Meira norrænt samstarf! Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skrifar 22. október 2015 07:00 Dagana 25.–29. október kemur Norðurlandaráð saman í Hörpu, þar sem 87 þingmenn, fulltrúar allra þjóðþinga Norðurlandanna ræða og taka ákvarðanir um mikilvægustu verkefni norrænnar samvinnu á komandi misserum. Engum blöðum er um það að fletta, að norræn samvinna hefur skapað Norðurlandabúum gríðarleg aukin lífsgæði á liðnum áratugum, bæði menningarleg, efnahagsleg og samfélagsleg, enda hefur stuðningur almennings við norræna samvinnu sjaldan verið meiri en einmitt nú. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði telja mikilvægt að stórefla þetta samstarf, ekki síst í ljósi þeirrar hröðu alþjóðavæðingar sem samfélög okkar ganga nú í gegnum með öllum þeim nýju möguleikum sem sú þróun býður nú upp á. Vel menntuð, tæknivædd og samfélagslega rík samfélög Norðurlandanna eiga þar gríðarlega möguleika og hafa mikið fram að færa, ekki síst ef þeim tekst að vinna saman sem öflug heild. Sú staðreynd blasir enda við, að þrátt fyrir smæð landanna hvers fyrir sig, þá eru Norðurlöndin sameinuð meðal 10 öflugustu efnahagssvæða heims, atvinnuþátttaka, jöfnuður, jafnrétti, umhverfisvitund og félagslegt réttlæti með því mesta sem gerist í heiminum og vegna hins nána samstarfs og sameiginlegrar sögu og menningararfleifðar liggja viðhorf okkar og hagsmunir oftar en ekki saman.Vilja nýta einstaka stöðu Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vilja nýta þessa einstöku stöðu enn betur en gert er í dag og sækja fram. Á þinginu í Hörpu munum við m.a. ræða hugmyndir jafnaðarmanna um aukið norrænt samstarf í umhverfismálum, markaðssetningu Norðurlandanna sem áfangastaðar ferðamanna, sameiginlega sókn menningar- og atvinnulífs á erlenda markaði og aukið samstarf í öryggis- og utanríkismálum. Við leggjum þar einnig fram tillögur okkar um aukið norrænt samstarf í baráttunni gegn heimilisofbeldi, ofbeldi gegn börnum og einelti hvers konar sem og tillögur um velferð aldraðra, varnir gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði og aukið öryggi í flugsamgöngum og vernd persónuupplýsinga á netinu, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir hátíðarræður ráðamanna um mikilvægi norrænnar samvinnu, hafa fjárframlög þeirra til samstarfsins verið minnkuð umtalsvert á liðnum árum. Þessari þróun vilja jafnaðarmenn í Norðurlandaráði snúa við, og á þingi Norðurlandaráðs í Hörpu munum við kalla eftir skýrum svörum forsætisráðherranna í þessum efnum. Vilja þeir stórefla framlög til norræns samstarfs, líkt og jafnaðarmenn og sækja fram á alþjóðavettvangi undir merkjum sameinaðra Norðurlanda, eða vilja þeir halda áfram að draga saman seglin? Svörin fáum við vonandi á því spennandi þingi Norðurlandaráðs sem fram undan er í Hörpu.Henrik Dam Kristensen,þingmaður DanmörkuMaarit Feldt-Ranta,þingmaður FinnlandiMarit Nybakk,þingmaður NoregiPhia Andersson,þingmaður SvíþjóðÓlína Kjerúlf Þorvarðardóttir,þingmaður Íslandistjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Dagana 25.–29. október kemur Norðurlandaráð saman í Hörpu, þar sem 87 þingmenn, fulltrúar allra þjóðþinga Norðurlandanna ræða og taka ákvarðanir um mikilvægustu verkefni norrænnar samvinnu á komandi misserum. Engum blöðum er um það að fletta, að norræn samvinna hefur skapað Norðurlandabúum gríðarleg aukin lífsgæði á liðnum áratugum, bæði menningarleg, efnahagsleg og samfélagsleg, enda hefur stuðningur almennings við norræna samvinnu sjaldan verið meiri en einmitt nú. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði telja mikilvægt að stórefla þetta samstarf, ekki síst í ljósi þeirrar hröðu alþjóðavæðingar sem samfélög okkar ganga nú í gegnum með öllum þeim nýju möguleikum sem sú þróun býður nú upp á. Vel menntuð, tæknivædd og samfélagslega rík samfélög Norðurlandanna eiga þar gríðarlega möguleika og hafa mikið fram að færa, ekki síst ef þeim tekst að vinna saman sem öflug heild. Sú staðreynd blasir enda við, að þrátt fyrir smæð landanna hvers fyrir sig, þá eru Norðurlöndin sameinuð meðal 10 öflugustu efnahagssvæða heims, atvinnuþátttaka, jöfnuður, jafnrétti, umhverfisvitund og félagslegt réttlæti með því mesta sem gerist í heiminum og vegna hins nána samstarfs og sameiginlegrar sögu og menningararfleifðar liggja viðhorf okkar og hagsmunir oftar en ekki saman.Vilja nýta einstaka stöðu Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vilja nýta þessa einstöku stöðu enn betur en gert er í dag og sækja fram. Á þinginu í Hörpu munum við m.a. ræða hugmyndir jafnaðarmanna um aukið norrænt samstarf í umhverfismálum, markaðssetningu Norðurlandanna sem áfangastaðar ferðamanna, sameiginlega sókn menningar- og atvinnulífs á erlenda markaði og aukið samstarf í öryggis- og utanríkismálum. Við leggjum þar einnig fram tillögur okkar um aukið norrænt samstarf í baráttunni gegn heimilisofbeldi, ofbeldi gegn börnum og einelti hvers konar sem og tillögur um velferð aldraðra, varnir gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði og aukið öryggi í flugsamgöngum og vernd persónuupplýsinga á netinu, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir hátíðarræður ráðamanna um mikilvægi norrænnar samvinnu, hafa fjárframlög þeirra til samstarfsins verið minnkuð umtalsvert á liðnum árum. Þessari þróun vilja jafnaðarmenn í Norðurlandaráði snúa við, og á þingi Norðurlandaráðs í Hörpu munum við kalla eftir skýrum svörum forsætisráðherranna í þessum efnum. Vilja þeir stórefla framlög til norræns samstarfs, líkt og jafnaðarmenn og sækja fram á alþjóðavettvangi undir merkjum sameinaðra Norðurlanda, eða vilja þeir halda áfram að draga saman seglin? Svörin fáum við vonandi á því spennandi þingi Norðurlandaráðs sem fram undan er í Hörpu.Henrik Dam Kristensen,þingmaður DanmörkuMaarit Feldt-Ranta,þingmaður FinnlandiMarit Nybakk,þingmaður NoregiPhia Andersson,þingmaður SvíþjóðÓlína Kjerúlf Þorvarðardóttir,þingmaður Íslandistjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun