Bjarki Sig, Fúsi og Birkir Ívar spila með Þrótti Vogum í bikarnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2015 12:15 Bjarki Sigurðsson tekur fram skóna aftur. vísir/vilhelm Þróttur Vogum, sem tekur ekki þátt í deildarkeppni handboltans, mætir með stjörnum prýtt lið til leiks í Coca Cola-bikar karla, en Þróttarar taka á móti KR í 32 liða úrslitum keppninnar á sunnudaginn klukkan 16.00 í Strandgötu. Þrátt fyrir að vera ekki með stærsta liðið í keppninni er mjög auðvelt að fullyrða að Þróttarar eiga lang flestu landsleikina af öllum þeim liðum sem taka þátt í bikarnum. Í heildina eiga leikmenn Þróttar Vogum 1.059 landsleiki að baki. Á meðal þeirra sem skráðir eru í Þrótt fyrir bikarinn eru markverðirnir Birkir Ívar Guðmundsson og Roland Eradze. Báðir spiluðu lengi með landsliðinu og eiga samtals 192 landsleiki að baki. Þegar kemur að öðrum leikmönnum rekur hver stjarnan aðra. Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, er skráður til leiks, en Bjarki er einn besti leikmaður sem Ísland hefur alið af sér og á að baki 228 landsleiki. Sigfús Sigurðsson, Rússajeppinn, er einnig skráður til leiks en þessi magnaði línumaður spilaði 162 landsleiki. Af fleiri landsliðsmönnum má nefna Þóri Ólafsson (112 landsleikir), Gylfi Gylfason (27), Valgarð Thorodsen (30) og Heimir Örn Árnason (23). Allir leikmenn liðsins hafa annað hvort spilað landsleik, pressuleik eða hið minnsta neita að spila pressuleik. Þjálfarar eru Jón Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Vals, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins.Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson 140 Roland Eradze 52Aðrir leikmenn: Freyr Brynjarsson 3 Valur Arnarsson Spilaði pressuleik Haukur Sigurvinsson Spilaði pressuleik Hilmar Örn Þórlindsson 13 Heimir Örn Árnason 23 Arnar Pétursson 17 Halldór Á. Ingólfsson 30 Bjarki Sigurðsson 228 Guðlaugur Arnarsson 3 Sigmundur Páll Lárusson Eigandi Þorkell Guðbrandsson Spilaði pressuleik Valgarð Thorodssen 30 Einar Örn Jónsson 122 Samúel Ívar Árnason Spilaði pressuleik Finnur Jóhannsson Neitaði að spila landsleik Haraldur Þorvarðar Spilaði pressuleik Sigfús Sigurðsson - Meiddur 162 Logi Geirsson - Er í samningaviðræðum 97 Þórir Ólafsson - Meiddur 112 Gylfi Gylfason - Meiddur 27Liðstjórn: Þjálfarar- Jón Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson Liðstjóri - Ingibjörg Ragnarsdóttir Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Þróttur Vogum, sem tekur ekki þátt í deildarkeppni handboltans, mætir með stjörnum prýtt lið til leiks í Coca Cola-bikar karla, en Þróttarar taka á móti KR í 32 liða úrslitum keppninnar á sunnudaginn klukkan 16.00 í Strandgötu. Þrátt fyrir að vera ekki með stærsta liðið í keppninni er mjög auðvelt að fullyrða að Þróttarar eiga lang flestu landsleikina af öllum þeim liðum sem taka þátt í bikarnum. Í heildina eiga leikmenn Þróttar Vogum 1.059 landsleiki að baki. Á meðal þeirra sem skráðir eru í Þrótt fyrir bikarinn eru markverðirnir Birkir Ívar Guðmundsson og Roland Eradze. Báðir spiluðu lengi með landsliðinu og eiga samtals 192 landsleiki að baki. Þegar kemur að öðrum leikmönnum rekur hver stjarnan aðra. Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, er skráður til leiks, en Bjarki er einn besti leikmaður sem Ísland hefur alið af sér og á að baki 228 landsleiki. Sigfús Sigurðsson, Rússajeppinn, er einnig skráður til leiks en þessi magnaði línumaður spilaði 162 landsleiki. Af fleiri landsliðsmönnum má nefna Þóri Ólafsson (112 landsleikir), Gylfi Gylfason (27), Valgarð Thorodsen (30) og Heimir Örn Árnason (23). Allir leikmenn liðsins hafa annað hvort spilað landsleik, pressuleik eða hið minnsta neita að spila pressuleik. Þjálfarar eru Jón Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Vals, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins.Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson 140 Roland Eradze 52Aðrir leikmenn: Freyr Brynjarsson 3 Valur Arnarsson Spilaði pressuleik Haukur Sigurvinsson Spilaði pressuleik Hilmar Örn Þórlindsson 13 Heimir Örn Árnason 23 Arnar Pétursson 17 Halldór Á. Ingólfsson 30 Bjarki Sigurðsson 228 Guðlaugur Arnarsson 3 Sigmundur Páll Lárusson Eigandi Þorkell Guðbrandsson Spilaði pressuleik Valgarð Thorodssen 30 Einar Örn Jónsson 122 Samúel Ívar Árnason Spilaði pressuleik Finnur Jóhannsson Neitaði að spila landsleik Haraldur Þorvarðar Spilaði pressuleik Sigfús Sigurðsson - Meiddur 162 Logi Geirsson - Er í samningaviðræðum 97 Þórir Ólafsson - Meiddur 112 Gylfi Gylfason - Meiddur 27Liðstjórn: Þjálfarar- Jón Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson Liðstjóri - Ingibjörg Ragnarsdóttir
Íslenski handboltinn Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira