Völd – og tengsl Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 29. nóvember 2015 09:00 Stundum er eins og fólki þyki óþægilegt að tala um vald, eins og það sé eitthvað neikvætt. Konur tala t.d. frekar um að þær sækist eftir áhrifum en völdum. Fólk tengir vald oft við formleg völd eins og stjórnvöld og lögreglu – en síður við eigin persónulegu tilveru. Vald og valdatengsl á milli einstaklinga og hópa eru lítið rædd almennt. En vald er vitaskuld lykilatriði í lífi okkar. Meðvitund um vald og valdaleysi er nauðsynlegt til að átta sig á orsökum og afleiðingum í flestu sem á daga okkar drífur og sannarlega öll samskipti okkar. Tökum dæmi, með alhæfingardassi, af tveim einstaklingum sem rugla saman reitum. Annar einstaklingurinn er líklegur til að fá félagsmótun og þjálfun í því að sýna frumkvæði, taka áhættu, vera virkur, sýna styrk og alls ekki tjá tilfinningar – því það þykir merki veiklyndis. Þessi einstaklingur hefur margar fyrirmyndir þar sem þessir eiginleikar eru dáðir og hafðir upp til vegs og virðingar og auðvelt er fyrir okkar einstakling að samsama sig við. Í menningarheimi einstaklingsins er ofbeldi normaliserað t.d. í íþróttum og klámi sem nýtur mikilla vinsælda meðal hópverja. Hópurinn er í valdastöðu og meðal aðferða sem hann notar til að viðhalda valdi sínu er að nota grín til að niðurlægja valdaminni hópa. Ef einstaklingur í þessum hópi tileinkar sér ekki þessi viðhorf og hegðun, getur hann átt á hættu að verða úthýst. Þessi hópur hefur alltaf verið með skilgreiningarvaldið og samfélagsmenningin öll litast af hagsmunum hans. Skoðum nú hinn helminginn af þessu tvíeyki okkar. Sá einstaklingur er mótaður og þess vænst af honum að leggja þunga áherslu á útlit sitt – mjög tiltekið útlit – og að eðlilegt og sjálfsagt sé að eyða ómældum tíma og fjármunum í ýmiskonar verk og viðhald á útliti, einstaklingurinn er nefnilega gjarnan skilgreindur út frá útliti sínu frekar en öðrum persónueinkennum. Hógværð, iðjusemi, umhyggja, þjónusta – og valdaleysi eru eiginleikar sem einstaklingum er uppálagt að temja sér. Fyrirmyndir hópsins eru gjarnan bjargarlausar, óvirkar og kynferðislega bjóðandi. Raunar er menningin öll lituð af kynferðislegum táknum (klámvæðingu) og miklar kröfur til þessara einstaklinga að vera kynþokkafullir – en á sama tíma er bannað að vera of virkur kynferðislega – það getur valdið útskúfun. Í sögulegu samhengi er ógjarnan talað um þennan hóp. Ef einstaklingur í þessum hópi „fer upp á dekk“ – sýnir valdatilburði - fær sá hinn sami oft glósur um að vera frekur, yfirgangssamur og stjórnsamur og uppsker jaðarsetningu. Í ljósi þess að kynbundið ofbeldi er faraldur, þá hlýtur að vera rík ástæða til þess að skoða valdatengsl framangreindra hópa, sem leiða af sér að öryggi annars er fórnað fyrir frelsi hins. Það er útilokað að skilja ástæður þess að annar hópurinn býr við mismunun og hinn forréttindi, nema að skoða ólíka félagsmótun og innrætingu í hópunum. Allir þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum – en við munum ekki vinna bug á kynbundnu ofbeldi án þess að skilja orsakir þess. Forréttindablinda, ofbeldismenning og kvenfyrirlitning eru samofin í viðhorf okkar og menningu. Endurskoðun og endurskilgreining á karlmennsku og kvensku er lífsnauðsynleg - skólakerfið gegnir þar lykilhlutverki. Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stundum er eins og fólki þyki óþægilegt að tala um vald, eins og það sé eitthvað neikvætt. Konur tala t.d. frekar um að þær sækist eftir áhrifum en völdum. Fólk tengir vald oft við formleg völd eins og stjórnvöld og lögreglu – en síður við eigin persónulegu tilveru. Vald og valdatengsl á milli einstaklinga og hópa eru lítið rædd almennt. En vald er vitaskuld lykilatriði í lífi okkar. Meðvitund um vald og valdaleysi er nauðsynlegt til að átta sig á orsökum og afleiðingum í flestu sem á daga okkar drífur og sannarlega öll samskipti okkar. Tökum dæmi, með alhæfingardassi, af tveim einstaklingum sem rugla saman reitum. Annar einstaklingurinn er líklegur til að fá félagsmótun og þjálfun í því að sýna frumkvæði, taka áhættu, vera virkur, sýna styrk og alls ekki tjá tilfinningar – því það þykir merki veiklyndis. Þessi einstaklingur hefur margar fyrirmyndir þar sem þessir eiginleikar eru dáðir og hafðir upp til vegs og virðingar og auðvelt er fyrir okkar einstakling að samsama sig við. Í menningarheimi einstaklingsins er ofbeldi normaliserað t.d. í íþróttum og klámi sem nýtur mikilla vinsælda meðal hópverja. Hópurinn er í valdastöðu og meðal aðferða sem hann notar til að viðhalda valdi sínu er að nota grín til að niðurlægja valdaminni hópa. Ef einstaklingur í þessum hópi tileinkar sér ekki þessi viðhorf og hegðun, getur hann átt á hættu að verða úthýst. Þessi hópur hefur alltaf verið með skilgreiningarvaldið og samfélagsmenningin öll litast af hagsmunum hans. Skoðum nú hinn helminginn af þessu tvíeyki okkar. Sá einstaklingur er mótaður og þess vænst af honum að leggja þunga áherslu á útlit sitt – mjög tiltekið útlit – og að eðlilegt og sjálfsagt sé að eyða ómældum tíma og fjármunum í ýmiskonar verk og viðhald á útliti, einstaklingurinn er nefnilega gjarnan skilgreindur út frá útliti sínu frekar en öðrum persónueinkennum. Hógværð, iðjusemi, umhyggja, þjónusta – og valdaleysi eru eiginleikar sem einstaklingum er uppálagt að temja sér. Fyrirmyndir hópsins eru gjarnan bjargarlausar, óvirkar og kynferðislega bjóðandi. Raunar er menningin öll lituð af kynferðislegum táknum (klámvæðingu) og miklar kröfur til þessara einstaklinga að vera kynþokkafullir – en á sama tíma er bannað að vera of virkur kynferðislega – það getur valdið útskúfun. Í sögulegu samhengi er ógjarnan talað um þennan hóp. Ef einstaklingur í þessum hópi „fer upp á dekk“ – sýnir valdatilburði - fær sá hinn sami oft glósur um að vera frekur, yfirgangssamur og stjórnsamur og uppsker jaðarsetningu. Í ljósi þess að kynbundið ofbeldi er faraldur, þá hlýtur að vera rík ástæða til þess að skoða valdatengsl framangreindra hópa, sem leiða af sér að öryggi annars er fórnað fyrir frelsi hins. Það er útilokað að skilja ástæður þess að annar hópurinn býr við mismunun og hinn forréttindi, nema að skoða ólíka félagsmótun og innrætingu í hópunum. Allir þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum – en við munum ekki vinna bug á kynbundnu ofbeldi án þess að skilja orsakir þess. Forréttindablinda, ofbeldismenning og kvenfyrirlitning eru samofin í viðhorf okkar og menningu. Endurskoðun og endurskilgreining á karlmennsku og kvensku er lífsnauðsynleg - skólakerfið gegnir þar lykilhlutverki. Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar