Dagur sjálfboðaliðans Bragi Björnsson skrifar 5. desember 2015 15:45 Daglega verja þúsundir íslendinga töluverðum tíma í sjálfboðaliðavinnu. Með óeigingjörnum störfum sínum leggja þessir einstaklingar sitt að mörkum til að auðga íslenskt samfélag og tryggja margvíslega þjónustu sem hugsanlega væri ella ekki sinnt eða kostnaður vegna hennar væri margfalt meiri. Þannig er björgunarsveitarfólk Slysavarnafélagsins Landsbjargar til taks allan sólarhringinn til að aðstoða í neyð, foreldrar og gamlir félagar tryggja snurðulausa framkvæmd íþróttaviðburða, listamenn halda listsýningar til stuðnings verðugum verkefnum, sóknarbörn sinna hjálparstarfi innan þjóðkirkjunnar og fullorðnir foringjar tryggja gæða leiðtogaþjálfun í skátahreyfingunni, svo einhver dæmi séu tekin. Oftast fara störf sjálfboðaliða fram utan hefðbundins vinnutíma þ.e. á þeim tíma sem fólk almennt sinnir fjölskyldu sinni og öðru því sem fylgir að reka heimili. Það veldur því óneitanlega að annað heimilisfólk þarf að taka á sig auknar skyldur s.s. vegna ummönnunar barna, heimilisstörf og jafnvel tekjuöflun. Að jafnaði er það maki sjálfboðaliðans sem tekur á sig þessar auknu byrðar til að sjálfboðaliðinn geti sinnt störfum sínum með sóma. Sjaldan er sjónum beint að þessum bakhjörlum sjálfboðaliðanna og jafnan fá þeir ekki þá viðurkenningu sem þeir verðskulda. Á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans þann 5. desember vil ég því nota tækifærið og þakka betri helmingi sjálfboðaliða fyrir þann skilning, þolinmæði og stuðning sem hann sýnir starfi sjálfboðaliðans. Án þessa stuðnings gætu sjálfboðaliðar landsins ekki sinnt sínum störfum sem skyldi og íslenska þjóðin færi á mis við framlag þeirra til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Daglega verja þúsundir íslendinga töluverðum tíma í sjálfboðaliðavinnu. Með óeigingjörnum störfum sínum leggja þessir einstaklingar sitt að mörkum til að auðga íslenskt samfélag og tryggja margvíslega þjónustu sem hugsanlega væri ella ekki sinnt eða kostnaður vegna hennar væri margfalt meiri. Þannig er björgunarsveitarfólk Slysavarnafélagsins Landsbjargar til taks allan sólarhringinn til að aðstoða í neyð, foreldrar og gamlir félagar tryggja snurðulausa framkvæmd íþróttaviðburða, listamenn halda listsýningar til stuðnings verðugum verkefnum, sóknarbörn sinna hjálparstarfi innan þjóðkirkjunnar og fullorðnir foringjar tryggja gæða leiðtogaþjálfun í skátahreyfingunni, svo einhver dæmi séu tekin. Oftast fara störf sjálfboðaliða fram utan hefðbundins vinnutíma þ.e. á þeim tíma sem fólk almennt sinnir fjölskyldu sinni og öðru því sem fylgir að reka heimili. Það veldur því óneitanlega að annað heimilisfólk þarf að taka á sig auknar skyldur s.s. vegna ummönnunar barna, heimilisstörf og jafnvel tekjuöflun. Að jafnaði er það maki sjálfboðaliðans sem tekur á sig þessar auknu byrðar til að sjálfboðaliðinn geti sinnt störfum sínum með sóma. Sjaldan er sjónum beint að þessum bakhjörlum sjálfboðaliðanna og jafnan fá þeir ekki þá viðurkenningu sem þeir verðskulda. Á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans þann 5. desember vil ég því nota tækifærið og þakka betri helmingi sjálfboðaliða fyrir þann skilning, þolinmæði og stuðning sem hann sýnir starfi sjálfboðaliðans. Án þessa stuðnings gætu sjálfboðaliðar landsins ekki sinnt sínum störfum sem skyldi og íslenska þjóðin færi á mis við framlag þeirra til samfélagsins.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar