Þjóðarskömm Ingimundur Gíslason skrifar 9. desember 2015 07:00 Ævilíkur Íslendinga nú eru 82,1 ár samkvæmt nýlegum tölum frá embætti landlæknis. Í nýrri skýrslu frá sama embætti má lesa að miðgildi biðtíma eftir augasteinsaðgerð sé 39 vikur. Heildarfjöldi (fjöldi augna) á biðlista fyrir sömu aðgerð var 3.895 í október 2015. Aðalástæða augasteinsaðgerðar er ský á augasteini sem veldur verulegri sjónskerðingu og lélegum lífsgæðum. Á Vesturlöndum er ský á augasteini sjúkdómur gamla fólksins og eykst tíðni hans verulega með hækkandi aldri. Um áttrætt er helmingur fólks kominn með sjúkdóminn og í mörgum tilvikum er þá blinda bein afleiðing hans. Lækning felst í skurðaðgerð þar sem augasteinninn er fjarlægður og gerviaugasteinn settur inn í augað í hans stað. Að öllu jöfnu tekur aðgerðin sjálf fimm til tíu mínútur og sjúklingur getur farið heim strax að henni lokinni. Árangur er oftast mjög góður og margir fá fulla sjón á viðgerða auganu. Má með sanni segja að augasteinsaðgerð sé ein best heppnaða aðgerð læknisfræðinnar hvað varðar árangur miðað við kostnað. Það er Íslendingum til vansæmdar að láta gamla fólkið bíða svona lengi eftir lítilli skurðaðgerð sem getur bætt líf þess svo um munar. Áttræð manneskja á ekki mörg ár eftir og því er ansi nöturlegt til þess að hugsa að hún verði ekki sæmilega sjáandi til æviloka. Við Íslendingar sýnum ekki gamla fólkinu næga virðingu, eins og margar aðrar þjóðir gera, og þetta sem hér að ofan er lýst er ein birtingarmynd þess. Þetta fólk á langa starfsævi að baki og hefur þá greitt sína skatta og gjöld. Fyrir þá sem sífellt eru að býsnast út af kostnaði við heilbrigðisþjónustu má benda á að oft léttir nýja sjónin fólki lífið og öll umönnun verður auðveldari og um leið ódýrari. Almannatryggingar voru hugsaðar sem ein grunnstoð samfélagins. Nú eru komnir brestir í þessa stoð. Ef þú átt peninga getur þú oft borgað aðgerðina að fullu og stytt þannig biðtímann fyrir sjálfan þig. Stundum skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ævilíkur Íslendinga nú eru 82,1 ár samkvæmt nýlegum tölum frá embætti landlæknis. Í nýrri skýrslu frá sama embætti má lesa að miðgildi biðtíma eftir augasteinsaðgerð sé 39 vikur. Heildarfjöldi (fjöldi augna) á biðlista fyrir sömu aðgerð var 3.895 í október 2015. Aðalástæða augasteinsaðgerðar er ský á augasteini sem veldur verulegri sjónskerðingu og lélegum lífsgæðum. Á Vesturlöndum er ský á augasteini sjúkdómur gamla fólksins og eykst tíðni hans verulega með hækkandi aldri. Um áttrætt er helmingur fólks kominn með sjúkdóminn og í mörgum tilvikum er þá blinda bein afleiðing hans. Lækning felst í skurðaðgerð þar sem augasteinninn er fjarlægður og gerviaugasteinn settur inn í augað í hans stað. Að öllu jöfnu tekur aðgerðin sjálf fimm til tíu mínútur og sjúklingur getur farið heim strax að henni lokinni. Árangur er oftast mjög góður og margir fá fulla sjón á viðgerða auganu. Má með sanni segja að augasteinsaðgerð sé ein best heppnaða aðgerð læknisfræðinnar hvað varðar árangur miðað við kostnað. Það er Íslendingum til vansæmdar að láta gamla fólkið bíða svona lengi eftir lítilli skurðaðgerð sem getur bætt líf þess svo um munar. Áttræð manneskja á ekki mörg ár eftir og því er ansi nöturlegt til þess að hugsa að hún verði ekki sæmilega sjáandi til æviloka. Við Íslendingar sýnum ekki gamla fólkinu næga virðingu, eins og margar aðrar þjóðir gera, og þetta sem hér að ofan er lýst er ein birtingarmynd þess. Þetta fólk á langa starfsævi að baki og hefur þá greitt sína skatta og gjöld. Fyrir þá sem sífellt eru að býsnast út af kostnaði við heilbrigðisþjónustu má benda á að oft léttir nýja sjónin fólki lífið og öll umönnun verður auðveldari og um leið ódýrari. Almannatryggingar voru hugsaðar sem ein grunnstoð samfélagins. Nú eru komnir brestir í þessa stoð. Ef þú átt peninga getur þú oft borgað aðgerðina að fullu og stytt þannig biðtímann fyrir sjálfan þig. Stundum skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar