Mannúð og meðferð í stað róttækrar refsistefnu Björgvin G. Sigurðsson skrifar 22. október 2015 07:00 Refsistefnan í ávana- og fíkniefnamálum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Allt of langt er t.d. gengið með því að dæma burðardýr í smyglmálum, oft fárveika fíkla, í fangelsi um langt árabil. Það skilar engum árangri að dæma af fólki langt æviskeið í refsingarskyni fyrir þess háttar brot. Við eigum að leggja megináherslu á meðferð og forvarnir. Hjálpa fólki á fætur í stað þess að halda utangarðs í samfélaginu með óhóflega þungum refsidómum. Að baki frumvarps um lækkun refsirammans í fíkniefnabrotum, og lagt var fram á Alþingi í vikunni, liggur það mat okkar flutningsmanna að refsistefnan í fíkniefnamálum hafi gengið of langt. Refsiramminn nýttur í óhófi og allt of langt sé gengið í refsingum án þess að merkjanlegur árangur náist nema síður sé. Mannúð og mildi eiga að ráða för þegar kemur að úrræðum í vímuefnamálum.Lækkun refsiramma í fíkniefnabrotum Mikilvægt er að endurmeta frá grunni stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum, bæði löglegum og ólöglegum. Innlegg í þá umræðu er frumvarp sem við flytjum nokkrir þingmenn þar sem lagt er til að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum verði lækkaður. Auk mín flytja málið þau Brynjar Níelsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Róbert Marshall og Helgi Hrafn Gunnlaugsson. Í frumvarpinu leggjum við til að refsimörk 173. gr. almennra hegningarlaga verði lækkuð úr allt að 12 árum í 10 ár. Þá er og lagt til að refsimörk 264. gr. sömu laga verði til samræmis einnig lækkuð úr allt að 12 árum í allt að 8 ár. Neysla löglegra og ólöglegra fíkniefna hefur aukist jafnt og þétt um áratugaskeið, samkvæmt tölum meðferðarstofnana, lögreglu, neyslukannana og annarra rannsókna. Reynslan af hertum viðurlögum og þyngri dómum í fíkniefnamálum hefur ekki dregið úr neyslu eða fjölda brota. Á sama tíma hefur neysla ólöglegra vímuefna minnkað hjá þeim þjóðum sem fylgja frjálslyndari stefnu í fíkniefnamálum, en ekki þeirri hörðu refsistefnu sem hér er fylgt, ekki síst eftir að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum var hækkaður úr 10 árum í 12 árið 2001. Við sem flytjum frumvarpið teljum mikilvægt að horfa til þess hvaða árangur er að nást með þungum refsingum við fíkniefnabrotum. Ekki er gert lítið úr alvarleika þeirrar glæpastarfsemi sem ólöglegur fíkniefnainnflutningur er, hins vegar eru mörg dæmi um að burðardýr, sem oft á tíðum er ungt fólk sem á við mikinn fíknivanda að stríða sé dæmt til þungrar refsingar. Þeir sem standa raunverulega að baki smyglinu, og græða mest, nást ekki og hringekjan heldur áfram. Öflug meðferðarúrræði hafa sýnt sig vera vænlegri leið til að vinna gegn eymd og ömurlegum ástæðum fíkniefnaneytenda, ekki síður þvinguð meðferð sem hluti af dómaúrræði. Öflugar forvarnir, hóflegir refsidómar og fyrirtaks meðferðarúræði eiga að koma í stað refsistefnu sem inntak og kjarni nýrra úrræða í fíkniefnamálum. Samhliða lækkun refsirammans í ávana- og fíkniefnamálum er mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun á stefnu stjórnvalda í fíkniefna- og forvarnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Refsistefnan í ávana- og fíkniefnamálum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Allt of langt er t.d. gengið með því að dæma burðardýr í smyglmálum, oft fárveika fíkla, í fangelsi um langt árabil. Það skilar engum árangri að dæma af fólki langt æviskeið í refsingarskyni fyrir þess háttar brot. Við eigum að leggja megináherslu á meðferð og forvarnir. Hjálpa fólki á fætur í stað þess að halda utangarðs í samfélaginu með óhóflega þungum refsidómum. Að baki frumvarps um lækkun refsirammans í fíkniefnabrotum, og lagt var fram á Alþingi í vikunni, liggur það mat okkar flutningsmanna að refsistefnan í fíkniefnamálum hafi gengið of langt. Refsiramminn nýttur í óhófi og allt of langt sé gengið í refsingum án þess að merkjanlegur árangur náist nema síður sé. Mannúð og mildi eiga að ráða för þegar kemur að úrræðum í vímuefnamálum.Lækkun refsiramma í fíkniefnabrotum Mikilvægt er að endurmeta frá grunni stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum, bæði löglegum og ólöglegum. Innlegg í þá umræðu er frumvarp sem við flytjum nokkrir þingmenn þar sem lagt er til að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum verði lækkaður. Auk mín flytja málið þau Brynjar Níelsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Róbert Marshall og Helgi Hrafn Gunnlaugsson. Í frumvarpinu leggjum við til að refsimörk 173. gr. almennra hegningarlaga verði lækkuð úr allt að 12 árum í 10 ár. Þá er og lagt til að refsimörk 264. gr. sömu laga verði til samræmis einnig lækkuð úr allt að 12 árum í allt að 8 ár. Neysla löglegra og ólöglegra fíkniefna hefur aukist jafnt og þétt um áratugaskeið, samkvæmt tölum meðferðarstofnana, lögreglu, neyslukannana og annarra rannsókna. Reynslan af hertum viðurlögum og þyngri dómum í fíkniefnamálum hefur ekki dregið úr neyslu eða fjölda brota. Á sama tíma hefur neysla ólöglegra vímuefna minnkað hjá þeim þjóðum sem fylgja frjálslyndari stefnu í fíkniefnamálum, en ekki þeirri hörðu refsistefnu sem hér er fylgt, ekki síst eftir að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum var hækkaður úr 10 árum í 12 árið 2001. Við sem flytjum frumvarpið teljum mikilvægt að horfa til þess hvaða árangur er að nást með þungum refsingum við fíkniefnabrotum. Ekki er gert lítið úr alvarleika þeirrar glæpastarfsemi sem ólöglegur fíkniefnainnflutningur er, hins vegar eru mörg dæmi um að burðardýr, sem oft á tíðum er ungt fólk sem á við mikinn fíknivanda að stríða sé dæmt til þungrar refsingar. Þeir sem standa raunverulega að baki smyglinu, og græða mest, nást ekki og hringekjan heldur áfram. Öflug meðferðarúrræði hafa sýnt sig vera vænlegri leið til að vinna gegn eymd og ömurlegum ástæðum fíkniefnaneytenda, ekki síður þvinguð meðferð sem hluti af dómaúrræði. Öflugar forvarnir, hóflegir refsidómar og fyrirtaks meðferðarúræði eiga að koma í stað refsistefnu sem inntak og kjarni nýrra úrræða í fíkniefnamálum. Samhliða lækkun refsirammans í ávana- og fíkniefnamálum er mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun á stefnu stjórnvalda í fíkniefna- og forvarnarmálum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar