Verðbólga og verðtrygging á mannamáli Kristófer Kristófersson skrifar 7. desember 2015 00:00 Allt frá því að ég man eftir mér hafa hugtökin verðbólga og verðtrygging verið eitur í beinum Íslendinga. Núna er kominn aukinn þrýstingur frá almenningi á annan ríkisstjórnarflokkinn að standa við kosningaloforð sín um að taka á verðtryggingunni. Til þess að skapa líflegri, fallegri og uppbyggilegri umræðu um það mál er þekking á öllum hliðum þess lykillinn. Mikil verðbólga er slæm, það eru allir hagfræðingar sammála um, lítil verðbólga er aftur á móti talin halda hagkerfum landa gangandi. Verðtrygging í sinni einföldustu mynd varðveitir verðmæti peninga í takt við verðhækkanir í samfélaginu, öðru nafni verðbólga. Segjum sem svo að þú eigir þúsund krónur í dag, fyrir hann færðu kexpakka, eftir eitt ár er sami þúsundkall í veskinu þínu en þá færðu einungis hálfan kexpakka. Verðbólga hefur því rýrt verðgildi þúsund króna seðilsins um 50%. Ef sá hinn sami hefði lagt þennan þúsundkall inn á verðtryggðan bankareikning í eitt ár (sem er reyndar ekki hægt, lágmarks binding er 3 ár fyrir verðtr. reikninga) þá hefði hann getað keypt kexpakkann, þó að kexið væri dýrara. Hver hagnast hérna á verðtryggingu? Nú að útlánum, svo virðist sem fólk telji almennt að með því að borga af verðtryggðu láni sé bankinn að stela peningum af því. Hér áður fyrr á 8. áratugnum þegar verðtrygging var ekki við lýði (fyrir 1979), tók fólk óverðtryggð lán á föstum handstýrðum vöxtum. Verðbólga varð mikil og fór langt umfram nafnvexti lánanna, hvað gerðist? Raungildi lánanna hríðféll meðan eignaverð og laun snarhækkuðu, þ.e. fólk fékk hluta af lánunum sínum gefins. Af hverju gerðist það?Nauðsynlegar rekstrartekjur banka Bankar sem lána fólki og fyrirtækjum peninga þurfa að passa sig á að fá þessa peninga aftur til baka, með vöxtum, til þess að geta starfað áfram. Vextir eru því nauðsynlegar rekstrartekjur banka. Hugsum okkur tvo banka, Verðtryggða bankann og Óverðtryggða bankann. Verðtryggði bankinn sem gefur út verðtryggð lán þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af verðbólgu, hann fær sitt áfram og setur nafnvexti sem skila honum nægum tekjum af lánunum. Óverðtryggði bankinn þarf hins vegar að passa sig á því að nafnvextir hans nái bæði yfir þær vaxtatekjur sem hann þarf og verðbólgu, en hvaða verðbólgu? Verðbólgu í dag? Nei, verðbólgu í framtíðinni. Nafnvextir Óverðtryggða bankans byggja því í raun á spámennsku um framtíðina. Nú spyr ég þig lesandi góður, ef bankinn velur vexti í dag, er ekki líklegt að hann hafi vaðið fyrir neðan sig og velji nafnvexti umfram verðbólguspár? Sú er akkúrat raunin og sagan hefur sýnt að raunvextir verðtryggðra lána eru jafnan lægri en óverðtryggðra. Sá sem sakar banka um að ræna peningum af fólki með verðtryggðum lánum verður þá að saka sama banka um að stela líklega meira af fólki með óverðtryggð lán. Ástæðan fyrir því að fólk græddi á óverðtryggðu lánunum frá 8. áratugnum var í fyrsta lagi vegna þess að bankarnir voru barnalegir og lánuðu á of lágum vöxtum og í öðru lagi vegna þess að vextir voru fastir til lengri tíma. Í dag er yfirleitt aðeins hægt að læsa vexti til 5 ára á óverðtryggðum húsnæðislánum og ég er á þeirri skoðun að bankar á Íslandi séu alls ekki barnalegir, heldur vel reknar fjármálastofnanir. Að vona að eftir þennan lestur geti lesendur byggt skoðun sína á verðtryggingu á betri grunni en ella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Allt frá því að ég man eftir mér hafa hugtökin verðbólga og verðtrygging verið eitur í beinum Íslendinga. Núna er kominn aukinn þrýstingur frá almenningi á annan ríkisstjórnarflokkinn að standa við kosningaloforð sín um að taka á verðtryggingunni. Til þess að skapa líflegri, fallegri og uppbyggilegri umræðu um það mál er þekking á öllum hliðum þess lykillinn. Mikil verðbólga er slæm, það eru allir hagfræðingar sammála um, lítil verðbólga er aftur á móti talin halda hagkerfum landa gangandi. Verðtrygging í sinni einföldustu mynd varðveitir verðmæti peninga í takt við verðhækkanir í samfélaginu, öðru nafni verðbólga. Segjum sem svo að þú eigir þúsund krónur í dag, fyrir hann færðu kexpakka, eftir eitt ár er sami þúsundkall í veskinu þínu en þá færðu einungis hálfan kexpakka. Verðbólga hefur því rýrt verðgildi þúsund króna seðilsins um 50%. Ef sá hinn sami hefði lagt þennan þúsundkall inn á verðtryggðan bankareikning í eitt ár (sem er reyndar ekki hægt, lágmarks binding er 3 ár fyrir verðtr. reikninga) þá hefði hann getað keypt kexpakkann, þó að kexið væri dýrara. Hver hagnast hérna á verðtryggingu? Nú að útlánum, svo virðist sem fólk telji almennt að með því að borga af verðtryggðu láni sé bankinn að stela peningum af því. Hér áður fyrr á 8. áratugnum þegar verðtrygging var ekki við lýði (fyrir 1979), tók fólk óverðtryggð lán á föstum handstýrðum vöxtum. Verðbólga varð mikil og fór langt umfram nafnvexti lánanna, hvað gerðist? Raungildi lánanna hríðféll meðan eignaverð og laun snarhækkuðu, þ.e. fólk fékk hluta af lánunum sínum gefins. Af hverju gerðist það?Nauðsynlegar rekstrartekjur banka Bankar sem lána fólki og fyrirtækjum peninga þurfa að passa sig á að fá þessa peninga aftur til baka, með vöxtum, til þess að geta starfað áfram. Vextir eru því nauðsynlegar rekstrartekjur banka. Hugsum okkur tvo banka, Verðtryggða bankann og Óverðtryggða bankann. Verðtryggði bankinn sem gefur út verðtryggð lán þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af verðbólgu, hann fær sitt áfram og setur nafnvexti sem skila honum nægum tekjum af lánunum. Óverðtryggði bankinn þarf hins vegar að passa sig á því að nafnvextir hans nái bæði yfir þær vaxtatekjur sem hann þarf og verðbólgu, en hvaða verðbólgu? Verðbólgu í dag? Nei, verðbólgu í framtíðinni. Nafnvextir Óverðtryggða bankans byggja því í raun á spámennsku um framtíðina. Nú spyr ég þig lesandi góður, ef bankinn velur vexti í dag, er ekki líklegt að hann hafi vaðið fyrir neðan sig og velji nafnvexti umfram verðbólguspár? Sú er akkúrat raunin og sagan hefur sýnt að raunvextir verðtryggðra lána eru jafnan lægri en óverðtryggðra. Sá sem sakar banka um að ræna peningum af fólki með verðtryggðum lánum verður þá að saka sama banka um að stela líklega meira af fólki með óverðtryggð lán. Ástæðan fyrir því að fólk græddi á óverðtryggðu lánunum frá 8. áratugnum var í fyrsta lagi vegna þess að bankarnir voru barnalegir og lánuðu á of lágum vöxtum og í öðru lagi vegna þess að vextir voru fastir til lengri tíma. Í dag er yfirleitt aðeins hægt að læsa vexti til 5 ára á óverðtryggðum húsnæðislánum og ég er á þeirri skoðun að bankar á Íslandi séu alls ekki barnalegir, heldur vel reknar fjármálastofnanir. Að vona að eftir þennan lestur geti lesendur byggt skoðun sína á verðtryggingu á betri grunni en ella.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun