Verðbólga og verðtrygging á mannamáli Kristófer Kristófersson skrifar 7. desember 2015 00:00 Allt frá því að ég man eftir mér hafa hugtökin verðbólga og verðtrygging verið eitur í beinum Íslendinga. Núna er kominn aukinn þrýstingur frá almenningi á annan ríkisstjórnarflokkinn að standa við kosningaloforð sín um að taka á verðtryggingunni. Til þess að skapa líflegri, fallegri og uppbyggilegri umræðu um það mál er þekking á öllum hliðum þess lykillinn. Mikil verðbólga er slæm, það eru allir hagfræðingar sammála um, lítil verðbólga er aftur á móti talin halda hagkerfum landa gangandi. Verðtrygging í sinni einföldustu mynd varðveitir verðmæti peninga í takt við verðhækkanir í samfélaginu, öðru nafni verðbólga. Segjum sem svo að þú eigir þúsund krónur í dag, fyrir hann færðu kexpakka, eftir eitt ár er sami þúsundkall í veskinu þínu en þá færðu einungis hálfan kexpakka. Verðbólga hefur því rýrt verðgildi þúsund króna seðilsins um 50%. Ef sá hinn sami hefði lagt þennan þúsundkall inn á verðtryggðan bankareikning í eitt ár (sem er reyndar ekki hægt, lágmarks binding er 3 ár fyrir verðtr. reikninga) þá hefði hann getað keypt kexpakkann, þó að kexið væri dýrara. Hver hagnast hérna á verðtryggingu? Nú að útlánum, svo virðist sem fólk telji almennt að með því að borga af verðtryggðu láni sé bankinn að stela peningum af því. Hér áður fyrr á 8. áratugnum þegar verðtrygging var ekki við lýði (fyrir 1979), tók fólk óverðtryggð lán á föstum handstýrðum vöxtum. Verðbólga varð mikil og fór langt umfram nafnvexti lánanna, hvað gerðist? Raungildi lánanna hríðféll meðan eignaverð og laun snarhækkuðu, þ.e. fólk fékk hluta af lánunum sínum gefins. Af hverju gerðist það?Nauðsynlegar rekstrartekjur banka Bankar sem lána fólki og fyrirtækjum peninga þurfa að passa sig á að fá þessa peninga aftur til baka, með vöxtum, til þess að geta starfað áfram. Vextir eru því nauðsynlegar rekstrartekjur banka. Hugsum okkur tvo banka, Verðtryggða bankann og Óverðtryggða bankann. Verðtryggði bankinn sem gefur út verðtryggð lán þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af verðbólgu, hann fær sitt áfram og setur nafnvexti sem skila honum nægum tekjum af lánunum. Óverðtryggði bankinn þarf hins vegar að passa sig á því að nafnvextir hans nái bæði yfir þær vaxtatekjur sem hann þarf og verðbólgu, en hvaða verðbólgu? Verðbólgu í dag? Nei, verðbólgu í framtíðinni. Nafnvextir Óverðtryggða bankans byggja því í raun á spámennsku um framtíðina. Nú spyr ég þig lesandi góður, ef bankinn velur vexti í dag, er ekki líklegt að hann hafi vaðið fyrir neðan sig og velji nafnvexti umfram verðbólguspár? Sú er akkúrat raunin og sagan hefur sýnt að raunvextir verðtryggðra lána eru jafnan lægri en óverðtryggðra. Sá sem sakar banka um að ræna peningum af fólki með verðtryggðum lánum verður þá að saka sama banka um að stela líklega meira af fólki með óverðtryggð lán. Ástæðan fyrir því að fólk græddi á óverðtryggðu lánunum frá 8. áratugnum var í fyrsta lagi vegna þess að bankarnir voru barnalegir og lánuðu á of lágum vöxtum og í öðru lagi vegna þess að vextir voru fastir til lengri tíma. Í dag er yfirleitt aðeins hægt að læsa vexti til 5 ára á óverðtryggðum húsnæðislánum og ég er á þeirri skoðun að bankar á Íslandi séu alls ekki barnalegir, heldur vel reknar fjármálastofnanir. Að vona að eftir þennan lestur geti lesendur byggt skoðun sína á verðtryggingu á betri grunni en ella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Allt frá því að ég man eftir mér hafa hugtökin verðbólga og verðtrygging verið eitur í beinum Íslendinga. Núna er kominn aukinn þrýstingur frá almenningi á annan ríkisstjórnarflokkinn að standa við kosningaloforð sín um að taka á verðtryggingunni. Til þess að skapa líflegri, fallegri og uppbyggilegri umræðu um það mál er þekking á öllum hliðum þess lykillinn. Mikil verðbólga er slæm, það eru allir hagfræðingar sammála um, lítil verðbólga er aftur á móti talin halda hagkerfum landa gangandi. Verðtrygging í sinni einföldustu mynd varðveitir verðmæti peninga í takt við verðhækkanir í samfélaginu, öðru nafni verðbólga. Segjum sem svo að þú eigir þúsund krónur í dag, fyrir hann færðu kexpakka, eftir eitt ár er sami þúsundkall í veskinu þínu en þá færðu einungis hálfan kexpakka. Verðbólga hefur því rýrt verðgildi þúsund króna seðilsins um 50%. Ef sá hinn sami hefði lagt þennan þúsundkall inn á verðtryggðan bankareikning í eitt ár (sem er reyndar ekki hægt, lágmarks binding er 3 ár fyrir verðtr. reikninga) þá hefði hann getað keypt kexpakkann, þó að kexið væri dýrara. Hver hagnast hérna á verðtryggingu? Nú að útlánum, svo virðist sem fólk telji almennt að með því að borga af verðtryggðu láni sé bankinn að stela peningum af því. Hér áður fyrr á 8. áratugnum þegar verðtrygging var ekki við lýði (fyrir 1979), tók fólk óverðtryggð lán á föstum handstýrðum vöxtum. Verðbólga varð mikil og fór langt umfram nafnvexti lánanna, hvað gerðist? Raungildi lánanna hríðféll meðan eignaverð og laun snarhækkuðu, þ.e. fólk fékk hluta af lánunum sínum gefins. Af hverju gerðist það?Nauðsynlegar rekstrartekjur banka Bankar sem lána fólki og fyrirtækjum peninga þurfa að passa sig á að fá þessa peninga aftur til baka, með vöxtum, til þess að geta starfað áfram. Vextir eru því nauðsynlegar rekstrartekjur banka. Hugsum okkur tvo banka, Verðtryggða bankann og Óverðtryggða bankann. Verðtryggði bankinn sem gefur út verðtryggð lán þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af verðbólgu, hann fær sitt áfram og setur nafnvexti sem skila honum nægum tekjum af lánunum. Óverðtryggði bankinn þarf hins vegar að passa sig á því að nafnvextir hans nái bæði yfir þær vaxtatekjur sem hann þarf og verðbólgu, en hvaða verðbólgu? Verðbólgu í dag? Nei, verðbólgu í framtíðinni. Nafnvextir Óverðtryggða bankans byggja því í raun á spámennsku um framtíðina. Nú spyr ég þig lesandi góður, ef bankinn velur vexti í dag, er ekki líklegt að hann hafi vaðið fyrir neðan sig og velji nafnvexti umfram verðbólguspár? Sú er akkúrat raunin og sagan hefur sýnt að raunvextir verðtryggðra lána eru jafnan lægri en óverðtryggðra. Sá sem sakar banka um að ræna peningum af fólki með verðtryggðum lánum verður þá að saka sama banka um að stela líklega meira af fólki með óverðtryggð lán. Ástæðan fyrir því að fólk græddi á óverðtryggðu lánunum frá 8. áratugnum var í fyrsta lagi vegna þess að bankarnir voru barnalegir og lánuðu á of lágum vöxtum og í öðru lagi vegna þess að vextir voru fastir til lengri tíma. Í dag er yfirleitt aðeins hægt að læsa vexti til 5 ára á óverðtryggðum húsnæðislánum og ég er á þeirri skoðun að bankar á Íslandi séu alls ekki barnalegir, heldur vel reknar fjármálastofnanir. Að vona að eftir þennan lestur geti lesendur byggt skoðun sína á verðtryggingu á betri grunni en ella.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar