Körfubolti

Framlenging í Körfuboltakvöldi: Af hverju var Margrét að þessu?

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Framlenging er lokahluti Dominos-Körfuboltakvölds þar sem sérfræðingar þáttarins ræða fimm málefni á fimm mínútum.

Þeir Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson ræddu dramatíkina í kringum brotthvarf Bryndísar Guðmundsdóttur frá Keflavík, en Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari liðsins, hætti sem aðstoðarþjálfari landsliðsins í gær út af Bryndísi.

Sérfræðingarnir voru báðir sammála um að Margrét hefði ekki átt að ræða þetta mál við fjölmiðla í gær, en Margrét sagði Vísi allt sem fór þeirra á milli.

Hermann og Kristinn fóru einnig yfir hvaða Bandaríkjamenn hafa heillað í fyrstu tveimur umferðunum, hvort Tindastóll geti unnið deildina, nýliðana og Keflavíkurliðið.

Alla framlenginguna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.