Meira norrænt samstarf! Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skrifar 22. október 2015 07:00 Dagana 25.–29. október kemur Norðurlandaráð saman í Hörpu, þar sem 87 þingmenn, fulltrúar allra þjóðþinga Norðurlandanna ræða og taka ákvarðanir um mikilvægustu verkefni norrænnar samvinnu á komandi misserum. Engum blöðum er um það að fletta, að norræn samvinna hefur skapað Norðurlandabúum gríðarleg aukin lífsgæði á liðnum áratugum, bæði menningarleg, efnahagsleg og samfélagsleg, enda hefur stuðningur almennings við norræna samvinnu sjaldan verið meiri en einmitt nú. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði telja mikilvægt að stórefla þetta samstarf, ekki síst í ljósi þeirrar hröðu alþjóðavæðingar sem samfélög okkar ganga nú í gegnum með öllum þeim nýju möguleikum sem sú þróun býður nú upp á. Vel menntuð, tæknivædd og samfélagslega rík samfélög Norðurlandanna eiga þar gríðarlega möguleika og hafa mikið fram að færa, ekki síst ef þeim tekst að vinna saman sem öflug heild. Sú staðreynd blasir enda við, að þrátt fyrir smæð landanna hvers fyrir sig, þá eru Norðurlöndin sameinuð meðal 10 öflugustu efnahagssvæða heims, atvinnuþátttaka, jöfnuður, jafnrétti, umhverfisvitund og félagslegt réttlæti með því mesta sem gerist í heiminum og vegna hins nána samstarfs og sameiginlegrar sögu og menningararfleifðar liggja viðhorf okkar og hagsmunir oftar en ekki saman.Vilja nýta einstaka stöðu Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vilja nýta þessa einstöku stöðu enn betur en gert er í dag og sækja fram. Á þinginu í Hörpu munum við m.a. ræða hugmyndir jafnaðarmanna um aukið norrænt samstarf í umhverfismálum, markaðssetningu Norðurlandanna sem áfangastaðar ferðamanna, sameiginlega sókn menningar- og atvinnulífs á erlenda markaði og aukið samstarf í öryggis- og utanríkismálum. Við leggjum þar einnig fram tillögur okkar um aukið norrænt samstarf í baráttunni gegn heimilisofbeldi, ofbeldi gegn börnum og einelti hvers konar sem og tillögur um velferð aldraðra, varnir gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði og aukið öryggi í flugsamgöngum og vernd persónuupplýsinga á netinu, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir hátíðarræður ráðamanna um mikilvægi norrænnar samvinnu, hafa fjárframlög þeirra til samstarfsins verið minnkuð umtalsvert á liðnum árum. Þessari þróun vilja jafnaðarmenn í Norðurlandaráði snúa við, og á þingi Norðurlandaráðs í Hörpu munum við kalla eftir skýrum svörum forsætisráðherranna í þessum efnum. Vilja þeir stórefla framlög til norræns samstarfs, líkt og jafnaðarmenn og sækja fram á alþjóðavettvangi undir merkjum sameinaðra Norðurlanda, eða vilja þeir halda áfram að draga saman seglin? Svörin fáum við vonandi á því spennandi þingi Norðurlandaráðs sem fram undan er í Hörpu.Henrik Dam Kristensen,þingmaður DanmörkuMaarit Feldt-Ranta,þingmaður FinnlandiMarit Nybakk,þingmaður NoregiPhia Andersson,þingmaður SvíþjóðÓlína Kjerúlf Þorvarðardóttir,þingmaður Íslandistjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Dagana 25.–29. október kemur Norðurlandaráð saman í Hörpu, þar sem 87 þingmenn, fulltrúar allra þjóðþinga Norðurlandanna ræða og taka ákvarðanir um mikilvægustu verkefni norrænnar samvinnu á komandi misserum. Engum blöðum er um það að fletta, að norræn samvinna hefur skapað Norðurlandabúum gríðarleg aukin lífsgæði á liðnum áratugum, bæði menningarleg, efnahagsleg og samfélagsleg, enda hefur stuðningur almennings við norræna samvinnu sjaldan verið meiri en einmitt nú. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði telja mikilvægt að stórefla þetta samstarf, ekki síst í ljósi þeirrar hröðu alþjóðavæðingar sem samfélög okkar ganga nú í gegnum með öllum þeim nýju möguleikum sem sú þróun býður nú upp á. Vel menntuð, tæknivædd og samfélagslega rík samfélög Norðurlandanna eiga þar gríðarlega möguleika og hafa mikið fram að færa, ekki síst ef þeim tekst að vinna saman sem öflug heild. Sú staðreynd blasir enda við, að þrátt fyrir smæð landanna hvers fyrir sig, þá eru Norðurlöndin sameinuð meðal 10 öflugustu efnahagssvæða heims, atvinnuþátttaka, jöfnuður, jafnrétti, umhverfisvitund og félagslegt réttlæti með því mesta sem gerist í heiminum og vegna hins nána samstarfs og sameiginlegrar sögu og menningararfleifðar liggja viðhorf okkar og hagsmunir oftar en ekki saman.Vilja nýta einstaka stöðu Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vilja nýta þessa einstöku stöðu enn betur en gert er í dag og sækja fram. Á þinginu í Hörpu munum við m.a. ræða hugmyndir jafnaðarmanna um aukið norrænt samstarf í umhverfismálum, markaðssetningu Norðurlandanna sem áfangastaðar ferðamanna, sameiginlega sókn menningar- og atvinnulífs á erlenda markaði og aukið samstarf í öryggis- og utanríkismálum. Við leggjum þar einnig fram tillögur okkar um aukið norrænt samstarf í baráttunni gegn heimilisofbeldi, ofbeldi gegn börnum og einelti hvers konar sem og tillögur um velferð aldraðra, varnir gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði og aukið öryggi í flugsamgöngum og vernd persónuupplýsinga á netinu, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir hátíðarræður ráðamanna um mikilvægi norrænnar samvinnu, hafa fjárframlög þeirra til samstarfsins verið minnkuð umtalsvert á liðnum árum. Þessari þróun vilja jafnaðarmenn í Norðurlandaráði snúa við, og á þingi Norðurlandaráðs í Hörpu munum við kalla eftir skýrum svörum forsætisráðherranna í þessum efnum. Vilja þeir stórefla framlög til norræns samstarfs, líkt og jafnaðarmenn og sækja fram á alþjóðavettvangi undir merkjum sameinaðra Norðurlanda, eða vilja þeir halda áfram að draga saman seglin? Svörin fáum við vonandi á því spennandi þingi Norðurlandaráðs sem fram undan er í Hörpu.Henrik Dam Kristensen,þingmaður DanmörkuMaarit Feldt-Ranta,þingmaður FinnlandiMarit Nybakk,þingmaður NoregiPhia Andersson,þingmaður SvíþjóðÓlína Kjerúlf Þorvarðardóttir,þingmaður Íslandistjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar