Góður húmor og menn reyna að vanda sig Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. nóvember 2015 09:00 Bragi Valdimar Skúlason, höfundur Karnivalíu, segir einungis fullorðna skilja sumt af húmornum. vísir/stefán „Þetta er mjög skemmtilegt, annars væri maður ekki að þessu, þetta er góður húmor og maður reynir að vanda sig,“ segir tónlistarmaðurinn Bragi Valdimar Skúlason. Hann sendi á dögunum frá sér sína þriðju plötu í samstarfi við Memfismafíuna en platan er í raun barnaplötubók og nefnist Karnivalía. Um er að ræða bók þar sem í er að finna ellefu laga plötu ásamt söngtextum og litlum hugvekjum og smásögum sem fylgja hverju lagi. „Við ákváðum að gefa þetta út sem bók með plötu til þess að hressa upp á „formattið“ og það er líka auðveldara að senda þetta út í formi bókar þar sem þetta eru stuttar sögur við hvert lag og þá njóta myndirnar sín enn betur,“ segir Bragi Valdimar. Verkefnið ætti einnig að falla fullorðnum vel í geð og er ekkert síður fyrir þá þar sem textarnir eru hnyttnir og sumt af húmornum þannig að einungis fullorðnir skilja það. Karnivalía er þriðja platan í barnaplöturöðinni því áður hafa komið út plöturnar Gilligill sem kom út árið 2008 og Diskóeyjan sem kom út árið 2010 og innihélt meðal annars smellinn Það geta ekki allir verið gordjöss.Bragi Valdimar segir efnið á plötunni fjölbreytt. „Þetta er allt frá diskói og furðu-fönki yfir í vögguvísur.“ Á Karnivalíu syngur fjöldi söngvara en Sigríður Thorlacius, Egill Ólafsson, Sigurður Guðmundsson og Magga Stína eru í stórum hlutverkum. Þingmaðurinn og fönkprófessorinn Óttarr Proppé þylur stafrófsvísur og sjálfur Páll Óskar birtist í sérlega hoppvænu stuðlagi, Húba Húba. Þá segir Jón Gnarr sína meiningu um mannanafnanefnd í samnefndu lagi. Upptökustjórn er í höndum Guðmundar Kristins Jónssonar, sem er betur þekktur sem Kiddi í Hjálmum. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt, annars væri maður ekki að þessu, þetta er góður húmor og maður reynir að vanda sig,“ segir tónlistarmaðurinn Bragi Valdimar Skúlason. Hann sendi á dögunum frá sér sína þriðju plötu í samstarfi við Memfismafíuna en platan er í raun barnaplötubók og nefnist Karnivalía. Um er að ræða bók þar sem í er að finna ellefu laga plötu ásamt söngtextum og litlum hugvekjum og smásögum sem fylgja hverju lagi. „Við ákváðum að gefa þetta út sem bók með plötu til þess að hressa upp á „formattið“ og það er líka auðveldara að senda þetta út í formi bókar þar sem þetta eru stuttar sögur við hvert lag og þá njóta myndirnar sín enn betur,“ segir Bragi Valdimar. Verkefnið ætti einnig að falla fullorðnum vel í geð og er ekkert síður fyrir þá þar sem textarnir eru hnyttnir og sumt af húmornum þannig að einungis fullorðnir skilja það. Karnivalía er þriðja platan í barnaplöturöðinni því áður hafa komið út plöturnar Gilligill sem kom út árið 2008 og Diskóeyjan sem kom út árið 2010 og innihélt meðal annars smellinn Það geta ekki allir verið gordjöss.Bragi Valdimar segir efnið á plötunni fjölbreytt. „Þetta er allt frá diskói og furðu-fönki yfir í vögguvísur.“ Á Karnivalíu syngur fjöldi söngvara en Sigríður Thorlacius, Egill Ólafsson, Sigurður Guðmundsson og Magga Stína eru í stórum hlutverkum. Þingmaðurinn og fönkprófessorinn Óttarr Proppé þylur stafrófsvísur og sjálfur Páll Óskar birtist í sérlega hoppvænu stuðlagi, Húba Húba. Þá segir Jón Gnarr sína meiningu um mannanafnanefnd í samnefndu lagi. Upptökustjórn er í höndum Guðmundar Kristins Jónssonar, sem er betur þekktur sem Kiddi í Hjálmum.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira