Á endanlega að rústa samgönguæð borgarinnar? Vilhelm Jónsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Það þarf engan verkfræðing til að sjá að ný sjúkrahúsbygging á óbreyttum stað mun valda stórfelldum mistökum á staðarvali og verða dýrasta byggingarleið. Byggingartími mun lengjast verulega ekki síst ef tekið er tillit til legu spítalans og flutningsgetu stofnæða. Samtímis á að byggja nýtt íbúðarhverfi á Hlíðarenda (Valssvæðið) á kostnað flugvallarins sem mun enn frekar ýta undir meiri umferðarþunga á Miklubraut, Hringbraut, Skógarhlíð og valda óafturkræfum umferðartöfum. Stórfelldir efnis-og steypuflutningar þurfa að eiga sér stað vegna framkvæmda þar sem milljónir rúmmetra þarf að flytja á þessum samgönguæðum austur sem vestur. Þessar framkvæmdir munu endanlega rústa eðlilegu umferðarflæði ekki síst þar sem umfangsmiklir þungaflutningar þurfa að eiga sér stað. Þó svo viðkomandi byggingarland sem mýrin er sé mikils virði, er eðlilegast að aðlaga notagildi þess með þeim hætti að flugvöllur geti staðið áfram óbreyttur þar sem höfuðborg Íslands hefur samfélagslega skyldu gagnvart öllum landsmönnum. Nánast allri uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu næstu árin er beint í þröngan miðhluta borgarinnar, þar með taldar hótelbyggingar sem rísa hver af annarri. Lágmarkskrafa er að eðlileg frumhönnun eigi sér stað með þéttingu byggðar og öðrum stórtækum framkvæmdum og það sé ekki látið stjórnast af ómarkvissu og óábyrgu verklagi.Stóreykur kostnað Núverandi staðarval á nýju sjúkrahúsi mun stórauka byggingarkostnað samanborið við aðra og hyggilegri staðsetningu og lengja byggingartíma verulega. Tímafrekar og kostnaðarsamari jarðvegsframkvæmdir þyrftu að eiga sér stað með flutningi og breytingum á jarðstrengjum, hita- og vatnslögnum ásamt frárennslis- og stofnæðum sem þyrfti að stórauka. Örtröð í kringum sjúkrahúsið yrði alger og erfið fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur ásamt íbúum aðliggjandi gatna ekki síst þar sem um margra ára byggingartíma er að ræða. Bygging af slíkri stærðargráðu krefst mikils athafnapláss á byggingarstað og afgirts vinnusvæðis þar sem stórtækar vinnuvélar þurfa að hafa óheft aðgengi, ásamt miklu broti á klöppum, sprengingum og annarri jarðvegsvinnu sem mun reyna mikið á nærliggjandi byggð árum saman. Lágmarkskrafa er að vandað sé til alls undirbúnings og til þess séu bærir umsjónarmenn sem láti ekki stjórnast af óraunhæfum þrýstingi úti í samfélaginu. Stjórnvöld hafa kjörið tækifæri til að auka á trúverðugleika sinn sem er ekki vanþörf á og verður ekki endurheimtur með innantómum loforðum korteri fyrir kosningar. Miðað við stærð og umfang þessara framkvæmda og hversu þung undiralda er til staðar verður að teljast með ólíkindum að stjórnvöld bregðist ekki við með betri og markvissari hætti. Stjórnvöld hafa gefið í skyn vilja til að flugvöllurinn verði áfram og nýtt sjúkrahús verði ekki byggt á sama stað. Nú- og fyrrverandi heilbrigðisráðherrum er til vansa miðað við hversu mikil andstaða er með staðsetninguna, að baða sig í sviðsljósinu með fyrstu skóflustungu sjúkrahótels nýs Landspítala. Heilbrigðisráðherra er bitlítill tækifærissinni sem fyrr og lætur stjórnast af tvöfeldni með staðarval eftir því sem umræða þróast hverju sinni. Mun ódýrari háttur Eignir Landspítalans eru stórar og verðmiklar og auðvelt yrði í ljósi staðsetningar að hámarka söluandvirði þeirra frá því sem áætlað var. Með öðru staðarvali mætti byggja nýtt sjúkrahús á mun ódýrari hátt og skemmri tíma ásamt margra milljarða sparnaði jarðvegsframkvæmda umfram það sem þær þyrftu að vera. Stórlega má draga í efa að borgarstjórn ásamt stjórnvöldum sé fær um að taka einhliða ákvörðun um stærstu ágreiningsmál þjóðarinnar þar sem látið er stjórnast af þröngsýni og sérhagsmunaöflum til að þvinga illa ígrunduð verk áfram. Leiða má hugann að því hvort eðlileg frumhönnun og áreiðanleikakönnun á svo stórum framkvæmdum hafi átt sér stað með gagnsæjum- og lýðræðislegum hætti. Jafnvel þó svo búið sé að henda þrem milljörðum í hönnunarkostnað nýs sjúkrahúss er það brotabrot af þeim skaða sem óbreytt staðarval mun valda. Gangi vilji meirihluta borgarstjórnar eftir sem flest bendir til væri eðlilegast að fara að gera ráðstafanir til að finna betri staðsetningu fyrir slökkvistöð og sjúkraflutninga en er frá Skógarhlíð. Það væri gott mótvægi gegn óbilgirni borgarstjórnarinnar að stærsti vinnustaður þjóðarinnar yrði byggður í öðru sveitarfélagi og færi e.t.v. best á því að reisa sjúkrahúsið við Vífilsstaði. Gangi óhæfuverk borgaryfirvalda eftir um afdrif flugvallarins mun sú staðsetning (Keflavíkurflugvöllur) nálgast enn frekar legu á nýju sjúkra- og innanlandsflugi landsbyggðinni til hagsbóta. Breytt og betri staðsetning á nýju sjúkrahúsi mun leiða til minni kostnaðar upp á tugi milljarða ásamt meiri byggingarhraða þar sem nóg landflæmi er til staðar og kostnaðarminna að bæta við nýjum stofnbrautum og aðgengi eftir þörfum. Hvernig svo sem á allt er litið mun það verða stórslys ef nýr Landspítali rís á núverandi stað og óafturkræft. Vegfarendur munu „fá“ ómældan tíma í umferðarhnútum og biðröðum um ókomin ár til að íhuga dómgreindarleysið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf engan verkfræðing til að sjá að ný sjúkrahúsbygging á óbreyttum stað mun valda stórfelldum mistökum á staðarvali og verða dýrasta byggingarleið. Byggingartími mun lengjast verulega ekki síst ef tekið er tillit til legu spítalans og flutningsgetu stofnæða. Samtímis á að byggja nýtt íbúðarhverfi á Hlíðarenda (Valssvæðið) á kostnað flugvallarins sem mun enn frekar ýta undir meiri umferðarþunga á Miklubraut, Hringbraut, Skógarhlíð og valda óafturkræfum umferðartöfum. Stórfelldir efnis-og steypuflutningar þurfa að eiga sér stað vegna framkvæmda þar sem milljónir rúmmetra þarf að flytja á þessum samgönguæðum austur sem vestur. Þessar framkvæmdir munu endanlega rústa eðlilegu umferðarflæði ekki síst þar sem umfangsmiklir þungaflutningar þurfa að eiga sér stað. Þó svo viðkomandi byggingarland sem mýrin er sé mikils virði, er eðlilegast að aðlaga notagildi þess með þeim hætti að flugvöllur geti staðið áfram óbreyttur þar sem höfuðborg Íslands hefur samfélagslega skyldu gagnvart öllum landsmönnum. Nánast allri uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu næstu árin er beint í þröngan miðhluta borgarinnar, þar með taldar hótelbyggingar sem rísa hver af annarri. Lágmarkskrafa er að eðlileg frumhönnun eigi sér stað með þéttingu byggðar og öðrum stórtækum framkvæmdum og það sé ekki látið stjórnast af ómarkvissu og óábyrgu verklagi.Stóreykur kostnað Núverandi staðarval á nýju sjúkrahúsi mun stórauka byggingarkostnað samanborið við aðra og hyggilegri staðsetningu og lengja byggingartíma verulega. Tímafrekar og kostnaðarsamari jarðvegsframkvæmdir þyrftu að eiga sér stað með flutningi og breytingum á jarðstrengjum, hita- og vatnslögnum ásamt frárennslis- og stofnæðum sem þyrfti að stórauka. Örtröð í kringum sjúkrahúsið yrði alger og erfið fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur ásamt íbúum aðliggjandi gatna ekki síst þar sem um margra ára byggingartíma er að ræða. Bygging af slíkri stærðargráðu krefst mikils athafnapláss á byggingarstað og afgirts vinnusvæðis þar sem stórtækar vinnuvélar þurfa að hafa óheft aðgengi, ásamt miklu broti á klöppum, sprengingum og annarri jarðvegsvinnu sem mun reyna mikið á nærliggjandi byggð árum saman. Lágmarkskrafa er að vandað sé til alls undirbúnings og til þess séu bærir umsjónarmenn sem láti ekki stjórnast af óraunhæfum þrýstingi úti í samfélaginu. Stjórnvöld hafa kjörið tækifæri til að auka á trúverðugleika sinn sem er ekki vanþörf á og verður ekki endurheimtur með innantómum loforðum korteri fyrir kosningar. Miðað við stærð og umfang þessara framkvæmda og hversu þung undiralda er til staðar verður að teljast með ólíkindum að stjórnvöld bregðist ekki við með betri og markvissari hætti. Stjórnvöld hafa gefið í skyn vilja til að flugvöllurinn verði áfram og nýtt sjúkrahús verði ekki byggt á sama stað. Nú- og fyrrverandi heilbrigðisráðherrum er til vansa miðað við hversu mikil andstaða er með staðsetninguna, að baða sig í sviðsljósinu með fyrstu skóflustungu sjúkrahótels nýs Landspítala. Heilbrigðisráðherra er bitlítill tækifærissinni sem fyrr og lætur stjórnast af tvöfeldni með staðarval eftir því sem umræða þróast hverju sinni. Mun ódýrari háttur Eignir Landspítalans eru stórar og verðmiklar og auðvelt yrði í ljósi staðsetningar að hámarka söluandvirði þeirra frá því sem áætlað var. Með öðru staðarvali mætti byggja nýtt sjúkrahús á mun ódýrari hátt og skemmri tíma ásamt margra milljarða sparnaði jarðvegsframkvæmda umfram það sem þær þyrftu að vera. Stórlega má draga í efa að borgarstjórn ásamt stjórnvöldum sé fær um að taka einhliða ákvörðun um stærstu ágreiningsmál þjóðarinnar þar sem látið er stjórnast af þröngsýni og sérhagsmunaöflum til að þvinga illa ígrunduð verk áfram. Leiða má hugann að því hvort eðlileg frumhönnun og áreiðanleikakönnun á svo stórum framkvæmdum hafi átt sér stað með gagnsæjum- og lýðræðislegum hætti. Jafnvel þó svo búið sé að henda þrem milljörðum í hönnunarkostnað nýs sjúkrahúss er það brotabrot af þeim skaða sem óbreytt staðarval mun valda. Gangi vilji meirihluta borgarstjórnar eftir sem flest bendir til væri eðlilegast að fara að gera ráðstafanir til að finna betri staðsetningu fyrir slökkvistöð og sjúkraflutninga en er frá Skógarhlíð. Það væri gott mótvægi gegn óbilgirni borgarstjórnarinnar að stærsti vinnustaður þjóðarinnar yrði byggður í öðru sveitarfélagi og færi e.t.v. best á því að reisa sjúkrahúsið við Vífilsstaði. Gangi óhæfuverk borgaryfirvalda eftir um afdrif flugvallarins mun sú staðsetning (Keflavíkurflugvöllur) nálgast enn frekar legu á nýju sjúkra- og innanlandsflugi landsbyggðinni til hagsbóta. Breytt og betri staðsetning á nýju sjúkrahúsi mun leiða til minni kostnaðar upp á tugi milljarða ásamt meiri byggingarhraða þar sem nóg landflæmi er til staðar og kostnaðarminna að bæta við nýjum stofnbrautum og aðgengi eftir þörfum. Hvernig svo sem á allt er litið mun það verða stórslys ef nýr Landspítali rís á núverandi stað og óafturkræft. Vegfarendur munu „fá“ ómældan tíma í umferðarhnútum og biðröðum um ókomin ár til að íhuga dómgreindarleysið.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun