Heimsmeistaramótið í jójói verður haldið í Hörpu með pomp og prakt Bjarki Ármannsson skrifar 17. nóvember 2015 23:00 Heimsmeistarakeppnin í jójói verður haldin í Reykjavík árið 2017. Tveir áhugamenn um jójóiðkun hafa tryggt sér þátttökuréttinn og segja jójóheiminn einstakan.Vonast til að sjá uppúr 300 manns Mótið verður haldið í Hörpu aðra helgina í ágúst á þarnæsta ári. Um árlegt mót er að ræða, sem haldið er til skiptis í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Ástæðan fyrir þessum mikla fyrirvara er bara þannig að við höfum tíma til að undirbúa allt,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson, annar skipuleggjenda. „Við fengum mótið fram yfir Pólland, pólskur vinur okkur lét þau orð falla á Evrópumótinu í byrjun árs að hann myndi vilja fá mótið.“ Sigurhans segir erfitt að segja til um hversu margir muni mæta á mótið erlendir frá en vonast til þess að sjá uppúr 300 manns, þar af um 200 keppendur. Mótið er haldið yfir þrjá daga og hefst á forkeppni þar sem hver keppandi hefur mínútu til að leika listir sínar á sviðinu fyrir úrvalslið dómara.Bandaríkjamaðurinn Zach Gormley er ríkjandi heimsmeistari í jójói. Hér má sjá hann leika listir sínar á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Tókýó í ár.„Svo koma undanúrslit og svo úrslit,“ útskýrir Sigurhans. „Það er keppt í fimm mismunandi stílum. Þú getur verið með eitt eða tvö jójó, eða jójó sem er ekki tengt, svokallað „off-string“ jójó.“Sigurhans (t.v.) og Páll Valdimar eru kyndilberar Íslands í jójóheiminum alþjóðlega.Mynd/Sigurhans ÓskarGæti beðið heimsmeistarann um byrjandatrix Sigurhans skipuleggur mótið ásamt félaga sínum, Páli Valdimar Guðmundssyni Kolka, en þeir hafa báðir keppt á jójómótum erlendis og hreppti Páll til að mynda fjórða sætið á Evrópumeistaramótinu í Búdapest árið 2013. Þeir félagarnir gera þó ekki ráð fyrir því að keppa um heimsmeistaratitilinn á heimavelli, enda munu þeir hafa í nægu að snúast þegar þar að kemur. „Við erum samt að vinna í því að hafa einhverskonar Íslandsmeistaramót samhliða heimsmeistaramótinu,“ segir Sigurhans. „Að sjálfsögðu getur svo hver sem er komið og fylgst með úti í Hörpu. Jójó-heimurinn er þannig að þetta er svo opið fólk, ég gæti sjálfur beðið heimsmeistarann um að sýna mér byrjandatrix og hann myndi gera það.“Páll Valdimar tók þátt í Ísland Got Talent í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá hann sýna fimni sína með jójóið. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin í jójói verður haldin í Reykjavík árið 2017. Tveir áhugamenn um jójóiðkun hafa tryggt sér þátttökuréttinn og segja jójóheiminn einstakan.Vonast til að sjá uppúr 300 manns Mótið verður haldið í Hörpu aðra helgina í ágúst á þarnæsta ári. Um árlegt mót er að ræða, sem haldið er til skiptis í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Ástæðan fyrir þessum mikla fyrirvara er bara þannig að við höfum tíma til að undirbúa allt,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson, annar skipuleggjenda. „Við fengum mótið fram yfir Pólland, pólskur vinur okkur lét þau orð falla á Evrópumótinu í byrjun árs að hann myndi vilja fá mótið.“ Sigurhans segir erfitt að segja til um hversu margir muni mæta á mótið erlendir frá en vonast til þess að sjá uppúr 300 manns, þar af um 200 keppendur. Mótið er haldið yfir þrjá daga og hefst á forkeppni þar sem hver keppandi hefur mínútu til að leika listir sínar á sviðinu fyrir úrvalslið dómara.Bandaríkjamaðurinn Zach Gormley er ríkjandi heimsmeistari í jójói. Hér má sjá hann leika listir sínar á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Tókýó í ár.„Svo koma undanúrslit og svo úrslit,“ útskýrir Sigurhans. „Það er keppt í fimm mismunandi stílum. Þú getur verið með eitt eða tvö jójó, eða jójó sem er ekki tengt, svokallað „off-string“ jójó.“Sigurhans (t.v.) og Páll Valdimar eru kyndilberar Íslands í jójóheiminum alþjóðlega.Mynd/Sigurhans ÓskarGæti beðið heimsmeistarann um byrjandatrix Sigurhans skipuleggur mótið ásamt félaga sínum, Páli Valdimar Guðmundssyni Kolka, en þeir hafa báðir keppt á jójómótum erlendis og hreppti Páll til að mynda fjórða sætið á Evrópumeistaramótinu í Búdapest árið 2013. Þeir félagarnir gera þó ekki ráð fyrir því að keppa um heimsmeistaratitilinn á heimavelli, enda munu þeir hafa í nægu að snúast þegar þar að kemur. „Við erum samt að vinna í því að hafa einhverskonar Íslandsmeistaramót samhliða heimsmeistaramótinu,“ segir Sigurhans. „Að sjálfsögðu getur svo hver sem er komið og fylgst með úti í Hörpu. Jójó-heimurinn er þannig að þetta er svo opið fólk, ég gæti sjálfur beðið heimsmeistarann um að sýna mér byrjandatrix og hann myndi gera það.“Páll Valdimar tók þátt í Ísland Got Talent í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá hann sýna fimni sína með jójóið.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira