Innlent

Harpa og Þjóðleikhúsið prýdd frönsku fánalitunum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Harpa tekur sig vel út.
Harpa tekur sig vel út. mynd/Geir Finnsson
Víða um heim hafa byggingar verið lýstar upp í frönsku fánalitunum líkt og Vísir hefur áður komið inn á. Nú má sjá hið sama gerast með byggingar hér á landi til að mynda á Hörpu og Þjóðleikhúsinu.

„Þetta er smá tæknimaus því við erum ekki að varpa ljósi á Hörpu heldur nýta hjúpinn til að kalla fram litina. Þetta er því aðeins flóknara en vonandi tekst þetta á næstu klukkutímum,“ sagði Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, í samtali við Vísi fyrr í dag.

Hann bætti því við að venjulega tæki þetta aðeins lengri tíma en tæknimennirnir væru orðnir skrambi færir og myndu leggja sig fram við að klára þetta í dag.

Mynd/Isavia

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×