Aðgengi að áfengi og vínmenning Róbert H. Haraldsson skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Þeir sem vilja sjá áfengi af öllum styrkleikaflokkum í matvöruverslunum, og sem víðast, tala stundum eins og það sé brýnt samfélagslegt verkefni að tryggja að allir hafi sem allra greiðastan aðgang að áfengi á flestum tímum sólarhrings. Bent er á að ÁTVR hafi fjölgað útsölustöðum sínum hratt á undanförnum árum, og lengt útsölutímann, og að næsta rökrétta skrefið sé að gefa sölu áfengis alveg frjálsa þannig að aðgengi stórbatni fyrir tilstilli hinna skilvirku markaðsafla. Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa fjallað um mikilvægi þess fyrir borgarbraginn að enginn íbúi þurfi að ganga í meira en fáeinar mínútur í næstu vínbúð. Svona tal á rétt á sér um grunngæði á borð við ómengað vatn, hreint loft, heilsugæslu, menntun og tækifæri til útivistar. Samfélagið, eða stjórnvöld í umboði samfélagsins, á að tryggja fólki sem greiðastan aðgang að slíkum gæðum. En áfengi er ekki grunngæði af því tagi sem enginn á að þurfa að fara á mis við. Áfengi er ávanabindandi og skaðleg munaðarvara sem stjórnvöld hafa ríka ástæðu til að takmarka aðgang að svo lengi sem þau virða frelsi fullveðja einstaklinga til að móta sinn eigin lífsstíl. Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið.Vínmenning og áfengi sem grunngæði Hvernig gat það gerst að jafnvel skynsamt fólk er farið að tala um áfengi eins og einhver grunngæði er tryggja beri öllum greiðan aðgang að á öllum tímum? Fyrir því eru vafalítið margar ástæður en tvær blasa við. Önnur er sú að verslun er að verða stærri og veigameiri þáttur af lífi okkar og hún yfirgnæfir nú fleiri og fleiri svið mannlífsins. Fulltrúar verslunarinnar vilja vitaskuld að neytandinn hafi aðgang að öllum vörum, allan sólarhringinn, og í þeim efnum eru þeir ekki gefnir fyrir fínar aðgreiningar. Það eru miklir verslunarhagsmunir fólgnir í því að telja fólki trú um að áfengi sé ósköp venjuleg neysluvara. Hin ástæðan, sem mér sýnist ekki síður veigamikil, tengist orðinu „vínmenning“. Með því að tala um vínmenningu í staðinn fyrir t.d. drykkjuskap, og með því að gefa sér að vínmenning batni með bættu aðgengi, er auðvelt að læða að fólki þeirri firru að samfélaginu beri að tryggja öllum sem bestan aðgang að áfengi. Er ekki allt sem stuðlar að menningu gott? Í greinargerðinni með áfengisfrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi, er hamrað á orðinu „vínmenning“ og þar er m.a. heill kafli undir heitinu „bætt vínmenning“. En hvað skyldi nú vínmenning vera? Samkvæmt greinargerðinni virðist hún annars vegar vera fólgin í því að drekka vín með mat við sem flest tækifæri. Því oftar sem fólk drekki vín með mat því meiri sé menningin. Hins vegar virðast flutningsmenn frumvarpsins líta á vínmenningu sem andstæðu tarnakenndrar drykkju. Vínmenning hefur að þeirra dómi batnað eftir að sala bjórs var leyfð á Íslandi árið 1989 því tarnadrykkja hafi minnkað. Tarnakennd drykkja muni síðan halda áfram að minnka eftir því sem aðgengi að áfengi batni. Engin rök eru færð fyrir þessum fullyrðingum. Sá sem heldur að tarnadrykkja standi í öfugu hlutfalli við aðgengi ætti að gera sér ferð í miðbæinn á föstudags- eða laugardagskvöldi. Sá sem heldur að tarnadrykkja muni hverfa með óheftu aðgengi að áfengi ætti að kynna sér drykkjusiði Breta, Frakka, eða Dana. Frakkar hafa nú um stundir miklar áhyggjur af „le binge drinking“, sem þeir nefna einnig „beuverie express“(hraðdrykkju), og þeir hafa reynt ýmis ráð til að sporna við henni, einkum hjá ungu fólki. Orðalagið „bætt vínmenning“ er ekki annað en klisja sem notuð er til að kasta ryki í augun á fólki, og beina athygli þess frá kjarna málsins: Að stóraukið aðgengi að áfengi eykur til muna bölið sem af því hlýst og að réttnefnd menning er eitthvað sem bætir mannlífið en gerir það ekki verra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þeir sem vilja sjá áfengi af öllum styrkleikaflokkum í matvöruverslunum, og sem víðast, tala stundum eins og það sé brýnt samfélagslegt verkefni að tryggja að allir hafi sem allra greiðastan aðgang að áfengi á flestum tímum sólarhrings. Bent er á að ÁTVR hafi fjölgað útsölustöðum sínum hratt á undanförnum árum, og lengt útsölutímann, og að næsta rökrétta skrefið sé að gefa sölu áfengis alveg frjálsa þannig að aðgengi stórbatni fyrir tilstilli hinna skilvirku markaðsafla. Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa fjallað um mikilvægi þess fyrir borgarbraginn að enginn íbúi þurfi að ganga í meira en fáeinar mínútur í næstu vínbúð. Svona tal á rétt á sér um grunngæði á borð við ómengað vatn, hreint loft, heilsugæslu, menntun og tækifæri til útivistar. Samfélagið, eða stjórnvöld í umboði samfélagsins, á að tryggja fólki sem greiðastan aðgang að slíkum gæðum. En áfengi er ekki grunngæði af því tagi sem enginn á að þurfa að fara á mis við. Áfengi er ávanabindandi og skaðleg munaðarvara sem stjórnvöld hafa ríka ástæðu til að takmarka aðgang að svo lengi sem þau virða frelsi fullveðja einstaklinga til að móta sinn eigin lífsstíl. Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið.Vínmenning og áfengi sem grunngæði Hvernig gat það gerst að jafnvel skynsamt fólk er farið að tala um áfengi eins og einhver grunngæði er tryggja beri öllum greiðan aðgang að á öllum tímum? Fyrir því eru vafalítið margar ástæður en tvær blasa við. Önnur er sú að verslun er að verða stærri og veigameiri þáttur af lífi okkar og hún yfirgnæfir nú fleiri og fleiri svið mannlífsins. Fulltrúar verslunarinnar vilja vitaskuld að neytandinn hafi aðgang að öllum vörum, allan sólarhringinn, og í þeim efnum eru þeir ekki gefnir fyrir fínar aðgreiningar. Það eru miklir verslunarhagsmunir fólgnir í því að telja fólki trú um að áfengi sé ósköp venjuleg neysluvara. Hin ástæðan, sem mér sýnist ekki síður veigamikil, tengist orðinu „vínmenning“. Með því að tala um vínmenningu í staðinn fyrir t.d. drykkjuskap, og með því að gefa sér að vínmenning batni með bættu aðgengi, er auðvelt að læða að fólki þeirri firru að samfélaginu beri að tryggja öllum sem bestan aðgang að áfengi. Er ekki allt sem stuðlar að menningu gott? Í greinargerðinni með áfengisfrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi, er hamrað á orðinu „vínmenning“ og þar er m.a. heill kafli undir heitinu „bætt vínmenning“. En hvað skyldi nú vínmenning vera? Samkvæmt greinargerðinni virðist hún annars vegar vera fólgin í því að drekka vín með mat við sem flest tækifæri. Því oftar sem fólk drekki vín með mat því meiri sé menningin. Hins vegar virðast flutningsmenn frumvarpsins líta á vínmenningu sem andstæðu tarnakenndrar drykkju. Vínmenning hefur að þeirra dómi batnað eftir að sala bjórs var leyfð á Íslandi árið 1989 því tarnadrykkja hafi minnkað. Tarnakennd drykkja muni síðan halda áfram að minnka eftir því sem aðgengi að áfengi batni. Engin rök eru færð fyrir þessum fullyrðingum. Sá sem heldur að tarnadrykkja standi í öfugu hlutfalli við aðgengi ætti að gera sér ferð í miðbæinn á föstudags- eða laugardagskvöldi. Sá sem heldur að tarnadrykkja muni hverfa með óheftu aðgengi að áfengi ætti að kynna sér drykkjusiði Breta, Frakka, eða Dana. Frakkar hafa nú um stundir miklar áhyggjur af „le binge drinking“, sem þeir nefna einnig „beuverie express“(hraðdrykkju), og þeir hafa reynt ýmis ráð til að sporna við henni, einkum hjá ungu fólki. Orðalagið „bætt vínmenning“ er ekki annað en klisja sem notuð er til að kasta ryki í augun á fólki, og beina athygli þess frá kjarna málsins: Að stóraukið aðgengi að áfengi eykur til muna bölið sem af því hlýst og að réttnefnd menning er eitthvað sem bætir mannlífið en gerir það ekki verra.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar