Tekjur hinna tekjuhæstu aukast mest Ingvar Haraldsson skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Hve miklar tekjur einstaklingar, hjón eða samskattað sambýlisfólk, þarf að hafa á ári eftir að hafa greitt skatt til að vera meðal 1%, 10%, 30%, 50% og 70% tekjuhæstu Íslendinganna. fréttablaðið Á síðasta ári jukust ráðstöfunartekjur tekjuhæstu Íslendinganna mest allra, en það eru þær tekjur sem eftir standa þegar búið er að greiða skatta. Til að vera meðal eins prósents tekjuhæstu Íslendinganna þurfa ráðstöfunartekjur framteljenda, það er hjóna, einstaklinga eða samskattaðs sambúðarfólks að nema 20,6 milljónum króna á ári sem er aukning um 9,6 prósent milli ára. Það er mesta hækkun allra tekjuflokka milli ára. Næstmest varð hækkunin meðal tíu prósenta tekjuhæstu framteljendanna sem hækkuðu um 6,8 prósent og þurfa árstekjur að nema 10,1 milljón króna. Ráðstöfunartekjur tekjuhæstu tíu prósentanna jukust um 11,6 prósent milli ára en annarra tekjuhópa minna eða um fimm til sex prósent ef undanskilinn er allra lægsti tekjuhópurinn, sem að meðaltali hefur 320 þúsund krónur í árslaun og vinnur því ekki nema mjög lítinn hluta úr ári. Sé rýnt í hvað er að baki tekjuaukningunni þá munar mest um aukningu fjármagnstekna hjá tekjuhæstu tíu prósentunum en þær aukast um 31 prósent milli ára en dragast saman hjá öllum öðrum. Atvinnutekjur þessa hóps aukast þó minna en annarra eða um fimm prósent samanborið við 8-12 prósent aukningu meðal hinna tekjulægri.Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir tekjur hinna tekjuhæstu oft fylgja hagsveiflunni.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að þróunin þurfi ekki að koma á óvart. Hinir tekjuhæstu, sérstaklega atvinnurekendur, hagnist oft hraðar en aðrir í uppsveiflu. „Þeir fá tekjurnar af fyrirtækinu þegar búið er að borga öllum öðrum og þegar hagsveiflan fer að fara upp á við þá er það rekstrarafgangurinn sem eykst hratt og þess vegna ekki óeðlilegt að tekjur þeirra, sem eru með svoleiðis tekjur, vaxi hraðar,“ segir Þórólfur. Þá bendir Þórólfur á að aðgerðir stjórnvalda hafi einnig áhrif á tekjudreifingu. „Í kjölfar hrunsins voru álögur á þá tekjumeiri auknar mjög mikið og núverandi ríkisstjórn hefur svona verið að draga sumt af því til baka. Laun þeirra tekjulægstu og bætur og ýmislegt þess háttar hækkar hægar,“ bendir hagfræðiprófessorinn á. Hins vegar fari þróunin oft í hina áttina í niðursveiflu. Tekjur þeirra ríkustu, sem oft séu að stórum hluta fjáramagnstekjur, dragist mun hraðar saman en tekjur launafólks. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Á síðasta ári jukust ráðstöfunartekjur tekjuhæstu Íslendinganna mest allra, en það eru þær tekjur sem eftir standa þegar búið er að greiða skatta. Til að vera meðal eins prósents tekjuhæstu Íslendinganna þurfa ráðstöfunartekjur framteljenda, það er hjóna, einstaklinga eða samskattaðs sambúðarfólks að nema 20,6 milljónum króna á ári sem er aukning um 9,6 prósent milli ára. Það er mesta hækkun allra tekjuflokka milli ára. Næstmest varð hækkunin meðal tíu prósenta tekjuhæstu framteljendanna sem hækkuðu um 6,8 prósent og þurfa árstekjur að nema 10,1 milljón króna. Ráðstöfunartekjur tekjuhæstu tíu prósentanna jukust um 11,6 prósent milli ára en annarra tekjuhópa minna eða um fimm til sex prósent ef undanskilinn er allra lægsti tekjuhópurinn, sem að meðaltali hefur 320 þúsund krónur í árslaun og vinnur því ekki nema mjög lítinn hluta úr ári. Sé rýnt í hvað er að baki tekjuaukningunni þá munar mest um aukningu fjármagnstekna hjá tekjuhæstu tíu prósentunum en þær aukast um 31 prósent milli ára en dragast saman hjá öllum öðrum. Atvinnutekjur þessa hóps aukast þó minna en annarra eða um fimm prósent samanborið við 8-12 prósent aukningu meðal hinna tekjulægri.Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segir tekjur hinna tekjuhæstu oft fylgja hagsveiflunni.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að þróunin þurfi ekki að koma á óvart. Hinir tekjuhæstu, sérstaklega atvinnurekendur, hagnist oft hraðar en aðrir í uppsveiflu. „Þeir fá tekjurnar af fyrirtækinu þegar búið er að borga öllum öðrum og þegar hagsveiflan fer að fara upp á við þá er það rekstrarafgangurinn sem eykst hratt og þess vegna ekki óeðlilegt að tekjur þeirra, sem eru með svoleiðis tekjur, vaxi hraðar,“ segir Þórólfur. Þá bendir Þórólfur á að aðgerðir stjórnvalda hafi einnig áhrif á tekjudreifingu. „Í kjölfar hrunsins voru álögur á þá tekjumeiri auknar mjög mikið og núverandi ríkisstjórn hefur svona verið að draga sumt af því til baka. Laun þeirra tekjulægstu og bætur og ýmislegt þess háttar hækkar hægar,“ bendir hagfræðiprófessorinn á. Hins vegar fari þróunin oft í hina áttina í niðursveiflu. Tekjur þeirra ríkustu, sem oft séu að stórum hluta fjáramagnstekjur, dragist mun hraðar saman en tekjur launafólks.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira