Átta mánaða skilorð fyrir fjárdrátt og umboðssvik Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2015 19:21 Álverið Reyðarfirði. vísir/valli Karlmaður á fertugsaldri, Eyjólfur Rúnar Þráinsson, var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Sex mánuðir refsingarinnar eru bundnir skilorði til tveggja ára. Að auki er manninum gert að endurgreiða Starfsmannafélaginu Sóma tæpar sex milljónir króna og rúmar 1,3 milljónir í málskostnað. Maðurinn var gjaldkeri starfsmannafélagsins en í félaginu eru starfsmenn álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði. Hann tók við stöðunni í maí 2013 og hófst fjárdrátturinn strax í næsta mánuði. Stóð fjárdrátturinn yfir í tæpt ár eða fram í apríl 2014. Hann játaði sök í þeim ákæruliðum er sneru að fjárdrætti en neitaði sök þegar kom að umboðssvikum. Var hann ákærður í alls sextán liðum en hann var sakfelldur í fjórtán. Hinn sakfelldi hóf störf hjá Alcoa árið 2012 en hann er menntaður rafvirki. Fyrir dómi kom fram að hann hefði verið í djúpri holu „andlega, líkamlega og fjárhagslega“ í kjölfar atburða í sínu lífi. Frá síðasta hausti hafi hann sótt reglulega tíma hjá sálfræðingi. Hann hefði enga reynslu haft af félagsstörfum og taldi að hann væri í fullum rétti til að ráðstafa fé félagsins án aðkomu stjórnar þess. Við ákvörðunar var litið til þess að hann hafi misnotað trúnaðaraðstöðu sem hann gegndi sem stjórnarmaður og gjaldkeri félagsins. Ekki var miðað við að ásetningur hans hafi verið mikill þar sem hann hafi ekki lagt mikla vinnu í að leyna brotum sínum. Tengdar fréttir Brotist inn í starfsmannafélag Alcoa Brotist var inn í Sómasetrið, starfsmannafélag Alcoa-Fjarðaráls á Reyðarfirði í nótt. 29. apríl 2014 16:25 Gjaldkeri starfsmannafélags ákærður fyrir fjárdrátt Brotin nema tæplega átta milljónum króna. 24. mars 2015 11:16 Tölva, snjallsími, bíll og rúm upp í fjárdráttinn hjá Sóma „Rétt skal vera rétt,“ segir gjaldkerinn fyrrverandi sem segir stjórn Sóma reyna að klína á sig hærri upphæð en hann hafi í raun stolið. 2. maí 2014 13:35 Gjaldkeri starfsmannafélags viðurkennir fjárdrátt Upphæðin sem er til rannsóknar hjá lögreglu er átta milljónir króna. 29. apríl 2014 16:06 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri, Eyjólfur Rúnar Þráinsson, var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Sex mánuðir refsingarinnar eru bundnir skilorði til tveggja ára. Að auki er manninum gert að endurgreiða Starfsmannafélaginu Sóma tæpar sex milljónir króna og rúmar 1,3 milljónir í málskostnað. Maðurinn var gjaldkeri starfsmannafélagsins en í félaginu eru starfsmenn álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði. Hann tók við stöðunni í maí 2013 og hófst fjárdrátturinn strax í næsta mánuði. Stóð fjárdrátturinn yfir í tæpt ár eða fram í apríl 2014. Hann játaði sök í þeim ákæruliðum er sneru að fjárdrætti en neitaði sök þegar kom að umboðssvikum. Var hann ákærður í alls sextán liðum en hann var sakfelldur í fjórtán. Hinn sakfelldi hóf störf hjá Alcoa árið 2012 en hann er menntaður rafvirki. Fyrir dómi kom fram að hann hefði verið í djúpri holu „andlega, líkamlega og fjárhagslega“ í kjölfar atburða í sínu lífi. Frá síðasta hausti hafi hann sótt reglulega tíma hjá sálfræðingi. Hann hefði enga reynslu haft af félagsstörfum og taldi að hann væri í fullum rétti til að ráðstafa fé félagsins án aðkomu stjórnar þess. Við ákvörðunar var litið til þess að hann hafi misnotað trúnaðaraðstöðu sem hann gegndi sem stjórnarmaður og gjaldkeri félagsins. Ekki var miðað við að ásetningur hans hafi verið mikill þar sem hann hafi ekki lagt mikla vinnu í að leyna brotum sínum.
Tengdar fréttir Brotist inn í starfsmannafélag Alcoa Brotist var inn í Sómasetrið, starfsmannafélag Alcoa-Fjarðaráls á Reyðarfirði í nótt. 29. apríl 2014 16:25 Gjaldkeri starfsmannafélags ákærður fyrir fjárdrátt Brotin nema tæplega átta milljónum króna. 24. mars 2015 11:16 Tölva, snjallsími, bíll og rúm upp í fjárdráttinn hjá Sóma „Rétt skal vera rétt,“ segir gjaldkerinn fyrrverandi sem segir stjórn Sóma reyna að klína á sig hærri upphæð en hann hafi í raun stolið. 2. maí 2014 13:35 Gjaldkeri starfsmannafélags viðurkennir fjárdrátt Upphæðin sem er til rannsóknar hjá lögreglu er átta milljónir króna. 29. apríl 2014 16:06 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Brotist inn í starfsmannafélag Alcoa Brotist var inn í Sómasetrið, starfsmannafélag Alcoa-Fjarðaráls á Reyðarfirði í nótt. 29. apríl 2014 16:25
Gjaldkeri starfsmannafélags ákærður fyrir fjárdrátt Brotin nema tæplega átta milljónum króna. 24. mars 2015 11:16
Tölva, snjallsími, bíll og rúm upp í fjárdráttinn hjá Sóma „Rétt skal vera rétt,“ segir gjaldkerinn fyrrverandi sem segir stjórn Sóma reyna að klína á sig hærri upphæð en hann hafi í raun stolið. 2. maí 2014 13:35
Gjaldkeri starfsmannafélags viðurkennir fjárdrátt Upphæðin sem er til rannsóknar hjá lögreglu er átta milljónir króna. 29. apríl 2014 16:06