Aron: Mikill sigurvilji í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2015 21:54 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Vísir/Getty Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var ánægður eftir eins marks endurkomu sigur íslensku strákanna á Noregi í kvöld á æfingamótinu í Osló. Íslensku strákarnir unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 7-2 og tryggðu sér nauman sigur. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu en hann varði alls 24 skot í leiknum. „Það var mikill sigurvilji í liðinu og karakter að ná að snúa þessu við og klára þetta. Við vorum lengi vel í erfiðleikum með hraðaupphlaupin þeirra og vorum að klúðra nokkrum ágætis færum. Við hefðum því getað verið nær þeim," sagði Aron og hann hrósaði Björgvini. „Þetta var frábær markvarsla hjá honum og gríðarlega góð frammistaða í lokin," sagði Aron. Björgvin Páll varði 7 af síðustu 9 skotum Norðmanna í leiknum í kvöld. Íslenska liðið er með Noregi í riðli á EM í Póllandi í upphafi næsta árs og það hafði sín áhrif á þennan leik. „Það var erfitt fyrir bæði lið að vera í þeirri stöðu en það er gott að vinna ekki síst andlega. Við höfum oft í gegnum tíðina verið undir á móti þeim en náð að klára þetta í lokin," sagði Aron en hann segir Norðmenn vera í sókn. „Síðast þegar við mættum þeim þá unnum við frekar sannfærandi á EM í Danmörku en Norðmenn eru gríðarlega sterkir í dag. Þeir eru með mjög vel mannað lið, vel skipulagðir og vel þjálfaðir. Þeir eru flottir," sagði Aron. „Það er frábært að ná að vinna. Það er líka ánægjulegt að sjá að miðjuvörnina halda eins og hún hélt í leiknum. Það er alltaf hægt að finna einhvern atriði enda fara menn ekki á tveimur æfingum fullskapaðir inn í leik. Þeir voru að standa sig fínt sem var mjög gott," sagði Aron. „Það voru aðallega hraðaupphlaupin þeirra sem voru að valda okkur vandræðum því það var mjög erfitt fyrir okkur að skipta tveimur leikmönnum milli varnar og sóknar. Þegar við fækkuðum skiptingum og fengum Tandra aðeins inn í sóknina þá gerði það aðeins lífið auðveldara að hlaupa til baka," sagði Aron. „Við þurfum að fá fleiri leikmenn sem geta spilað vörn og sókn og helst miðjuna í vörninni," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði sex af fyrstu sjö mörkum íslenska liðsins í leiknum en svo fékk hann meiri hjálp þegar leið á leikinn. „Rúnar (Kárason) kom sterkur inn af bekknum og Kári (Kristjánsson) líka. Það var mjög gott," sagði Aron. Framundan eru síðan leikir við Frakkland og Danmörku um helgina og það verður þungur róður á móti tveimur af bestum handboltalandsliðum í heimi. „Þetta snýst um það hjá okkur að taka bara eitt skref í einu. Við ætlum að bæta okkar leik í hverjum leik á þessu móti. Nú eru tveir gríðarlega erfiðir leikir eftir við heimsmeistara Frakka og Dani," sagði Aron. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Peningurinn sem fer í handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim Róbert Gunnarsson hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá dýrasta handboltaliði sögunnar í vetur. Hann reynir að vera jákvæður þrátt fyrir mótlætið. Mikið hefur breyst hjá félaginu síðan hann kom. 4. nóvember 2015 06:00 Snorri Steinn fer ekki með til Noregs - 18 manna hópurinn klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið átján manna hóp fyrir æfingamótið í Osló. 3. nóvember 2015 20:33 Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30 Þriggja leikmanna útkall hjá íslenska handboltalandsliðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur þurft að gera þrjár breytingar á æfingahóp landsliðsins í dag. 3. nóvember 2015 17:56 Þetta er lúxuslíf Aron Pálmarsson segist njóta lífsins í botn hjá ungverska liðinu Veszprém. Það er hugsað um allt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem þarf ekki einu sinni að ná í mömmu og pabba út á flugvöll. 5. nóvember 2015 06:30 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var ánægður eftir eins marks endurkomu sigur íslensku strákanna á Noregi í kvöld á æfingamótinu í Osló. Íslensku strákarnir unnu síðustu ellefu mínútur leiksins 7-2 og tryggðu sér nauman sigur. Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í markinu en hann varði alls 24 skot í leiknum. „Það var mikill sigurvilji í liðinu og karakter að ná að snúa þessu við og klára þetta. Við vorum lengi vel í erfiðleikum með hraðaupphlaupin þeirra og vorum að klúðra nokkrum ágætis færum. Við hefðum því getað verið nær þeim," sagði Aron og hann hrósaði Björgvini. „Þetta var frábær markvarsla hjá honum og gríðarlega góð frammistaða í lokin," sagði Aron. Björgvin Páll varði 7 af síðustu 9 skotum Norðmanna í leiknum í kvöld. Íslenska liðið er með Noregi í riðli á EM í Póllandi í upphafi næsta árs og það hafði sín áhrif á þennan leik. „Það var erfitt fyrir bæði lið að vera í þeirri stöðu en það er gott að vinna ekki síst andlega. Við höfum oft í gegnum tíðina verið undir á móti þeim en náð að klára þetta í lokin," sagði Aron en hann segir Norðmenn vera í sókn. „Síðast þegar við mættum þeim þá unnum við frekar sannfærandi á EM í Danmörku en Norðmenn eru gríðarlega sterkir í dag. Þeir eru með mjög vel mannað lið, vel skipulagðir og vel þjálfaðir. Þeir eru flottir," sagði Aron. „Það er frábært að ná að vinna. Það er líka ánægjulegt að sjá að miðjuvörnina halda eins og hún hélt í leiknum. Það er alltaf hægt að finna einhvern atriði enda fara menn ekki á tveimur æfingum fullskapaðir inn í leik. Þeir voru að standa sig fínt sem var mjög gott," sagði Aron. „Það voru aðallega hraðaupphlaupin þeirra sem voru að valda okkur vandræðum því það var mjög erfitt fyrir okkur að skipta tveimur leikmönnum milli varnar og sóknar. Þegar við fækkuðum skiptingum og fengum Tandra aðeins inn í sóknina þá gerði það aðeins lífið auðveldara að hlaupa til baka," sagði Aron. „Við þurfum að fá fleiri leikmenn sem geta spilað vörn og sókn og helst miðjuna í vörninni," sagði Aron. Aron Pálmarsson skoraði sex af fyrstu sjö mörkum íslenska liðsins í leiknum en svo fékk hann meiri hjálp þegar leið á leikinn. „Rúnar (Kárason) kom sterkur inn af bekknum og Kári (Kristjánsson) líka. Það var mjög gott," sagði Aron. Framundan eru síðan leikir við Frakkland og Danmörku um helgina og það verður þungur róður á móti tveimur af bestum handboltalandsliðum í heimi. „Þetta snýst um það hjá okkur að taka bara eitt skref í einu. Við ætlum að bæta okkar leik í hverjum leik á þessu móti. Nú eru tveir gríðarlega erfiðir leikir eftir við heimsmeistara Frakka og Dani," sagði Aron.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Peningurinn sem fer í handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim Róbert Gunnarsson hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá dýrasta handboltaliði sögunnar í vetur. Hann reynir að vera jákvæður þrátt fyrir mótlætið. Mikið hefur breyst hjá félaginu síðan hann kom. 4. nóvember 2015 06:00 Snorri Steinn fer ekki með til Noregs - 18 manna hópurinn klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið átján manna hóp fyrir æfingamótið í Osló. 3. nóvember 2015 20:33 Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30 Þriggja leikmanna útkall hjá íslenska handboltalandsliðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur þurft að gera þrjár breytingar á æfingahóp landsliðsins í dag. 3. nóvember 2015 17:56 Þetta er lúxuslíf Aron Pálmarsson segist njóta lífsins í botn hjá ungverska liðinu Veszprém. Það er hugsað um allt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem þarf ekki einu sinni að ná í mömmu og pabba út á flugvöll. 5. nóvember 2015 06:30 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Peningurinn sem fer í handboltaliðið er bara dropi í hafið hjá þeim Róbert Gunnarsson hefur mátt sætta sig við mikla bekkjarsetu hjá dýrasta handboltaliði sögunnar í vetur. Hann reynir að vera jákvæður þrátt fyrir mótlætið. Mikið hefur breyst hjá félaginu síðan hann kom. 4. nóvember 2015 06:00
Snorri Steinn fer ekki með til Noregs - 18 manna hópurinn klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið átján manna hóp fyrir æfingamótið í Osló. 3. nóvember 2015 20:33
Umfjöllun: Noregur - Ísland 27-28 | Björgvin skellti í lás á lokakaflanum Ísland lagði Noreg að velli, 27-28, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í kvöld. 5. nóvember 2015 20:30
Þriggja leikmanna útkall hjá íslenska handboltalandsliðinu Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur þurft að gera þrjár breytingar á æfingahóp landsliðsins í dag. 3. nóvember 2015 17:56
Þetta er lúxuslíf Aron Pálmarsson segist njóta lífsins í botn hjá ungverska liðinu Veszprém. Það er hugsað um allt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem þarf ekki einu sinni að ná í mömmu og pabba út á flugvöll. 5. nóvember 2015 06:30