Hvað er það sem við ekki skiljum? Þórunn Pétursdóttir skrifar 5. desember 2015 17:30 Án súrefnis lifum við í örfáar mínútur, án vatns lifum við í nokkra daga, án matar getum við skrimt í mánuð eða tvo. Virk vistkerfi framleiða fæðuna, sjá til þess að súrefni sé til staðar í andrúmsloftinu og miðla til okkar heilnæmu drykkjarvatni. Moldin gegnir lykilhlutverki í að sjá okkur fyrir þessum nauðsynjum. Allir ferlar náttúrunnar byggja á að viðhalda jafnvægi. Hringrásir kolefnis, niturs og vatns innan kerfanna þurfa að haldast heilar og nýting vistkerfa má aldrei verða svo ágeng að þanþol þeirra raskist. Annað er ávísun á vistfræðilegt hrun með tilheyrandi dómínóáhrifum. Jarðvegsvernd ætti því að vera grunnstef í allri auðlindanýtingu á landi. Það virðist mannskepnan þó skilja illa. Meira að segja í allri umræðunni sem á sér stað þessa dagana um loftslagsmál þá virðist bágt ástand vistkerfa jarðar ekki fyllilega tekið með í reikninginn. Það er samt svo augljóst. Mannfólki hefur fjölgað úr 2,5 milljörðum árið 1950 í um 7,3 milljarða í dag. Yfir sama tímabil hafa athafnir okkar haft verulega neikvæð áhrif á ferla vistkerfa heimsins og raskað jafnvægi þeirra harkalega. Um fjórðungi af landvistkerfum jarðarinnar hefur verið raskað fyrir margvíslegan landbúnað með tilheyrandi notkun á tilbúnum áburði og plöntu- og skordýraeitri. Skógeyðing er enn stunduð af fullum þunga víða um heim. Ferskvatnsnotkun hefur tvöfaldast, við stíflum ár og vötn freklega og notum gríðarleg áveitukerfi til að rækta plöntur sem eru vatnsfrekari en umhverfisaðstæður bjóða upp á. Borgvæðing malbikar stöðugt yfir stærra flæmi og stór hluti borgarvistkerfa því steingeld. Semsagt – samhliða aukinni fólksfjölgun og aukinni losun gróðurhúsalofttegunda, mestmegnis af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti, skóg- og landeyðingu og landbúnaðar, höfum við valsað óhamin um og umbreytt náttúrulegum ferlum vistkerfanna, úr öllu samhengi við forsendur um jafnvægi og virkar hringrásir! Við þurfum að sjálfsögðu að taka verklega á hvað varðar samdrátt í losun á gróðurhúsalofttegundum en það er aðeins hluti af mun stærri heildarmynd sem má ekki líta framhjá. Jarðvegsvernd og önnur umhverfis- og náttúruvernd er lífstíll sem við sem einstaklingar og þjóð þurfum að tileinka okkur til framtíðar og þannig leggja okkar af mörkunum hér heima fyrir sem og í samfélagi þjóðanna. Þetta eru ekki umfjöllunarefni sem hægt er að afgreiða með átaki og leggja svo til hliðar þar til einhverjum dettur í hug að dusta af þeim rykið og veifa á nýjan leik. Þetta eru einu leiðirnar sem eru raunverulega færar til að bregðast við stöðunni sem við erum sjálf búin að koma okkur í. Við getum ekki lengur flokkað umhverfisvernd til vinstri eða hægri, sem hugsjónamál græningja eða tengt þau við ákveðna trú. Þau snerta okkur öll og eru undirstaða grunnvelferðar. Að lokum, 5. desember er alþjóðlegur dagur jarðvegs – til hamingju með daginn kæra mold! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Án súrefnis lifum við í örfáar mínútur, án vatns lifum við í nokkra daga, án matar getum við skrimt í mánuð eða tvo. Virk vistkerfi framleiða fæðuna, sjá til þess að súrefni sé til staðar í andrúmsloftinu og miðla til okkar heilnæmu drykkjarvatni. Moldin gegnir lykilhlutverki í að sjá okkur fyrir þessum nauðsynjum. Allir ferlar náttúrunnar byggja á að viðhalda jafnvægi. Hringrásir kolefnis, niturs og vatns innan kerfanna þurfa að haldast heilar og nýting vistkerfa má aldrei verða svo ágeng að þanþol þeirra raskist. Annað er ávísun á vistfræðilegt hrun með tilheyrandi dómínóáhrifum. Jarðvegsvernd ætti því að vera grunnstef í allri auðlindanýtingu á landi. Það virðist mannskepnan þó skilja illa. Meira að segja í allri umræðunni sem á sér stað þessa dagana um loftslagsmál þá virðist bágt ástand vistkerfa jarðar ekki fyllilega tekið með í reikninginn. Það er samt svo augljóst. Mannfólki hefur fjölgað úr 2,5 milljörðum árið 1950 í um 7,3 milljarða í dag. Yfir sama tímabil hafa athafnir okkar haft verulega neikvæð áhrif á ferla vistkerfa heimsins og raskað jafnvægi þeirra harkalega. Um fjórðungi af landvistkerfum jarðarinnar hefur verið raskað fyrir margvíslegan landbúnað með tilheyrandi notkun á tilbúnum áburði og plöntu- og skordýraeitri. Skógeyðing er enn stunduð af fullum þunga víða um heim. Ferskvatnsnotkun hefur tvöfaldast, við stíflum ár og vötn freklega og notum gríðarleg áveitukerfi til að rækta plöntur sem eru vatnsfrekari en umhverfisaðstæður bjóða upp á. Borgvæðing malbikar stöðugt yfir stærra flæmi og stór hluti borgarvistkerfa því steingeld. Semsagt – samhliða aukinni fólksfjölgun og aukinni losun gróðurhúsalofttegunda, mestmegnis af völdum bruna á jarðefnaeldsneyti, skóg- og landeyðingu og landbúnaðar, höfum við valsað óhamin um og umbreytt náttúrulegum ferlum vistkerfanna, úr öllu samhengi við forsendur um jafnvægi og virkar hringrásir! Við þurfum að sjálfsögðu að taka verklega á hvað varðar samdrátt í losun á gróðurhúsalofttegundum en það er aðeins hluti af mun stærri heildarmynd sem má ekki líta framhjá. Jarðvegsvernd og önnur umhverfis- og náttúruvernd er lífstíll sem við sem einstaklingar og þjóð þurfum að tileinka okkur til framtíðar og þannig leggja okkar af mörkunum hér heima fyrir sem og í samfélagi þjóðanna. Þetta eru ekki umfjöllunarefni sem hægt er að afgreiða með átaki og leggja svo til hliðar þar til einhverjum dettur í hug að dusta af þeim rykið og veifa á nýjan leik. Þetta eru einu leiðirnar sem eru raunverulega færar til að bregðast við stöðunni sem við erum sjálf búin að koma okkur í. Við getum ekki lengur flokkað umhverfisvernd til vinstri eða hægri, sem hugsjónamál græningja eða tengt þau við ákveðna trú. Þau snerta okkur öll og eru undirstaða grunnvelferðar. Að lokum, 5. desember er alþjóðlegur dagur jarðvegs – til hamingju með daginn kæra mold!
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar