Tæpir tveir milljarðar frá Straumsvík til móðurfélagsins á síðasta ári Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. desember 2015 09:30 Taprekstur hefur verið á álverinu undanfarið, þó með undantekningu á síðasta ári, en greiðslurnar eru ekki nýjar af nálinni. Vísir/Vilhelm Rio Tinto Alcan greiddi móðurfélagi sínu jafnvirði 1,7 milljarðs króna á síðasta ári. Greiðslan var fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu.Ólafur Teitur upplýsingafulltrúi segir greiðslurnar ekki nýjar af nálinni.13 milljónir dollara „Við greiðum móðurfélaginu fyrir A) tæknilega þekkingu og þjónustu, m.a. vegna rannsókna og þróunarstarfs í kertækni, B) aðra sameiginlega stýringu/stjórnun, C) ábyrgðargjald vegna ábyrgðar móðurfélags á tilteknum á skuldbindingum,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, í svarinu. „Fjárhæðin var alls 13,1 milljón dollara í fyrra.“ Taprekstur hefur verið á álverinu undanfarið, þó með undantekningu á síðasta ári, en stjórnendur félagsins hafa talað um að taprekstur verði einnig í ár. Tapreksturinn kemur þó ekki í veg fyrir að vel á annan milljarð króna fari frá félaginu hér heima til móðurfélagsins í Sviss.Í viðskiptasambandi við móðurfélagið Til viðbótar við þessi viðskipti verslar álverið í Straumsvík súrál, sem er aðalhráefnið sem álverið vinnur með, í gegnum móðurfélagið en Ólafur Teitur segir að engin þóknun sé greidd fyrir það. „Ekkert af súrálinu er frá verksmiðjum Rio Tinto, nema hvað einstaka sinnum fáum við súrál frá verksmiðju sem Rio Tinto á 10% hlut í,“ segir hann.Stundin fjallaði nýverið um greiðslur álversins til móðurfélagsins en þar kom einnig fram að Rio Tinto Alcan kaupi rafskaut af verksmiðju í eigu móðurfélagsins. „Rafskaut kaupum við af verksmiðju í Hollandi sem Rio Tinto á helmingshlut í á nóti Norsk Hydro,“ segir hann um þau viðskipti.Í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Vísir/ErnirÓlafur Teitur segir að félagið skuldi móðurfélaginu engin lán en skammtímaskuldir félagsins við móðurfélagið séu vegna kaupa á súráli og rafskautum.Fært sem kostnaður í bókhaldinuÞessar greiðslur til Rio Tinto í Sviss eru færðar sem rekstrarkostnaður í bókhaldi félagsins og er því ekki skattur tekinn af fjármununum. Ólafur Teitur segir að þetta sé ekki nýtt fyrirkomulag og hafi verið til staðar áður en Rio Tinto keypti álverið í Straumsvík. „Greiðslur vegna tækniþekkingar og stjórnunar eru ekki nýjar af nálinni og voru ekki innleiddar af Rio Tinto. Hvort þær hafa verið frá upphafi eða komu til einhvern tímann síðar veit ég ekki, en þetta kom til löngu fyrir Rio Tinto,“ segir hann. Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Rio Tinto Alcan greiddi móðurfélagi sínu jafnvirði 1,7 milljarðs króna á síðasta ári. Greiðslan var fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu.Ólafur Teitur upplýsingafulltrúi segir greiðslurnar ekki nýjar af nálinni.13 milljónir dollara „Við greiðum móðurfélaginu fyrir A) tæknilega þekkingu og þjónustu, m.a. vegna rannsókna og þróunarstarfs í kertækni, B) aðra sameiginlega stýringu/stjórnun, C) ábyrgðargjald vegna ábyrgðar móðurfélags á tilteknum á skuldbindingum,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, í svarinu. „Fjárhæðin var alls 13,1 milljón dollara í fyrra.“ Taprekstur hefur verið á álverinu undanfarið, þó með undantekningu á síðasta ári, en stjórnendur félagsins hafa talað um að taprekstur verði einnig í ár. Tapreksturinn kemur þó ekki í veg fyrir að vel á annan milljarð króna fari frá félaginu hér heima til móðurfélagsins í Sviss.Í viðskiptasambandi við móðurfélagið Til viðbótar við þessi viðskipti verslar álverið í Straumsvík súrál, sem er aðalhráefnið sem álverið vinnur með, í gegnum móðurfélagið en Ólafur Teitur segir að engin þóknun sé greidd fyrir það. „Ekkert af súrálinu er frá verksmiðjum Rio Tinto, nema hvað einstaka sinnum fáum við súrál frá verksmiðju sem Rio Tinto á 10% hlut í,“ segir hann.Stundin fjallaði nýverið um greiðslur álversins til móðurfélagsins en þar kom einnig fram að Rio Tinto Alcan kaupi rafskaut af verksmiðju í eigu móðurfélagsins. „Rafskaut kaupum við af verksmiðju í Hollandi sem Rio Tinto á helmingshlut í á nóti Norsk Hydro,“ segir hann um þau viðskipti.Í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík.Vísir/ErnirÓlafur Teitur segir að félagið skuldi móðurfélaginu engin lán en skammtímaskuldir félagsins við móðurfélagið séu vegna kaupa á súráli og rafskautum.Fært sem kostnaður í bókhaldinuÞessar greiðslur til Rio Tinto í Sviss eru færðar sem rekstrarkostnaður í bókhaldi félagsins og er því ekki skattur tekinn af fjármununum. Ólafur Teitur segir að þetta sé ekki nýtt fyrirkomulag og hafi verið til staðar áður en Rio Tinto keypti álverið í Straumsvík. „Greiðslur vegna tækniþekkingar og stjórnunar eru ekki nýjar af nálinni og voru ekki innleiddar af Rio Tinto. Hvort þær hafa verið frá upphafi eða komu til einhvern tímann síðar veit ég ekki, en þetta kom til löngu fyrir Rio Tinto,“ segir hann.
Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira