Verðbólga og verðtrygging á mannamáli Kristófer Kristófersson skrifar 7. desember 2015 00:00 Allt frá því að ég man eftir mér hafa hugtökin verðbólga og verðtrygging verið eitur í beinum Íslendinga. Núna er kominn aukinn þrýstingur frá almenningi á annan ríkisstjórnarflokkinn að standa við kosningaloforð sín um að taka á verðtryggingunni. Til þess að skapa líflegri, fallegri og uppbyggilegri umræðu um það mál er þekking á öllum hliðum þess lykillinn. Mikil verðbólga er slæm, það eru allir hagfræðingar sammála um, lítil verðbólga er aftur á móti talin halda hagkerfum landa gangandi. Verðtrygging í sinni einföldustu mynd varðveitir verðmæti peninga í takt við verðhækkanir í samfélaginu, öðru nafni verðbólga. Segjum sem svo að þú eigir þúsund krónur í dag, fyrir hann færðu kexpakka, eftir eitt ár er sami þúsundkall í veskinu þínu en þá færðu einungis hálfan kexpakka. Verðbólga hefur því rýrt verðgildi þúsund króna seðilsins um 50%. Ef sá hinn sami hefði lagt þennan þúsundkall inn á verðtryggðan bankareikning í eitt ár (sem er reyndar ekki hægt, lágmarks binding er 3 ár fyrir verðtr. reikninga) þá hefði hann getað keypt kexpakkann, þó að kexið væri dýrara. Hver hagnast hérna á verðtryggingu? Nú að útlánum, svo virðist sem fólk telji almennt að með því að borga af verðtryggðu láni sé bankinn að stela peningum af því. Hér áður fyrr á 8. áratugnum þegar verðtrygging var ekki við lýði (fyrir 1979), tók fólk óverðtryggð lán á föstum handstýrðum vöxtum. Verðbólga varð mikil og fór langt umfram nafnvexti lánanna, hvað gerðist? Raungildi lánanna hríðféll meðan eignaverð og laun snarhækkuðu, þ.e. fólk fékk hluta af lánunum sínum gefins. Af hverju gerðist það?Nauðsynlegar rekstrartekjur banka Bankar sem lána fólki og fyrirtækjum peninga þurfa að passa sig á að fá þessa peninga aftur til baka, með vöxtum, til þess að geta starfað áfram. Vextir eru því nauðsynlegar rekstrartekjur banka. Hugsum okkur tvo banka, Verðtryggða bankann og Óverðtryggða bankann. Verðtryggði bankinn sem gefur út verðtryggð lán þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af verðbólgu, hann fær sitt áfram og setur nafnvexti sem skila honum nægum tekjum af lánunum. Óverðtryggði bankinn þarf hins vegar að passa sig á því að nafnvextir hans nái bæði yfir þær vaxtatekjur sem hann þarf og verðbólgu, en hvaða verðbólgu? Verðbólgu í dag? Nei, verðbólgu í framtíðinni. Nafnvextir Óverðtryggða bankans byggja því í raun á spámennsku um framtíðina. Nú spyr ég þig lesandi góður, ef bankinn velur vexti í dag, er ekki líklegt að hann hafi vaðið fyrir neðan sig og velji nafnvexti umfram verðbólguspár? Sú er akkúrat raunin og sagan hefur sýnt að raunvextir verðtryggðra lána eru jafnan lægri en óverðtryggðra. Sá sem sakar banka um að ræna peningum af fólki með verðtryggðum lánum verður þá að saka sama banka um að stela líklega meira af fólki með óverðtryggð lán. Ástæðan fyrir því að fólk græddi á óverðtryggðu lánunum frá 8. áratugnum var í fyrsta lagi vegna þess að bankarnir voru barnalegir og lánuðu á of lágum vöxtum og í öðru lagi vegna þess að vextir voru fastir til lengri tíma. Í dag er yfirleitt aðeins hægt að læsa vexti til 5 ára á óverðtryggðum húsnæðislánum og ég er á þeirri skoðun að bankar á Íslandi séu alls ekki barnalegir, heldur vel reknar fjármálastofnanir. Að vona að eftir þennan lestur geti lesendur byggt skoðun sína á verðtryggingu á betri grunni en ella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að ég man eftir mér hafa hugtökin verðbólga og verðtrygging verið eitur í beinum Íslendinga. Núna er kominn aukinn þrýstingur frá almenningi á annan ríkisstjórnarflokkinn að standa við kosningaloforð sín um að taka á verðtryggingunni. Til þess að skapa líflegri, fallegri og uppbyggilegri umræðu um það mál er þekking á öllum hliðum þess lykillinn. Mikil verðbólga er slæm, það eru allir hagfræðingar sammála um, lítil verðbólga er aftur á móti talin halda hagkerfum landa gangandi. Verðtrygging í sinni einföldustu mynd varðveitir verðmæti peninga í takt við verðhækkanir í samfélaginu, öðru nafni verðbólga. Segjum sem svo að þú eigir þúsund krónur í dag, fyrir hann færðu kexpakka, eftir eitt ár er sami þúsundkall í veskinu þínu en þá færðu einungis hálfan kexpakka. Verðbólga hefur því rýrt verðgildi þúsund króna seðilsins um 50%. Ef sá hinn sami hefði lagt þennan þúsundkall inn á verðtryggðan bankareikning í eitt ár (sem er reyndar ekki hægt, lágmarks binding er 3 ár fyrir verðtr. reikninga) þá hefði hann getað keypt kexpakkann, þó að kexið væri dýrara. Hver hagnast hérna á verðtryggingu? Nú að útlánum, svo virðist sem fólk telji almennt að með því að borga af verðtryggðu láni sé bankinn að stela peningum af því. Hér áður fyrr á 8. áratugnum þegar verðtrygging var ekki við lýði (fyrir 1979), tók fólk óverðtryggð lán á föstum handstýrðum vöxtum. Verðbólga varð mikil og fór langt umfram nafnvexti lánanna, hvað gerðist? Raungildi lánanna hríðféll meðan eignaverð og laun snarhækkuðu, þ.e. fólk fékk hluta af lánunum sínum gefins. Af hverju gerðist það?Nauðsynlegar rekstrartekjur banka Bankar sem lána fólki og fyrirtækjum peninga þurfa að passa sig á að fá þessa peninga aftur til baka, með vöxtum, til þess að geta starfað áfram. Vextir eru því nauðsynlegar rekstrartekjur banka. Hugsum okkur tvo banka, Verðtryggða bankann og Óverðtryggða bankann. Verðtryggði bankinn sem gefur út verðtryggð lán þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af verðbólgu, hann fær sitt áfram og setur nafnvexti sem skila honum nægum tekjum af lánunum. Óverðtryggði bankinn þarf hins vegar að passa sig á því að nafnvextir hans nái bæði yfir þær vaxtatekjur sem hann þarf og verðbólgu, en hvaða verðbólgu? Verðbólgu í dag? Nei, verðbólgu í framtíðinni. Nafnvextir Óverðtryggða bankans byggja því í raun á spámennsku um framtíðina. Nú spyr ég þig lesandi góður, ef bankinn velur vexti í dag, er ekki líklegt að hann hafi vaðið fyrir neðan sig og velji nafnvexti umfram verðbólguspár? Sú er akkúrat raunin og sagan hefur sýnt að raunvextir verðtryggðra lána eru jafnan lægri en óverðtryggðra. Sá sem sakar banka um að ræna peningum af fólki með verðtryggðum lánum verður þá að saka sama banka um að stela líklega meira af fólki með óverðtryggð lán. Ástæðan fyrir því að fólk græddi á óverðtryggðu lánunum frá 8. áratugnum var í fyrsta lagi vegna þess að bankarnir voru barnalegir og lánuðu á of lágum vöxtum og í öðru lagi vegna þess að vextir voru fastir til lengri tíma. Í dag er yfirleitt aðeins hægt að læsa vexti til 5 ára á óverðtryggðum húsnæðislánum og ég er á þeirri skoðun að bankar á Íslandi séu alls ekki barnalegir, heldur vel reknar fjármálastofnanir. Að vona að eftir þennan lestur geti lesendur byggt skoðun sína á verðtryggingu á betri grunni en ella.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar