekki hvort þeir óttist hlutdrægni sérfræðinga en þeir sem hafa haldgóða menntun á þessu sviði draga ekki taum ákveðinna hópa. Má í því sambandi benda á rannsóknir Gísla Guðjónssonar, réttarsálfræðings í London, sem urðu til þess að ógilda sakfellingar sem voru byggðar á hegðun sem dómurum þótti fjarstæðukennd á sínum tíma; fólk játaði á sig glæpi sem það var saklaust af. Hversu skynsamlegt er það?
Ef dómar um sýknu og sekt í kynferðisbrotamálum endurspegluðu veruleikann væri rökrétt að draga þá ályktun að kynferðisbrot væru afar sjaldgæf og að þeir sem kærðu þau segðu sjaldnar satt en meintir gerendur. Ef það er ríkjandi skoðun meðal dómara skil ég stöðuna í dag. Ef þeir eru ósammála þeirri ályktun þætti mér eðlilegt að þeir færu fremstir í flokki við að beita sér fyrir umbótum á réttarkerfinu. Starfstétt sem kemst ítrekað að jafnumdeildum niðurstöðum og raun ber vitni hlýtur að vera mjög áhyggjufull.
Skoðun

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar