Innlent

Mikil hálka suðvestanlands í nótt

Vísir/ARnþór
Mikill hálka myndaðist víða á vegum suðvestanlands í nótt og voru saltbílar kallaðir út á höfuðborgarsvæðinu undir morgun. Bíll valt út af þjóðvegi eitt austan við Þjórsárbrú um klukkan hálf tvö í nótt, sem rekja má til mikillar hálku þar um slóðir.

Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slapp nær ómeiddur. Annar bíll valt í hálku út af Kaldárselsvegi og fór heila veltu. Ökumaðurinn, sem var einn á ferð, kenndi eymsla í baki og hálsi og var fluttur á slysadeild til rannsókna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×