Öll þurfum við að borða Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Alla mína tíð á vinnumarkaði, hjá öllum þeim sem ég hef unnið fyrir hefur „aldrei verið til neinn peningur“. Þið kannist við þessar ræður. „Það er hart í ári“, „þú veist hvernig þetta er“, bla bla bla. Ég hef reyndar komist að því að það er til nóg af peningum, þeim er hins vegar ætlað að fara eitthvað annað en til mín. Endurorðum þetta: „Það er ekki til neinn peningur handa ÞÉR“. Því að þannig er það. Ég fór að hugsa um þessi mál vegna átaks sem SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, hefur hrundið af stað undir yfirskriftinni „Við borgum myndlistarmönnum“. Þar er m.a. verið að knýja á um að opinberir aðilar borgi myndlistarmönnum fyrir verkframlag sitt er þeir sýna á vegum þeirra eða eins og Eirún Sigurðardóttir, myndlistarmaður og meðlimur í Gjörningaklúbbnum, orðaði það á Fésbókarvegg sínum: „Sýnum samstöðu með þeirri mjög svo hæversku hugmynd að myndlistarfólk fái greitt fyrir að vinna og sýna myndlistarverk í opinberum söfnum rétt eins og leikstjórar fá greitt fyrir að setja upp sýningu hjá Þjóðleikhúsinu eða hljóðfæraleikarar sem spila hjá Sinfó.“ Á skakk og skjön Einfalt mál. Eða hvað? Það er umhugsunarvert hvernig þessir hlutir eru stundum á skakk og skjön. Þegar hrært er í góðgerðartónleika gefa tónlistarmennirnir vinnu sína en ljósamaðurinn ekki. Leikstjóra dytti ekki í hug að gefa Þjóðleikhúsinu, sem fær rekstrarfé frá okkur, vinnu sína vegna þess að það væri „góð auglýsing“ fyrir hann en annað á víst að gegna um fólk sem var svo óheppið að velja sér annan vettvang fyrir sköpunarkraftinn. Vont er það í þeim geira sem ég starfa í, dægurtónlistinni, þar sem fólk verður nánast hvumsa ef listamaðurinn fer fram á laun fyrir vinnu sína. „Finnst þér ekki gaman að spila?“ Nú eða sýna verkin þín? Eða leika á fiðluna eða leikstýra ástríðufullum leikhópi? Auðvitað er það gaman en allir þessir aðilar þurfa að borða – líka myndlistarmaðurinn. Allir þurfa þeir fé til að koma sér á milli staða, kaupa efni, borga leiguna o.s.frv.. En að sumum séu gefin ráð á því en öðrum ekki, það gengur eðlilega ekki upp. Að þeir hlutir sem auðga þetta líf, halda uppi geðheilsunni og stuðla að margvíslegri mannrækt – þ.e. listaverk af öllum toga (og þar með talin myndlist) – séu álitnir ókeypis og að þeir sem leggi þá fram eigi að tosa þá niður úr skýjunum einhvern veginn er bagaleg tímaskekkja. Það sem er á skakk og skjön er hins vegar hægt að laga. Svo fremi að fólk opni augun og sjái að það er engum til gagns að keyra kerfið á þennan máta. Vonandi verður þetta góða og gegna framtak SÍM til að knýja á um raunverulegar breytingar hvað þetta varðar og það ekki seinna en nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Alla mína tíð á vinnumarkaði, hjá öllum þeim sem ég hef unnið fyrir hefur „aldrei verið til neinn peningur“. Þið kannist við þessar ræður. „Það er hart í ári“, „þú veist hvernig þetta er“, bla bla bla. Ég hef reyndar komist að því að það er til nóg af peningum, þeim er hins vegar ætlað að fara eitthvað annað en til mín. Endurorðum þetta: „Það er ekki til neinn peningur handa ÞÉR“. Því að þannig er það. Ég fór að hugsa um þessi mál vegna átaks sem SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, hefur hrundið af stað undir yfirskriftinni „Við borgum myndlistarmönnum“. Þar er m.a. verið að knýja á um að opinberir aðilar borgi myndlistarmönnum fyrir verkframlag sitt er þeir sýna á vegum þeirra eða eins og Eirún Sigurðardóttir, myndlistarmaður og meðlimur í Gjörningaklúbbnum, orðaði það á Fésbókarvegg sínum: „Sýnum samstöðu með þeirri mjög svo hæversku hugmynd að myndlistarfólk fái greitt fyrir að vinna og sýna myndlistarverk í opinberum söfnum rétt eins og leikstjórar fá greitt fyrir að setja upp sýningu hjá Þjóðleikhúsinu eða hljóðfæraleikarar sem spila hjá Sinfó.“ Á skakk og skjön Einfalt mál. Eða hvað? Það er umhugsunarvert hvernig þessir hlutir eru stundum á skakk og skjön. Þegar hrært er í góðgerðartónleika gefa tónlistarmennirnir vinnu sína en ljósamaðurinn ekki. Leikstjóra dytti ekki í hug að gefa Þjóðleikhúsinu, sem fær rekstrarfé frá okkur, vinnu sína vegna þess að það væri „góð auglýsing“ fyrir hann en annað á víst að gegna um fólk sem var svo óheppið að velja sér annan vettvang fyrir sköpunarkraftinn. Vont er það í þeim geira sem ég starfa í, dægurtónlistinni, þar sem fólk verður nánast hvumsa ef listamaðurinn fer fram á laun fyrir vinnu sína. „Finnst þér ekki gaman að spila?“ Nú eða sýna verkin þín? Eða leika á fiðluna eða leikstýra ástríðufullum leikhópi? Auðvitað er það gaman en allir þessir aðilar þurfa að borða – líka myndlistarmaðurinn. Allir þurfa þeir fé til að koma sér á milli staða, kaupa efni, borga leiguna o.s.frv.. En að sumum séu gefin ráð á því en öðrum ekki, það gengur eðlilega ekki upp. Að þeir hlutir sem auðga þetta líf, halda uppi geðheilsunni og stuðla að margvíslegri mannrækt – þ.e. listaverk af öllum toga (og þar með talin myndlist) – séu álitnir ókeypis og að þeir sem leggi þá fram eigi að tosa þá niður úr skýjunum einhvern veginn er bagaleg tímaskekkja. Það sem er á skakk og skjön er hins vegar hægt að laga. Svo fremi að fólk opni augun og sjái að það er engum til gagns að keyra kerfið á þennan máta. Vonandi verður þetta góða og gegna framtak SÍM til að knýja á um raunverulegar breytingar hvað þetta varðar og það ekki seinna en nú.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun