Fær fullar bætur vegna örorku sem hlaust af líkamsræktartæki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2015 21:30 Líkamsræktarstöðvar geta verið varasamar. vísir/getty Sjóvá og Fljótsdalshérað bera fulla ábyrgð á líkamstjóni sem íþróttakennari á sextugsaldri varð fyrir í líkamsræktarstöð Egilsstaða í ágústmánuði 2010. Í kjölfar slyssins er maðurinn tólf prósent öryrki. Slysið átti sér stað er maðurinn var að gera æfingu í togvél, svokallaðri „Multi Jungle“ vél, þegar pinni, sem hafði það hlutverk að halda sleða með trissuhjóli tækisins á réttum stað, losnaði. Afleiðingar þess voru að trissuhjólið losnaði og maðurinn slengdist fram og fengið hlíf trissuhjólsins í höfuðið. Höggið kýldi hálshrygg mannsins í mikla beygju sem hefur valdið honum talsverðum óþægindum. Maðurinn taldi að líkamstjón hans mætti rekja til galla í tækinu en atburður sem þessi hafði átt sér stað þrisvar áður. Í tvígang olli það slysum á fólki. Einnig var byggt á því að Fljótsdalshérað hefði vanrækt það að tryggja öryggi í líkamsræktarstöðinni. Öllum slíkum ásökunum var hafnað af sveitarfélaginu. Héraðsdómur Austurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi bera helming tjóns síns sjálfur þar sem hann hefði verið meðvitaður um að tækið ætti þetta til ef ekki væri farið rétt að því. Niðurstaða Hæstaréttar var hins vegar að fella bótaábyrgðina alfarið á sveitarfélagið og tryggingarfélag þess. Engin gögn lægu fyrir í málinu sem bentu til þess að notkun mannsins á tækinu hefði verið röng og því ekki tilefni til að fella sök á hann. Var Sjóvá og Fljótsdalshéraði, líkt og áður segir, því gert að bæta manninum tjón sitt auk þess að greiða honum málskostnað á báðum dómstigum alls tvær milljónir króna. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Sjóvá og Fljótsdalshérað bera fulla ábyrgð á líkamstjóni sem íþróttakennari á sextugsaldri varð fyrir í líkamsræktarstöð Egilsstaða í ágústmánuði 2010. Í kjölfar slyssins er maðurinn tólf prósent öryrki. Slysið átti sér stað er maðurinn var að gera æfingu í togvél, svokallaðri „Multi Jungle“ vél, þegar pinni, sem hafði það hlutverk að halda sleða með trissuhjóli tækisins á réttum stað, losnaði. Afleiðingar þess voru að trissuhjólið losnaði og maðurinn slengdist fram og fengið hlíf trissuhjólsins í höfuðið. Höggið kýldi hálshrygg mannsins í mikla beygju sem hefur valdið honum talsverðum óþægindum. Maðurinn taldi að líkamstjón hans mætti rekja til galla í tækinu en atburður sem þessi hafði átt sér stað þrisvar áður. Í tvígang olli það slysum á fólki. Einnig var byggt á því að Fljótsdalshérað hefði vanrækt það að tryggja öryggi í líkamsræktarstöðinni. Öllum slíkum ásökunum var hafnað af sveitarfélaginu. Héraðsdómur Austurlands komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi bera helming tjóns síns sjálfur þar sem hann hefði verið meðvitaður um að tækið ætti þetta til ef ekki væri farið rétt að því. Niðurstaða Hæstaréttar var hins vegar að fella bótaábyrgðina alfarið á sveitarfélagið og tryggingarfélag þess. Engin gögn lægu fyrir í málinu sem bentu til þess að notkun mannsins á tækinu hefði verið röng og því ekki tilefni til að fella sök á hann. Var Sjóvá og Fljótsdalshéraði, líkt og áður segir, því gert að bæta manninum tjón sitt auk þess að greiða honum málskostnað á báðum dómstigum alls tvær milljónir króna.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira