Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. nóvember 2015 14:07 Nico Rosberg var fljótastur í Abú Dabí. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes náði ráspólnum í síðustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Í fyrstu lotunni komu Mercedes menn strax út á ofurmjúku dekkjunum. Þeir komu út og settu einn tíma hvor og létu þar við sitja.Fernando Alonso sprengdi dekk í þegar hann var að reyna að tryggja sér þátttökurétt í annarri lotu. Hann kom McLaren bílnum ekki áfram.Sebastian Vettel datt út í fyrstu lotu. Vettel var á góðri leið með að tryggja sig áfram þegar Ferrari bíllinn hætti að skila afli. Ásamt Alonso og Vettel duttu út Marcus Ericsson á Sauber og Manor ökumennirnir. Romain Grosjean fékk ekki drauma tímatöku til að kveðja Lotus á. Hann lenti í bilun.Vísir/Getty Romain Grosjean glímdi við glussa vandræði í Lotus bílnum, var kallaður inn og vandamálið var talið leyst. Hann kom út og bilaði aftur á úthringnum. Grosjean setti ekki tíma í annarri lotu. Pastor Maldonado endaði ofar en liðsfélagi sinn í tímatökunni, í annað sinn í ár.Sergio Perez kom Force India bíl sínum í þriðja sæti. Hann er búinn að vera í réttum gír alla helgina. Ásamt Grosjean duttu út í annarri lotu Maldonado, Jenson Button á McLaren, Max Verstappen á Toro Rosso og Felipe Nasr á Sauber. Baráttan um ráspól fór að vanda fram í þriðju lotu. Rosberg náði fyrsta högginu á liðsfélaga sinn. Pressan var komin á Hamilton í kjölfarið. Hamilton svaraði Rosberg, en aðeins tímabundið. Þjóðverjinn svaraði fyrir sig og tók 18. ráspól Mercedes á árinu, af 19 mögulegum. Perez gat ekki komið í veg fyrir að Raikkonen rændi þriðja sæti á ráslínu. Bein útsending frá keppninni hefst á Stöð 2 Sport klukkan 12:30 á morgun.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. 27. nóvember 2015 15:45 Vettel: Verstappen hefur komið á óvart Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 segir að nýliðinn Max Verstappen hafi komi á óvart á tímabilinu. 24. nóvember 2015 20:30 Arrivabene: Ferrari verður betra en Mercedes Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari segist búast við því að lið sitt verði betra en Mercedes liðið á næsta ári. 20. nóvember 2015 20:30 Renault vill ekki klára tímabilið án þess að vinna keppni Remi Taffin, framkvæmdastjóri vélamála hjá Renault segir að það verði vont að enda tímabilið án þess að vinna keppni. Aðeins ein keppni er eftir á tímabilinu. 25. nóvember 2015 22:15 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes náði ráspólnum í síðustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Í fyrstu lotunni komu Mercedes menn strax út á ofurmjúku dekkjunum. Þeir komu út og settu einn tíma hvor og létu þar við sitja.Fernando Alonso sprengdi dekk í þegar hann var að reyna að tryggja sér þátttökurétt í annarri lotu. Hann kom McLaren bílnum ekki áfram.Sebastian Vettel datt út í fyrstu lotu. Vettel var á góðri leið með að tryggja sig áfram þegar Ferrari bíllinn hætti að skila afli. Ásamt Alonso og Vettel duttu út Marcus Ericsson á Sauber og Manor ökumennirnir. Romain Grosjean fékk ekki drauma tímatöku til að kveðja Lotus á. Hann lenti í bilun.Vísir/Getty Romain Grosjean glímdi við glussa vandræði í Lotus bílnum, var kallaður inn og vandamálið var talið leyst. Hann kom út og bilaði aftur á úthringnum. Grosjean setti ekki tíma í annarri lotu. Pastor Maldonado endaði ofar en liðsfélagi sinn í tímatökunni, í annað sinn í ár.Sergio Perez kom Force India bíl sínum í þriðja sæti. Hann er búinn að vera í réttum gír alla helgina. Ásamt Grosjean duttu út í annarri lotu Maldonado, Jenson Button á McLaren, Max Verstappen á Toro Rosso og Felipe Nasr á Sauber. Baráttan um ráspól fór að vanda fram í þriðju lotu. Rosberg náði fyrsta högginu á liðsfélaga sinn. Pressan var komin á Hamilton í kjölfarið. Hamilton svaraði Rosberg, en aðeins tímabundið. Þjóðverjinn svaraði fyrir sig og tók 18. ráspól Mercedes á árinu, af 19 mögulegum. Perez gat ekki komið í veg fyrir að Raikkonen rændi þriðja sæti á ráslínu. Bein útsending frá keppninni hefst á Stöð 2 Sport klukkan 12:30 á morgun.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. 27. nóvember 2015 15:45 Vettel: Verstappen hefur komið á óvart Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 segir að nýliðinn Max Verstappen hafi komi á óvart á tímabilinu. 24. nóvember 2015 20:30 Arrivabene: Ferrari verður betra en Mercedes Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari segist búast við því að lið sitt verði betra en Mercedes liðið á næsta ári. 20. nóvember 2015 20:30 Renault vill ekki klára tímabilið án þess að vinna keppni Remi Taffin, framkvæmdastjóri vélamála hjá Renault segir að það verði vont að enda tímabilið án þess að vinna keppni. Aðeins ein keppni er eftir á tímabilinu. 25. nóvember 2015 22:15 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. 27. nóvember 2015 15:45
Vettel: Verstappen hefur komið á óvart Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 segir að nýliðinn Max Verstappen hafi komi á óvart á tímabilinu. 24. nóvember 2015 20:30
Arrivabene: Ferrari verður betra en Mercedes Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari segist búast við því að lið sitt verði betra en Mercedes liðið á næsta ári. 20. nóvember 2015 20:30
Renault vill ekki klára tímabilið án þess að vinna keppni Remi Taffin, framkvæmdastjóri vélamála hjá Renault segir að það verði vont að enda tímabilið án þess að vinna keppni. Aðeins ein keppni er eftir á tímabilinu. 25. nóvember 2015 22:15