Innlent

Fleiri brot í landhelginni

Svavar Hávarðsson skrifar
Þrjú skip staðin að ólöglegum veiðum í sömu viku.
Þrjú skip staðin að ólöglegum veiðum í sömu viku. mynd/lhg
Það sem af er þessu ári hefur Landhelgisgæslan merkt talsverða aukningu í landhelgisbrotum.

Varðskipið Þór stóð togara að meintum ólöglegum veiðum norður af Vestfjörðum um mánaðamótin. 

Var það þriðja skipið sem Þór stóð að meintum ólöglegum veiðum í síðustu viku októbermánaðar. Áhöfn varðskipsins vísaði skipinu til hafnar og sama gilti um hin skipin tvö. Tók þá við frekari rannsókn lögreglu.

Varðskipið Þór hefur að undanförnu verið við löggæslu og eftirlit og hefur mikið verið að gera í margvíslegum verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×