Þróunarsamvinnustofnun Íslands meiðir Hannes Í. Ólafsson skrifar 9. desember 2015 07:00 Á upplýsingavef sínum um þróunarmál þann 9. júní 2013 birti Þróunarsamvinnustofnun Íslands palladóm um kennslubókina „Ríkar þjóðir og snauðar“ en undirritaður er höfundur hennar. Í umfjölluninni um bókina á vefsíðunni „Pressan/Eyjan“ eru margar rangfærslur auk ummæla sem vega að starfsheiðri mínum sem námsbókarhöfundar og kennara. Í pistlinum segir fulltrúi Þróunarsamvinnustofnunar mig hafa skrifað kennslubók um þróunarlönd þar sem ég forðist að ræða um ólæsi, skort á hreinu vatni, sjúkdóma og annað sem einkennir samfélög þar sem unnið er að þróunarsamvinnu. Því er haldið fram að í bókinni sé ekki fjallað um aðstæður fólks í þróunarlöndum heldur reyni ég sem höfundur bókarinnar að fá nemendur til að komast að þeirri niðurstöðu að þróunarsamvinna geri ekkert gagn. Ég er ásakaður um að eiga þátt í að stuðning skorti við þróunarsamvinnu hér á landi. Yfirskrift greinarinnar er „Áróður í skólum gegn þróunarsamvinnu“ Pistilinn skrifar útgáfu- og kynningarstjóri stofnunarinnar og er greinin hluti af vinnuframlagi hans fyrir stofnunina enda skrifuð undir nafni hennar. Skrifum útgáfu- og kynningastjórans var fylgt eftir í RÚV í þættinum „Sjónmál“ en þátturinn bar undirheitið „Úrelt námsefni sumra framhaldsskóla“. Þar talaði útgáfu- og kynningarstjórinn fyrir munn Þróunarsamvinnustofnunar, endurtók margt af því sem hann hafði áður skrifað og benti á að kennslubókin „Ríkar þjóðir og snauðar“ væri enn notuð í framhaldsskólum. Í næsta þætti var síðan rætt við deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu um eftirlit með námsefni í skólum. Hátt var reitt til höggs til að stöðva þann áróður sem undirritaður er sagður stuðla að.Fjallað um aðstæður fólks Bókin „Ríkar þjóðir og snauðar“ kom fyrst út árið 2002. Hún er 158 bls. en á vef Þróunarsamvinnustofnunar eru tekin dæmi af sex blaðsíðum og alhæft út frá þeim. Efnistök bókarinnar fylgja áfangalýsingu í félagsfræði þróunarlanda í Aðalnámskrá framhaldsskóla (1999). Í henni er því vitaskuld fjallað um ólæsi, skort á hreinu vatni, sjúkdóma og aðrar áskoranir þróunarlanda. Eins og aðrar félagsfræðibækur, en þvert á fullyrðingar Þróunarsamvinnustofnunar, þá fjallar bókin fyrst og fremst um aðstæður fólks. Í bókinni er hvorki rekinn áróður fyrir þróunarsamvinnu né gegn henni. Hún endurspeglar einungis samfélagslega og fræðilega umræðu og á þeim blaðsíðum sem fjallað er um á vef Þróunarsamvinnustofnunar er kynnt þekkt gagnrýni á þróunarsamvinnu. Án slíkrar umræðu hefði bókin ekki uppfyllt þá gagnrýnu umræðu sem krafist er í félagsfræði. Í bókinni er fjallað um öll þau viðfangsefni sem haldið er fram að skorti og rækilega bent á að Íslendingar verji mun minna fé til þróunarsamvinnu en nálægar þjóðir. Þar segir m.a. um þróunarsamvinnu „að ekki beri að lasta það hjálparstarf sem opinberar stofnanir vinna hér á landi“ (51) og að ekki eigi að leggja „árar í bát heldur reyna að læra af þeim mistökum sem hafa verið gerð (138)“. Ljóst er að starfsmenn stofnunarinnar höfðu ekki lesið bókina þegar greinin var skrifuð. Það er mál Gunnars Salvarssonar að koma fram í útvarpsþætti og ráðast að verkum undirritaðs og það er mál þáttarstjórnanda „Sjónmáls“ að kanna aðeins eina hlið á umfjöllunarefni þáttar. Það er hins vegar ábyrgð Þróunarsamvinnustofnunar Íslands þegar hún greiðir fyrir grein þar sem ráðist er að tilteknum einstaklingi og hans verkum, birtir hana á vef sínum og veitir henni skjól og styrk undir nafni stofnunarinnar.Ekki sæmandi slíkri stofnun Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að einstaklingar njóti verndar ríkisvaldsins. Ef stoðir samfélagsins vernda ekki mannréttindi getur lýðræðið snúist upp í andhverfu sína og orðið tæki þeirra sem hafa völdin í samfélaginu. Undirritaður hefur nú í rúm tvö ár reynt að fá stofnunina til að biðjast afsökunar á málflutningi sínum. Það hefur ekki borið árangur þar sem stofnunin telur sig hvorki bera lagalega né siðferðilega ábyrgð á því efni sem hún birtir. Þróunarsamvinnustofnun Íslands gegnir ábyrgðarmiklu og mikilvægu hlutverki. Ég hlýt því að vona að stofnunin sýni meiri vandvirkni og metnað í þróunarverkefnum sínum en hún hefur gert í greinarskrifum um mig. Opinber stjórnsýslustofnun hlýtur að bera siðferðilega ábyrgð á því sem sett er fram í hennar nafni. Það er ekki sæmandi slíkri stofnun að neita að bera ábyrgð á óvönduðum vinnubrögðum, röngum fullyrðingum og meiðandi ásökunum sem settar eru fram undir hennar nafni. Vonandi er Þróunarsamvinnustofnun Íslands undantekning frá góðri stjórnsýslu í íslensku samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Á upplýsingavef sínum um þróunarmál þann 9. júní 2013 birti Þróunarsamvinnustofnun Íslands palladóm um kennslubókina „Ríkar þjóðir og snauðar“ en undirritaður er höfundur hennar. Í umfjölluninni um bókina á vefsíðunni „Pressan/Eyjan“ eru margar rangfærslur auk ummæla sem vega að starfsheiðri mínum sem námsbókarhöfundar og kennara. Í pistlinum segir fulltrúi Þróunarsamvinnustofnunar mig hafa skrifað kennslubók um þróunarlönd þar sem ég forðist að ræða um ólæsi, skort á hreinu vatni, sjúkdóma og annað sem einkennir samfélög þar sem unnið er að þróunarsamvinnu. Því er haldið fram að í bókinni sé ekki fjallað um aðstæður fólks í þróunarlöndum heldur reyni ég sem höfundur bókarinnar að fá nemendur til að komast að þeirri niðurstöðu að þróunarsamvinna geri ekkert gagn. Ég er ásakaður um að eiga þátt í að stuðning skorti við þróunarsamvinnu hér á landi. Yfirskrift greinarinnar er „Áróður í skólum gegn þróunarsamvinnu“ Pistilinn skrifar útgáfu- og kynningarstjóri stofnunarinnar og er greinin hluti af vinnuframlagi hans fyrir stofnunina enda skrifuð undir nafni hennar. Skrifum útgáfu- og kynningastjórans var fylgt eftir í RÚV í þættinum „Sjónmál“ en þátturinn bar undirheitið „Úrelt námsefni sumra framhaldsskóla“. Þar talaði útgáfu- og kynningarstjórinn fyrir munn Þróunarsamvinnustofnunar, endurtók margt af því sem hann hafði áður skrifað og benti á að kennslubókin „Ríkar þjóðir og snauðar“ væri enn notuð í framhaldsskólum. Í næsta þætti var síðan rætt við deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu um eftirlit með námsefni í skólum. Hátt var reitt til höggs til að stöðva þann áróður sem undirritaður er sagður stuðla að.Fjallað um aðstæður fólks Bókin „Ríkar þjóðir og snauðar“ kom fyrst út árið 2002. Hún er 158 bls. en á vef Þróunarsamvinnustofnunar eru tekin dæmi af sex blaðsíðum og alhæft út frá þeim. Efnistök bókarinnar fylgja áfangalýsingu í félagsfræði þróunarlanda í Aðalnámskrá framhaldsskóla (1999). Í henni er því vitaskuld fjallað um ólæsi, skort á hreinu vatni, sjúkdóma og aðrar áskoranir þróunarlanda. Eins og aðrar félagsfræðibækur, en þvert á fullyrðingar Þróunarsamvinnustofnunar, þá fjallar bókin fyrst og fremst um aðstæður fólks. Í bókinni er hvorki rekinn áróður fyrir þróunarsamvinnu né gegn henni. Hún endurspeglar einungis samfélagslega og fræðilega umræðu og á þeim blaðsíðum sem fjallað er um á vef Þróunarsamvinnustofnunar er kynnt þekkt gagnrýni á þróunarsamvinnu. Án slíkrar umræðu hefði bókin ekki uppfyllt þá gagnrýnu umræðu sem krafist er í félagsfræði. Í bókinni er fjallað um öll þau viðfangsefni sem haldið er fram að skorti og rækilega bent á að Íslendingar verji mun minna fé til þróunarsamvinnu en nálægar þjóðir. Þar segir m.a. um þróunarsamvinnu „að ekki beri að lasta það hjálparstarf sem opinberar stofnanir vinna hér á landi“ (51) og að ekki eigi að leggja „árar í bát heldur reyna að læra af þeim mistökum sem hafa verið gerð (138)“. Ljóst er að starfsmenn stofnunarinnar höfðu ekki lesið bókina þegar greinin var skrifuð. Það er mál Gunnars Salvarssonar að koma fram í útvarpsþætti og ráðast að verkum undirritaðs og það er mál þáttarstjórnanda „Sjónmáls“ að kanna aðeins eina hlið á umfjöllunarefni þáttar. Það er hins vegar ábyrgð Þróunarsamvinnustofnunar Íslands þegar hún greiðir fyrir grein þar sem ráðist er að tilteknum einstaklingi og hans verkum, birtir hana á vef sínum og veitir henni skjól og styrk undir nafni stofnunarinnar.Ekki sæmandi slíkri stofnun Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að einstaklingar njóti verndar ríkisvaldsins. Ef stoðir samfélagsins vernda ekki mannréttindi getur lýðræðið snúist upp í andhverfu sína og orðið tæki þeirra sem hafa völdin í samfélaginu. Undirritaður hefur nú í rúm tvö ár reynt að fá stofnunina til að biðjast afsökunar á málflutningi sínum. Það hefur ekki borið árangur þar sem stofnunin telur sig hvorki bera lagalega né siðferðilega ábyrgð á því efni sem hún birtir. Þróunarsamvinnustofnun Íslands gegnir ábyrgðarmiklu og mikilvægu hlutverki. Ég hlýt því að vona að stofnunin sýni meiri vandvirkni og metnað í þróunarverkefnum sínum en hún hefur gert í greinarskrifum um mig. Opinber stjórnsýslustofnun hlýtur að bera siðferðilega ábyrgð á því sem sett er fram í hennar nafni. Það er ekki sæmandi slíkri stofnun að neita að bera ábyrgð á óvönduðum vinnubrögðum, röngum fullyrðingum og meiðandi ásökunum sem settar eru fram undir hennar nafni. Vonandi er Þróunarsamvinnustofnun Íslands undantekning frá góðri stjórnsýslu í íslensku samfélagi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar