Innlent

Árni Johnsen slapp með skrekkinn eftir bílveltu

Birgir Olgeirsson skrifar
Árni Johnsen slapp með skrekkinn.
Árni Johnsen slapp með skrekkinn. Vísir/GVA
„Það er allt í lagi með mig,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem slapp með skrekkinn eftir að bíll sem hann ók valt út af Suðurlandsvegi, vestan við Hellu, um eittleytið í dag.

Hann segir bíl sinn vera töluvert tjónaðan eftir þessu veltu en Árni var í samfloti við annan bíl á hægri ferð. Mikið slabb er á veginum að sögn Árna og launhált og hvetur hann ökumenn til að fara varlega á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×