Þúsundir heilluðust af undraheimi vísindanna Stefán Ó. JÓnsson skrifar 31. október 2015 17:07 Unga kynslóðin horfði dolfallin á tilraunir Sprengjugengisins. Mynd/HÍ Fullt var út úr dyrum í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, í dag þegar Verkfræði- og náttúruvísindasvið skólans hélt sinn árlega Vísindadag. Áætlað er að vel á þriðja þúsund manns hafi kynnt sér undur vísindanna og má ljóst vera út frá viðtökunum að vísindin heilla alla aldurshópa. Á Vísindadeginum, sem nú var haldinn í annað sinn, var gestum og gangandi á öllum aldri boðið að kynna sér ótal hliðar verkfræðinnar og náttúru- og raunvísindanna. Boðið var upp á efnafræðitilraunir Sprengjugengisins og eðlisfræðitilraunir á vegum Vísindasmiðju Háskóla Íslands og þá var rafknúni kappakstursbílinn TS15, sem verkfræðinemarnir í Team Spark hafa hannað, afar vinsæll. Nemarnir fóru með hann í Formula Student kappaksturs- og hönnunarkeppnina á Silverstone-brautinni í sumar. Guðrún Bachman og Ari Ólafsson tóku við viðurkenningum í dag. Með þeim á myndinni er Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.Mynd/hÍAuk þess naut dularfulla dýrarannsóknaherbergið, sem sett var upp í anda hrekkjavöku, mikilla vinsælda en þar mátti meðal annars sjá líkamsparta ýmissa dýrategunda í nýju ljósi. Þá var boðið upp á ferðalag um sólkerfið í Stjörnutjaldinu með reglulegu millibili og enn fremur fluttu margir af fremstu vísindamönnum landsins áhugaverða fyrirlestra um rannsóknir sínar og ýmis undur heimsins. Meðal umfjöllunarefna voru efnafræði alheimsins, ljós og líf, hvalir og fuglar, ofurtölvur, eldfjöll og jöklar, Einstein og Holuhraun auk þess virkni nýs jáeindaskanna Landspítalans var skýrð. Þema Vísindadagsins í ár var ljós enda stendur nú yfir Ár ljóssins hjá Sameinuðu þjóðunum. Á Vísindadeginum heiðraði Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands þau Guðrúnu Bachmann, kynningarstjóra vísindamiðlunar við skólann, og Ara Ólafsson, dósent í tilraunaeðlisfræði, sérstaklega fyrir framlag þeirra til vísindamiðlunar. Guðrún og Ari hafa leitt afar öfluga vísindamiðlun Háskóla Íslands til barna og ungmenna á síðustu árum en meðal vel heppnaðra vísindamiðlunarverkefna skólans eru Háskóli unga fólksins, Háskólalestin sem ferðast um landið, Vísindasmiðja Háskóla Íslands í Háskólabíói, LEGO-hönnunarkeppni grunnskólanema, vísindakeppnin Ungir vísindamenn og Biophila-menntaverkefnið sem Háskóli Íslands hefur þróað í samstarfi við söngkonuna Björk Guðmundsdóttur og Reykjavíkurborg og hefur nú hafið útrás á NorðurlöndumHöfuðkúpurnar vöktu að vonum mikla athygli.Mynd/HÍSkuggalegt!MYnd/HÍ Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fullt var út úr dyrum í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, í dag þegar Verkfræði- og náttúruvísindasvið skólans hélt sinn árlega Vísindadag. Áætlað er að vel á þriðja þúsund manns hafi kynnt sér undur vísindanna og má ljóst vera út frá viðtökunum að vísindin heilla alla aldurshópa. Á Vísindadeginum, sem nú var haldinn í annað sinn, var gestum og gangandi á öllum aldri boðið að kynna sér ótal hliðar verkfræðinnar og náttúru- og raunvísindanna. Boðið var upp á efnafræðitilraunir Sprengjugengisins og eðlisfræðitilraunir á vegum Vísindasmiðju Háskóla Íslands og þá var rafknúni kappakstursbílinn TS15, sem verkfræðinemarnir í Team Spark hafa hannað, afar vinsæll. Nemarnir fóru með hann í Formula Student kappaksturs- og hönnunarkeppnina á Silverstone-brautinni í sumar. Guðrún Bachman og Ari Ólafsson tóku við viðurkenningum í dag. Með þeim á myndinni er Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.Mynd/hÍAuk þess naut dularfulla dýrarannsóknaherbergið, sem sett var upp í anda hrekkjavöku, mikilla vinsælda en þar mátti meðal annars sjá líkamsparta ýmissa dýrategunda í nýju ljósi. Þá var boðið upp á ferðalag um sólkerfið í Stjörnutjaldinu með reglulegu millibili og enn fremur fluttu margir af fremstu vísindamönnum landsins áhugaverða fyrirlestra um rannsóknir sínar og ýmis undur heimsins. Meðal umfjöllunarefna voru efnafræði alheimsins, ljós og líf, hvalir og fuglar, ofurtölvur, eldfjöll og jöklar, Einstein og Holuhraun auk þess virkni nýs jáeindaskanna Landspítalans var skýrð. Þema Vísindadagsins í ár var ljós enda stendur nú yfir Ár ljóssins hjá Sameinuðu þjóðunum. Á Vísindadeginum heiðraði Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands þau Guðrúnu Bachmann, kynningarstjóra vísindamiðlunar við skólann, og Ara Ólafsson, dósent í tilraunaeðlisfræði, sérstaklega fyrir framlag þeirra til vísindamiðlunar. Guðrún og Ari hafa leitt afar öfluga vísindamiðlun Háskóla Íslands til barna og ungmenna á síðustu árum en meðal vel heppnaðra vísindamiðlunarverkefna skólans eru Háskóli unga fólksins, Háskólalestin sem ferðast um landið, Vísindasmiðja Háskóla Íslands í Háskólabíói, LEGO-hönnunarkeppni grunnskólanema, vísindakeppnin Ungir vísindamenn og Biophila-menntaverkefnið sem Háskóli Íslands hefur þróað í samstarfi við söngkonuna Björk Guðmundsdóttur og Reykjavíkurborg og hefur nú hafið útrás á NorðurlöndumHöfuðkúpurnar vöktu að vonum mikla athygli.Mynd/HÍSkuggalegt!MYnd/HÍ
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði