Nico Rosberg vann lokakeppnina í Abú Dabí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. nóvember 2015 14:33 Nico Rosberg vann þriðju keppnina í röð í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í síðustu keppni tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. Rosberg var á ráspól og hélt forystunni mest alla keppnina. Hamilton reyndi allgt hvað hann gat, aðra keppnisáætlun þar á meðal en Rosberg var ekki í þeim gírnum að gefa fyrsta sætið upp á bátinn. Rosberg hefur aldrei áður unnið þrjár keppnir í röð. Rosberg hélt fyrsta sætinu í ræsingunni, Hamilton sat aðeins eftir og þurfti að verja stöðu sína fyrir Raikkonen og Sergio Perez.Pastor Maldonado á Lotus lenti í samstuði við Fernando Alonso á McLaren á fyrsta hring. Maldonado gat ekki haldið áfram, Alonso gat haldið áfram en þurfti nýjan framvæng. Maldonado var þó ekki um að kenna í þetta skipti. Alonso fékk refsingu, hann þurfti að keyra í gegnum þjónustusvæðið.Valtteri Bottas tók þjónustuhlé og var hleypt út í umferð á þjónustusvæðinu. Bottas braut framvænginn sinn á hægra afturdekkinu á bíl Button. Bottas þurfti að koma inn á næsta hring til að fá nýjan framvæng. Bottas fékk fimm sekúndna refsingu fyrir atvikið. Eftir fyrstu þjónustuhléin var Sebastian Vettel orðinn annar á Ferrari á milli Rosberg sem var fyrstur og Hamilton í þriðja sæti. Vettel hafði ekki stoppað en ræsti 15. og gat því valið dekk til að byrja á. Sebastian Vettel vann upp 11 sæti í dag.Vísir/Getty Vettel tók sitt fyrsta þjónustuhlé á hring 23. Hann kom út í sjötta sæti. Hann var þá kominn í góða stöðu fyrir slaginn sem koma skyldi. Hamilton gaf í um miðbik keppninnar, hann hafði mest verið rúmega sex sekúndum á eftir Rosberg. Minnst varð bilið tæp ein og hálf sekúnda. Rosberg tók þjónustuhlé á undan og var þá á ferskari dekkjum. Hamilton var á undan á brautinni en var að tapa tíma gagnvart Rosberg. Vettel fékk ofurmjúku dekkin undir á 40. hring. Hann tapaði tveimur sætum við að taka þjónustuhléið, hann þurfti að komast fram úr Daniel Ricciardo á Red Bull og Perez á Force India til að ná fjórða sætinu aftur. Hann komst þangað á hring 45. Hamilton tók þjónustuhlé á hring 42, töluvert seinna en Rosberg. Hamilton gaf allt í botn og var 12 sekúndum á eftir Rosberg með 12 hringi eftir. Hamilton reyndi að vinna upp mismuninn en Rosberg svaraði þegar hann var farinn að sjá grilla í Hamilton í speglunum á beinu köflunum.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. 27. nóvember 2015 15:45 Rosberg: Ég er bara fljótari núna Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð. Hann tryggði Mercedes 18. ráspólinn á tímabilinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. nóvember 2015 18:30 Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes náði ráspólnum í síðustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 28. nóvember 2015 14:07 Renault vill ekki klára tímabilið án þess að vinna keppni Remi Taffin, framkvæmdastjóri vélamála hjá Renault segir að það verði vont að enda tímabilið án þess að vinna keppni. Aðeins ein keppni er eftir á tímabilinu. 25. nóvember 2015 22:15 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í síðustu keppni tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. Rosberg var á ráspól og hélt forystunni mest alla keppnina. Hamilton reyndi allgt hvað hann gat, aðra keppnisáætlun þar á meðal en Rosberg var ekki í þeim gírnum að gefa fyrsta sætið upp á bátinn. Rosberg hefur aldrei áður unnið þrjár keppnir í röð. Rosberg hélt fyrsta sætinu í ræsingunni, Hamilton sat aðeins eftir og þurfti að verja stöðu sína fyrir Raikkonen og Sergio Perez.Pastor Maldonado á Lotus lenti í samstuði við Fernando Alonso á McLaren á fyrsta hring. Maldonado gat ekki haldið áfram, Alonso gat haldið áfram en þurfti nýjan framvæng. Maldonado var þó ekki um að kenna í þetta skipti. Alonso fékk refsingu, hann þurfti að keyra í gegnum þjónustusvæðið.Valtteri Bottas tók þjónustuhlé og var hleypt út í umferð á þjónustusvæðinu. Bottas braut framvænginn sinn á hægra afturdekkinu á bíl Button. Bottas þurfti að koma inn á næsta hring til að fá nýjan framvæng. Bottas fékk fimm sekúndna refsingu fyrir atvikið. Eftir fyrstu þjónustuhléin var Sebastian Vettel orðinn annar á Ferrari á milli Rosberg sem var fyrstur og Hamilton í þriðja sæti. Vettel hafði ekki stoppað en ræsti 15. og gat því valið dekk til að byrja á. Sebastian Vettel vann upp 11 sæti í dag.Vísir/Getty Vettel tók sitt fyrsta þjónustuhlé á hring 23. Hann kom út í sjötta sæti. Hann var þá kominn í góða stöðu fyrir slaginn sem koma skyldi. Hamilton gaf í um miðbik keppninnar, hann hafði mest verið rúmega sex sekúndum á eftir Rosberg. Minnst varð bilið tæp ein og hálf sekúnda. Rosberg tók þjónustuhlé á undan og var þá á ferskari dekkjum. Hamilton var á undan á brautinni en var að tapa tíma gagnvart Rosberg. Vettel fékk ofurmjúku dekkin undir á 40. hring. Hann tapaði tveimur sætum við að taka þjónustuhléið, hann þurfti að komast fram úr Daniel Ricciardo á Red Bull og Perez á Force India til að ná fjórða sætinu aftur. Hann komst þangað á hring 45. Hamilton tók þjónustuhlé á hring 42, töluvert seinna en Rosberg. Hamilton gaf allt í botn og var 12 sekúndum á eftir Rosberg með 12 hringi eftir. Hamilton reyndi að vinna upp mismuninn en Rosberg svaraði þegar hann var farinn að sjá grilla í Hamilton í speglunum á beinu köflunum.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. 27. nóvember 2015 15:45 Rosberg: Ég er bara fljótari núna Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð. Hann tryggði Mercedes 18. ráspólinn á tímabilinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. nóvember 2015 18:30 Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes náði ráspólnum í síðustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 28. nóvember 2015 14:07 Renault vill ekki klára tímabilið án þess að vinna keppni Remi Taffin, framkvæmdastjóri vélamála hjá Renault segir að það verði vont að enda tímabilið án þess að vinna keppni. Aðeins ein keppni er eftir á tímabilinu. 25. nóvember 2015 22:15 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. 27. nóvember 2015 15:45
Rosberg: Ég er bara fljótari núna Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð. Hann tryggði Mercedes 18. ráspólinn á tímabilinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. nóvember 2015 18:30
Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes náði ráspólnum í síðustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 28. nóvember 2015 14:07
Renault vill ekki klára tímabilið án þess að vinna keppni Remi Taffin, framkvæmdastjóri vélamála hjá Renault segir að það verði vont að enda tímabilið án þess að vinna keppni. Aðeins ein keppni er eftir á tímabilinu. 25. nóvember 2015 22:15