Ofbeldið og landsbyggðirnar Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 4. desember 2015 07:00 Þær umræður sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði um ofbeldi í íslensku samfélagi, ekki síst kynferðisofbeldi, sýna og sanna að mikil þörf er á umræðum, vakningu og aðgerðum. Það verður aldrei rætt nógu mikið um kynferðisofbeldi og þær afleiðingar sem það hefur bæði á sál og líkama þeirra sem fyrir því verða. Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi boðar Jafnréttisstofa til málþings 4. desember ásamt Háskólanum á Akureyri og Aflinu þar sem sjónum verður sérstaklega beint að landsbyggðunum. Málþingið verður haldið að Borgum við Norðurslóð á Akureyri og hefst kl. 12.45. Það gefur auga leið að konur og börn sem einkum verða fyrir alvarlegu ofbeldi í nánum samböndum sem og kynferðisofbeldi eiga því erfiðara með að leita sér aðstoðar því fjær sem þau búa frá höfuðborgarsvæðinu. Það getur verið mjög langt á næsta sjúkrahús eða heilsugæslustöð og hvað á þá að gera? Ef kona þarf að leggja á flótta undan ofbeldismanni vandast málið heldur betur. Eina kvennaathvarf landsins er í Reykjavík og þangað þurfa konur að komast ef niðurstaðan verður sú að leita þangað.Ofbeldið er lýðheilsumál Svíar gerðu mikla úttekt á ofbeldismálum hjá sér og lauk henni árið 2014. Meginniðurstaðan var sú að kynbundið ofbeldi væri lýðheilsumál sem þyrfti að nálgast frá mörgum hliðum. Löggjöfin þarf að vera öflug, lögreglan í stakk búin til að taka á málum, heilbrigðisþjónustan í viðbragðsstöðu, félagsþjónustan með margs konar úrræði og barnaverndin með blikkandi ljós. Þá er mikil þörf á bættri menntun fagstétta, rannsóknum og stöðugri fræðslu til almennings. Af þessu getum við mikið lært því víða er pottur brotinn hér á landi. Það má segja að íslensk stjórnvöld hafi fremur valið þá leið að styrkja frjáls félagasamtök til að vinna með þolendum ofbeldis fremur en að byggja upp opinbera þjónustu. Spurningin er hvort við þurfum ekki hvort tveggja. Kvennaathvarfið, Stígamót og systursamtök þeirra hafa unnið frábært starf í áratugi en betur má ef duga skal. Við erum að glíma við aldagamla og djúpstæða ofbeldismenningu, kynjakerfið og átök þar sem einstaklingar koma við sögu.Hver ber ábyrgðina? Hvernig er staðan á landsbyggðinni? Á Ísafirði starfa samtökin Sólstafir við að aðstoða konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi og á Akureyri er Aflið. Undirrituð hefur fylgst með störfum Aflsins undanfarin ár og það má fullyrða að þær konur sem standa að Aflinu vinna gríðarlegt starf. Þær aðstoða brotaþola kynferðisofbeldis og virka sem kvennaathvarf, því þær skjóta oft skjólshúsi yfir konur á flótta. Engu að síður eru styrkir til þeirra skornir niður við trog og eru ekki í neinu samræmi við þörfina. Hver ber ábyrgð á þjónustu við brotaþola? Hver er ábyrgð ríkisins, t.d. hvað varðar heilbrigðisþjónustu, sálfræðiaðstoð, aðgerðir lögreglu, menntun fagstétta, vitnavernd og fræðslu fyrir almenning, að ekki sé nú minnst á fræðslu fyrir dómara? Hver er ábyrgð sveitarfélaga þegar kemur að félagslegum úrræðum, aðstoð við börn, tilkynningaskyldu og stuðningi við félagasamtök sem veita brotaþolum jafningjaþjónustu? Hvernig reynast þau úrræði sem standa til boða, t.d. samvinna lögreglu og félagsmálayfirvalda sem kenndar hafa verið við Suðurnesjaleiðina? Hverju er verkefnið Karlar til ábyrgðar að skila en það býður upp á meðferð fyrir karla sem beita maka sína ofbeldi og nú síðast hefur verið boðið upp á sambærilega þjónustu fyrir konur. Þarf ekki að efla þjónustu við þolendur ofbeldis í heimabyggð? Allt þetta þarf að ræða en síðast en ekki síst þurfum við að innleiða Istanbúlsamninginn sem fjallar um baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi og vinna samkvæmt honum. Hann leggur ríkar skyldur á hendur yfirvalda og þeim þarf að sinna strax. Sýnum ofbeldismenningunni enga linkind heldur kveðum hana niður.Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þær umræður sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði um ofbeldi í íslensku samfélagi, ekki síst kynferðisofbeldi, sýna og sanna að mikil þörf er á umræðum, vakningu og aðgerðum. Það verður aldrei rætt nógu mikið um kynferðisofbeldi og þær afleiðingar sem það hefur bæði á sál og líkama þeirra sem fyrir því verða. Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi boðar Jafnréttisstofa til málþings 4. desember ásamt Háskólanum á Akureyri og Aflinu þar sem sjónum verður sérstaklega beint að landsbyggðunum. Málþingið verður haldið að Borgum við Norðurslóð á Akureyri og hefst kl. 12.45. Það gefur auga leið að konur og börn sem einkum verða fyrir alvarlegu ofbeldi í nánum samböndum sem og kynferðisofbeldi eiga því erfiðara með að leita sér aðstoðar því fjær sem þau búa frá höfuðborgarsvæðinu. Það getur verið mjög langt á næsta sjúkrahús eða heilsugæslustöð og hvað á þá að gera? Ef kona þarf að leggja á flótta undan ofbeldismanni vandast málið heldur betur. Eina kvennaathvarf landsins er í Reykjavík og þangað þurfa konur að komast ef niðurstaðan verður sú að leita þangað.Ofbeldið er lýðheilsumál Svíar gerðu mikla úttekt á ofbeldismálum hjá sér og lauk henni árið 2014. Meginniðurstaðan var sú að kynbundið ofbeldi væri lýðheilsumál sem þyrfti að nálgast frá mörgum hliðum. Löggjöfin þarf að vera öflug, lögreglan í stakk búin til að taka á málum, heilbrigðisþjónustan í viðbragðsstöðu, félagsþjónustan með margs konar úrræði og barnaverndin með blikkandi ljós. Þá er mikil þörf á bættri menntun fagstétta, rannsóknum og stöðugri fræðslu til almennings. Af þessu getum við mikið lært því víða er pottur brotinn hér á landi. Það má segja að íslensk stjórnvöld hafi fremur valið þá leið að styrkja frjáls félagasamtök til að vinna með þolendum ofbeldis fremur en að byggja upp opinbera þjónustu. Spurningin er hvort við þurfum ekki hvort tveggja. Kvennaathvarfið, Stígamót og systursamtök þeirra hafa unnið frábært starf í áratugi en betur má ef duga skal. Við erum að glíma við aldagamla og djúpstæða ofbeldismenningu, kynjakerfið og átök þar sem einstaklingar koma við sögu.Hver ber ábyrgðina? Hvernig er staðan á landsbyggðinni? Á Ísafirði starfa samtökin Sólstafir við að aðstoða konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi og á Akureyri er Aflið. Undirrituð hefur fylgst með störfum Aflsins undanfarin ár og það má fullyrða að þær konur sem standa að Aflinu vinna gríðarlegt starf. Þær aðstoða brotaþola kynferðisofbeldis og virka sem kvennaathvarf, því þær skjóta oft skjólshúsi yfir konur á flótta. Engu að síður eru styrkir til þeirra skornir niður við trog og eru ekki í neinu samræmi við þörfina. Hver ber ábyrgð á þjónustu við brotaþola? Hver er ábyrgð ríkisins, t.d. hvað varðar heilbrigðisþjónustu, sálfræðiaðstoð, aðgerðir lögreglu, menntun fagstétta, vitnavernd og fræðslu fyrir almenning, að ekki sé nú minnst á fræðslu fyrir dómara? Hver er ábyrgð sveitarfélaga þegar kemur að félagslegum úrræðum, aðstoð við börn, tilkynningaskyldu og stuðningi við félagasamtök sem veita brotaþolum jafningjaþjónustu? Hvernig reynast þau úrræði sem standa til boða, t.d. samvinna lögreglu og félagsmálayfirvalda sem kenndar hafa verið við Suðurnesjaleiðina? Hverju er verkefnið Karlar til ábyrgðar að skila en það býður upp á meðferð fyrir karla sem beita maka sína ofbeldi og nú síðast hefur verið boðið upp á sambærilega þjónustu fyrir konur. Þarf ekki að efla þjónustu við þolendur ofbeldis í heimabyggð? Allt þetta þarf að ræða en síðast en ekki síst þurfum við að innleiða Istanbúlsamninginn sem fjallar um baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi og vinna samkvæmt honum. Hann leggur ríkar skyldur á hendur yfirvalda og þeim þarf að sinna strax. Sýnum ofbeldismenningunni enga linkind heldur kveðum hana niður.Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar