Sameining gæti sparað þrjá og hálfan milljarð árlega Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 15:15 Athafnasvæði Björgunar við Sævarhöfða en Sævarhöfði kom best út úr skýrslu KPMG sem framtíðarstaðsetning sameinaðs Landspítala. Verði starfsemi Landspítalans sameinuð á einn stað má gera ráð fyrir sparnaði í rekstri um ríflega þrjá milljarða króna árlega. Þetta segir heilsuhagfræðingurinn Gunnar Alexander Ólafsson sem bar hitann og þungann af skýrslu Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins við Bifröst um byggingu nýs Landsspítala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að hægt sé að byggja nýtt sjúkrahús á betri stað en við Hringbraut enda sé hagkvæmara og skynsamlegra út frá skipulagsmálum að byggja nær miðju höfuðborgarsvæðisins. Þar megi byggja sambærileg sjúkrahús og verið er að byggja á Norðurlöndunum um þessar mundir en þau eru hærri en hægt er að byggja við Hringbraut, sökum nálægðar við flugvöllinn. Sjá einnig: Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetinÍ því samhengi nefnir Gunnar að byggingarsvæðið við Sævarhöfða hafið komið einna best út úr skýrslu sem byggingarnefnd Landspítalans fékk nýverið frá KPMG. Þar kom fram að sú staðsetning hafi verið fyrir notendur og starfsfólk ef af yrði, ekki síst með tilliti til þeirrar auknu umferðar sem óneitanlega mun fylgja nýjum og stærri spítala. Þrátt fyrir að skýrsluhöfundur hvetji til þess að ekki verði ráðist í framkvæmdirnar á næstunni, meðal annars vegna rökstuðnings Seðlabankans á vaxtahækkun sinni í morgun, segir Gunnar að það sé engum blöðum um það að fletta að sameiningu spítalanna myndi óneitanlega fylgja mikill sparnaður í rekstrarkostnaði. „Það þarf ekkert að fjölyrða frekar um það að ef spítalinn yrði settur á einn stað, til einföldunar ef starfsemin spítalans í Fossvogi yrði færð á annan stað eins og á Hringbraut eða Sævarhöfða þá má gera ráð fyrir að hægt verði að ná 6 til 7 prósent sparnaði í rekstri á ári. Ef miðað er við að útgjöldin árið 2014 voru 50 milljarðar þá erum við að tala um 3 til 3 og hálfan milljarð á ári sem hægt er að ná í sparnaði ef spítalinn yrði á einum stað. Það er staðreynd,“ segir Gunnar Tengdar fréttir Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetin Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð. 4. nóvember 2015 12:04 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Verði starfsemi Landspítalans sameinuð á einn stað má gera ráð fyrir sparnaði í rekstri um ríflega þrjá milljarða króna árlega. Þetta segir heilsuhagfræðingurinn Gunnar Alexander Ólafsson sem bar hitann og þungann af skýrslu Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins við Bifröst um byggingu nýs Landsspítala. Í skýrslunni er meðal annars bent á að hægt sé að byggja nýtt sjúkrahús á betri stað en við Hringbraut enda sé hagkvæmara og skynsamlegra út frá skipulagsmálum að byggja nær miðju höfuðborgarsvæðisins. Þar megi byggja sambærileg sjúkrahús og verið er að byggja á Norðurlöndunum um þessar mundir en þau eru hærri en hægt er að byggja við Hringbraut, sökum nálægðar við flugvöllinn. Sjá einnig: Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetinÍ því samhengi nefnir Gunnar að byggingarsvæðið við Sævarhöfða hafið komið einna best út úr skýrslu sem byggingarnefnd Landspítalans fékk nýverið frá KPMG. Þar kom fram að sú staðsetning hafi verið fyrir notendur og starfsfólk ef af yrði, ekki síst með tilliti til þeirrar auknu umferðar sem óneitanlega mun fylgja nýjum og stærri spítala. Þrátt fyrir að skýrsluhöfundur hvetji til þess að ekki verði ráðist í framkvæmdirnar á næstunni, meðal annars vegna rökstuðnings Seðlabankans á vaxtahækkun sinni í morgun, segir Gunnar að það sé engum blöðum um það að fletta að sameiningu spítalanna myndi óneitanlega fylgja mikill sparnaður í rekstrarkostnaði. „Það þarf ekkert að fjölyrða frekar um það að ef spítalinn yrði settur á einn stað, til einföldunar ef starfsemin spítalans í Fossvogi yrði færð á annan stað eins og á Hringbraut eða Sævarhöfða þá má gera ráð fyrir að hægt verði að ná 6 til 7 prósent sparnaði í rekstri á ári. Ef miðað er við að útgjöldin árið 2014 voru 50 milljarðar þá erum við að tala um 3 til 3 og hálfan milljarð á ári sem hægt er að ná í sparnaði ef spítalinn yrði á einum stað. Það er staðreynd,“ segir Gunnar
Tengdar fréttir Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetin Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð. 4. nóvember 2015 12:04 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetin Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð. 4. nóvember 2015 12:04