Erlent

Færeyjar hefja umræður um hjónaband samkynhneigðra

Sæunn Gísladóttir skrifar
Frá Nólsoy í Færeyjum.
Frá Nólsoy í Færeyjum.
Í morgun hófust umræður á færeyska þinginu um hjónaband samkynhneigðra. Að loknum umræðum verður málið sent til þingnefndar. Búist er við því að atkvæði verði greidd um málið einhvern tímann fyrir jól.

Færeyingar eru margir hverjir mjög kristnir og hafa Færeyjar verið á eftir Norðurlöndum með réttindi samkynhneigðra. Tími breytinga var hins vegar boðaður þegar fyrsti samkynhneigði þingmaðurinn var kosinn í haust.

Margir Færeyingar hafa sýnt málefninu stuðning með því að bæta inn hjarta á forsíðumynd sinni á Facebook með setningunni: Ja til kærleikan


Tengdar fréttir

Víðsýnin við völd í Færeyjum

Færeyingar eru víðsýnni og umburðarlyndari en margir halda. Þetta segir fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaðurinn í Færeyjum, eftir sögulegar þingkosningar í gær.

Nýja stjórnin stefnir á fullveldi

Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, kynnti í gær nýja landstjórn sína, sem er samsteypustjórn með Þjóðveldi og Framsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×