Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 10:00 Craig Pedersen stýrir Íslandi áfram en hann kom strákunum fyrstur manna á EM. vísir/stefán Kanadamaðurinn Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við Körfuboltasambandið um tvö ár með möguleika á að vera í fjögur ár til viðbótar. Pedersen stýrði Íslandi í fyrsta sinn á Evrópumótið, en strákarnir okkar heilluðu körfuboltaheiminn með frammistöðu sinni í Berlín í september. Pedersen hefur þjálfað danska liðið Svendborg Rabbits í þrettán ár en lætur nú af störfum þar til að einbeita sér að landsliðinu og stærra hlutverki innan sambandsins. „Ég vildi fyrst og frekst eyða meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Pedersen við Vísi um ástæðu þess að hann sagði upp störfum hjá Svendborg og tók að sér stærra hlutverk á Íslandi. „Ég á unga stráka sem ég vildi ekki bíða með að eyða meiri tíma með. Ég vildi ekki bíða í sex mánuði heldur þarf ég að byrja að eyða meiri tíma með þeim núna. Fyrst og fremst hugsaði ég um það.“ „Konunni minni leist vel á þetta með íslenska landsliðið. Ég verð mun meira heima í staðinn fyrir að vera alltaf að þjálfa Svendborg. Þó ég verði meira á Íslandi kemur það ekki að sök. Þetta passar fullkomlega,“ segir Pedersen.Craig ætlar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.vísir/gettyGerði þetta fyrir mig Kanadamanninum hlakkar mikið til að takast á við fleiri verkefni í kringum íslenska liðið, en hann á meðal annars að vera tengiliður KKÍ við bandarísku skólana sem sumir landsliðsmanna Íslands spila fyrir. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni fyrir mig. Þetta mun líka klárlega kveikja nýjan neista í mér og endurhlaða mig fyrir baráttuna í næstu undankeppni þegar við reynum að komast aftur á EM,“ segir Pedersen sem átti ekki erfitt með að skilja við Kanínurnar í Svendborg. „Mér fannst ég verða að gera þetta fyrir mig og fjölskylduna og þetta var eitthvað sem gat ekki beðið. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað um lengi en ég vissi ekki hvernig ég ætlaði að framkvæmda. Ég hefði hætt hjá Svendborg sama hvort ég yrði áfram með Ísland eða ekki.“Craig er kennari í fullu starfi.vísir/stefánBara heima í tíu mínútur Pedersen er ekki þjálfari í fullu starfi í dönsku úrvalsdeildinni. Hann er kennari í skóla þar sem körfubolti er ein af brautunum sem nemendur geta valið. Hann þjálfar því einnig krakka og er lítið heima. „Það er mikið af leikjum á kvöldin og um helgar. Sumar vikur er ég kannski bara heima í tíu mínútur áður en ég er rokinn út um dyrnar aftur. Þó ég fái ekki borgað eins og atvinnuþjálfari hjá Svendborg skila ég jafn mörgum klukkustundum á viku eins og þetta væri mitt aðalstarf,“ segir Pedersen. „Ferðirnar til Bandaríkjanna passa svo vel inn í dagskrána hjá mér því þær verða eftir jól þegar það eru nokkur frí í skólanum. Ég missi því ekki af neinu.“Arnar Guðjónsson tekur við af Craig hjá Svendborg.vísir/andri marinóFulla trú á Arnari Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og íslenska landsliðinu, var ráðinn aðalþjálfari hjá Kanínunum eftir að Pedersen hætti. Hann hefur fulla trú á sínum manni. „Hann mun standa sig vel. Arnar þekkir varnarkerfið sem við erum að skipta yfir í betur en ég þannig þetta verður ekkert vandamál. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að skora stig og nú er nýr Kani á leiðinni. Liðið ætti bara að spila betur,“ segir Pedersen sem hlakkar til að eyða meiri tíma Íslandi og það sama gildir um fjölskyldu hans. „Ég mun koma þrisvar til fjórum sinnum oftar til Íslands og sjá leiki, tala við þjálfara og leikmenn. Það verður gaman,“ sann. „Konan mín og sérstaklega litlu strákarnir mínir nutu sín vel á Íslandi síðasta sumar. Kanadíska fjölskyldan mín kom einnig í heimsókn og sagðist ætla að koma aftur til Íslands ef ég yrði áfram,“ segir Craig Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Kanadamaðurinn Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við Körfuboltasambandið um tvö ár með möguleika á að vera í fjögur ár til viðbótar. Pedersen stýrði Íslandi í fyrsta sinn á Evrópumótið, en strákarnir okkar heilluðu körfuboltaheiminn með frammistöðu sinni í Berlín í september. Pedersen hefur þjálfað danska liðið Svendborg Rabbits í þrettán ár en lætur nú af störfum þar til að einbeita sér að landsliðinu og stærra hlutverki innan sambandsins. „Ég vildi fyrst og frekst eyða meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Pedersen við Vísi um ástæðu þess að hann sagði upp störfum hjá Svendborg og tók að sér stærra hlutverk á Íslandi. „Ég á unga stráka sem ég vildi ekki bíða með að eyða meiri tíma með. Ég vildi ekki bíða í sex mánuði heldur þarf ég að byrja að eyða meiri tíma með þeim núna. Fyrst og fremst hugsaði ég um það.“ „Konunni minni leist vel á þetta með íslenska landsliðið. Ég verð mun meira heima í staðinn fyrir að vera alltaf að þjálfa Svendborg. Þó ég verði meira á Íslandi kemur það ekki að sök. Þetta passar fullkomlega,“ segir Pedersen.Craig ætlar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.vísir/gettyGerði þetta fyrir mig Kanadamanninum hlakkar mikið til að takast á við fleiri verkefni í kringum íslenska liðið, en hann á meðal annars að vera tengiliður KKÍ við bandarísku skólana sem sumir landsliðsmanna Íslands spila fyrir. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni fyrir mig. Þetta mun líka klárlega kveikja nýjan neista í mér og endurhlaða mig fyrir baráttuna í næstu undankeppni þegar við reynum að komast aftur á EM,“ segir Pedersen sem átti ekki erfitt með að skilja við Kanínurnar í Svendborg. „Mér fannst ég verða að gera þetta fyrir mig og fjölskylduna og þetta var eitthvað sem gat ekki beðið. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað um lengi en ég vissi ekki hvernig ég ætlaði að framkvæmda. Ég hefði hætt hjá Svendborg sama hvort ég yrði áfram með Ísland eða ekki.“Craig er kennari í fullu starfi.vísir/stefánBara heima í tíu mínútur Pedersen er ekki þjálfari í fullu starfi í dönsku úrvalsdeildinni. Hann er kennari í skóla þar sem körfubolti er ein af brautunum sem nemendur geta valið. Hann þjálfar því einnig krakka og er lítið heima. „Það er mikið af leikjum á kvöldin og um helgar. Sumar vikur er ég kannski bara heima í tíu mínútur áður en ég er rokinn út um dyrnar aftur. Þó ég fái ekki borgað eins og atvinnuþjálfari hjá Svendborg skila ég jafn mörgum klukkustundum á viku eins og þetta væri mitt aðalstarf,“ segir Pedersen. „Ferðirnar til Bandaríkjanna passa svo vel inn í dagskrána hjá mér því þær verða eftir jól þegar það eru nokkur frí í skólanum. Ég missi því ekki af neinu.“Arnar Guðjónsson tekur við af Craig hjá Svendborg.vísir/andri marinóFulla trú á Arnari Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og íslenska landsliðinu, var ráðinn aðalþjálfari hjá Kanínunum eftir að Pedersen hætti. Hann hefur fulla trú á sínum manni. „Hann mun standa sig vel. Arnar þekkir varnarkerfið sem við erum að skipta yfir í betur en ég þannig þetta verður ekkert vandamál. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að skora stig og nú er nýr Kani á leiðinni. Liðið ætti bara að spila betur,“ segir Pedersen sem hlakkar til að eyða meiri tíma Íslandi og það sama gildir um fjölskyldu hans. „Ég mun koma þrisvar til fjórum sinnum oftar til Íslands og sjá leiki, tala við þjálfara og leikmenn. Það verður gaman,“ sann. „Konan mín og sérstaklega litlu strákarnir mínir nutu sín vel á Íslandi síðasta sumar. Kanadíska fjölskyldan mín kom einnig í heimsókn og sagðist ætla að koma aftur til Íslands ef ég yrði áfram,“ segir Craig Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Meistararnir í Sláturhúsinu Í beinni: ÍR - Tindastóll | Heldur draumabyrjun Stólanna áfram? Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira