Skynsamleg viðbrögð? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 3. desember 2015 07:00 Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. Án þess að ég telji mig þess umkomna að meta hvað gerðist í þessum harmleik vil ég benda á nokkur mikilvæg atriði. Það er löngu tímabært að lögregla, saksóknari og dómarar átti sig á að þegar þeir leggja mat á trúverðugleika fólks er hyggjuviti þeirra takmörk sett. Þekking á lögum gerir fólk ekki sérfrótt um mannlega hegðun en hvors tveggja er þörf þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Það eru til dæmis alvarleg mistök að ganga út frá þeirri forsendu að fólk í áfalli hegði sér á tiltekinn hátt. Þannig er óforsvaranlegt að ráða af atferli stúlkunnar af upptöku úr eftirlitsmyndavél að hún hafi ekki orðið fyrir alvarlegu broti. Jafn fjarstæðukennt er að ætla að gerendur og þolendur hegði sér skynsamlega í kjölfar nauðgunar. Eftir nauðgun er mjög algengt að báðir aðilar láti eins og allt hafi farið fram með eðlilegum hætti. Gerandi afneitar ábyrgð og sektarkennd en þolandi afneitar vitneskju sem er til þess fallin að valda honum óöryggi eða ótta. Þess vegna getur hann spjallað við nauðgara sinn í síma eða á Facebook og talað af léttúð um það sem gerðist. Að draga þá ályktun að ekkert saknæmt hafi gerst vegna þess að þolandi sýnir af sér „venjulega“ hegðun er fullkomlega óforsvaranlegt. Þegar maður leggur mat á hegðun og ætlun annarra er lykilatriði að vera meðvitaður um þætti sem hafa áhrif á samkennd sína svo sem kyn, aldur, persónuleika, gildismat, reynslu og þjóðfélagsstöðu. Við lestur dómsins velti ég fyrir mér hvar samkennd dómara lá en þar stendur meðal annars: „framburður ákærðu sé trúverðugur og hefur hver þeirra um sig greint HREINSKILNISLEGA frá“ (leturbreyting mín). Vitnisburður stúlkunnar „hefur verið breytilegur um sumt“ og „hún mundi sumt illa“. Minnisleysi og reikull framburður kemur engum á óvart sem hefur starfað með fólki í kjölfar áfalla en í dómnum sýnist mér hvort tveggja vera talið renna stoðum undir það mat að hún sé ótrúverðug.Er hægt að læra af öðrum? Helena Kennedy, breskur málafærslumaður og sérfræðingur í mannréttindalögum, barðist árum saman fyrir því að fá geðlækna, sálgreina og sálfræðinga inn í réttarsal til að varpa ljósi á flókin og margbrotin tengsl og samskipti brotaþola og gerenda. Viðkvæðið var gjarnan að dómarar gerðu sér fulla grein fyrir því að það væri ekki gott að vera barinn eða misþyrmt kynferðislega, það þyrfti ekki sérfræðinga til að útskýra slíkt. Samt héldu spurningar á borð við þessar áfram að skjóta upp kollinum: „Af hverju fórstu ekki frá manninum ef hann var svona vondur við þig?“ „Af hverju sagðirðu ekki foreldrum þínum, kennara eða lögreglunni frá því að þú hefðir verið beitt kynferðislegu ofbeldi, ef það gerðist þá yfirleitt?“ Kennedy segir að smám saman sé ný kynslóð dómara að átta sig á hversu margslungin ofbeldissambönd séu. Greina megi meiri vilja til að líta undir yfirborð hlutanna og leita skilnings á hegðun sem oft á tíðum sé óskiljanleg fyrir sérfræðinga í lögum. Því miður virðast íslenskir dómarar standa í þeirri trú að þeir séu fullfærir um að meta hvað megi teljast eðlileg viðbrögð fólks. Ég veit ekki hvort þeir óttist hlutdrægni sérfræðinga en þeir sem hafa haldgóða menntun á þessu sviði draga ekki taum ákveðinna hópa. Má í því sambandi benda á rannsóknir Gísla Guðjónssonar, réttarsálfræðings í London, sem urðu til þess að ógilda sakfellingar sem voru byggðar á hegðun sem dómurum þótti fjarstæðukennd á sínum tíma; fólk játaði á sig glæpi sem það var saklaust af. Hversu skynsamlegt er það? Ef dómar um sýknu og sekt í kynferðisbrotamálum endurspegluðu veruleikann væri rökrétt að draga þá ályktun að kynferðisbrot væru afar sjaldgæf og að þeir sem kærðu þau segðu sjaldnar satt en meintir gerendur. Ef það er ríkjandi skoðun meðal dómara skil ég stöðuna í dag. Ef þeir eru ósammála þeirri ályktun þætti mér eðlilegt að þeir færu fremstir í flokki við að beita sér fyrir umbótum á réttarkerfinu. Starfstétt sem kemst ítrekað að jafnumdeildum niðurstöðum og raun ber vitni hlýtur að vera mjög áhyggjufull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. Án þess að ég telji mig þess umkomna að meta hvað gerðist í þessum harmleik vil ég benda á nokkur mikilvæg atriði. Það er löngu tímabært að lögregla, saksóknari og dómarar átti sig á að þegar þeir leggja mat á trúverðugleika fólks er hyggjuviti þeirra takmörk sett. Þekking á lögum gerir fólk ekki sérfrótt um mannlega hegðun en hvors tveggja er þörf þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Það eru til dæmis alvarleg mistök að ganga út frá þeirri forsendu að fólk í áfalli hegði sér á tiltekinn hátt. Þannig er óforsvaranlegt að ráða af atferli stúlkunnar af upptöku úr eftirlitsmyndavél að hún hafi ekki orðið fyrir alvarlegu broti. Jafn fjarstæðukennt er að ætla að gerendur og þolendur hegði sér skynsamlega í kjölfar nauðgunar. Eftir nauðgun er mjög algengt að báðir aðilar láti eins og allt hafi farið fram með eðlilegum hætti. Gerandi afneitar ábyrgð og sektarkennd en þolandi afneitar vitneskju sem er til þess fallin að valda honum óöryggi eða ótta. Þess vegna getur hann spjallað við nauðgara sinn í síma eða á Facebook og talað af léttúð um það sem gerðist. Að draga þá ályktun að ekkert saknæmt hafi gerst vegna þess að þolandi sýnir af sér „venjulega“ hegðun er fullkomlega óforsvaranlegt. Þegar maður leggur mat á hegðun og ætlun annarra er lykilatriði að vera meðvitaður um þætti sem hafa áhrif á samkennd sína svo sem kyn, aldur, persónuleika, gildismat, reynslu og þjóðfélagsstöðu. Við lestur dómsins velti ég fyrir mér hvar samkennd dómara lá en þar stendur meðal annars: „framburður ákærðu sé trúverðugur og hefur hver þeirra um sig greint HREINSKILNISLEGA frá“ (leturbreyting mín). Vitnisburður stúlkunnar „hefur verið breytilegur um sumt“ og „hún mundi sumt illa“. Minnisleysi og reikull framburður kemur engum á óvart sem hefur starfað með fólki í kjölfar áfalla en í dómnum sýnist mér hvort tveggja vera talið renna stoðum undir það mat að hún sé ótrúverðug.Er hægt að læra af öðrum? Helena Kennedy, breskur málafærslumaður og sérfræðingur í mannréttindalögum, barðist árum saman fyrir því að fá geðlækna, sálgreina og sálfræðinga inn í réttarsal til að varpa ljósi á flókin og margbrotin tengsl og samskipti brotaþola og gerenda. Viðkvæðið var gjarnan að dómarar gerðu sér fulla grein fyrir því að það væri ekki gott að vera barinn eða misþyrmt kynferðislega, það þyrfti ekki sérfræðinga til að útskýra slíkt. Samt héldu spurningar á borð við þessar áfram að skjóta upp kollinum: „Af hverju fórstu ekki frá manninum ef hann var svona vondur við þig?“ „Af hverju sagðirðu ekki foreldrum þínum, kennara eða lögreglunni frá því að þú hefðir verið beitt kynferðislegu ofbeldi, ef það gerðist þá yfirleitt?“ Kennedy segir að smám saman sé ný kynslóð dómara að átta sig á hversu margslungin ofbeldissambönd séu. Greina megi meiri vilja til að líta undir yfirborð hlutanna og leita skilnings á hegðun sem oft á tíðum sé óskiljanleg fyrir sérfræðinga í lögum. Því miður virðast íslenskir dómarar standa í þeirri trú að þeir séu fullfærir um að meta hvað megi teljast eðlileg viðbrögð fólks. Ég veit ekki hvort þeir óttist hlutdrægni sérfræðinga en þeir sem hafa haldgóða menntun á þessu sviði draga ekki taum ákveðinna hópa. Má í því sambandi benda á rannsóknir Gísla Guðjónssonar, réttarsálfræðings í London, sem urðu til þess að ógilda sakfellingar sem voru byggðar á hegðun sem dómurum þótti fjarstæðukennd á sínum tíma; fólk játaði á sig glæpi sem það var saklaust af. Hversu skynsamlegt er það? Ef dómar um sýknu og sekt í kynferðisbrotamálum endurspegluðu veruleikann væri rökrétt að draga þá ályktun að kynferðisbrot væru afar sjaldgæf og að þeir sem kærðu þau segðu sjaldnar satt en meintir gerendur. Ef það er ríkjandi skoðun meðal dómara skil ég stöðuna í dag. Ef þeir eru ósammála þeirri ályktun þætti mér eðlilegt að þeir færu fremstir í flokki við að beita sér fyrir umbótum á réttarkerfinu. Starfstétt sem kemst ítrekað að jafnumdeildum niðurstöðum og raun ber vitni hlýtur að vera mjög áhyggjufull.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun