Mannúð og meðferð í stað róttækrar refsistefnu Björgvin G. Sigurðsson skrifar 22. október 2015 07:00 Refsistefnan í ávana- og fíkniefnamálum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Allt of langt er t.d. gengið með því að dæma burðardýr í smyglmálum, oft fárveika fíkla, í fangelsi um langt árabil. Það skilar engum árangri að dæma af fólki langt æviskeið í refsingarskyni fyrir þess háttar brot. Við eigum að leggja megináherslu á meðferð og forvarnir. Hjálpa fólki á fætur í stað þess að halda utangarðs í samfélaginu með óhóflega þungum refsidómum. Að baki frumvarps um lækkun refsirammans í fíkniefnabrotum, og lagt var fram á Alþingi í vikunni, liggur það mat okkar flutningsmanna að refsistefnan í fíkniefnamálum hafi gengið of langt. Refsiramminn nýttur í óhófi og allt of langt sé gengið í refsingum án þess að merkjanlegur árangur náist nema síður sé. Mannúð og mildi eiga að ráða för þegar kemur að úrræðum í vímuefnamálum.Lækkun refsiramma í fíkniefnabrotum Mikilvægt er að endurmeta frá grunni stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum, bæði löglegum og ólöglegum. Innlegg í þá umræðu er frumvarp sem við flytjum nokkrir þingmenn þar sem lagt er til að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum verði lækkaður. Auk mín flytja málið þau Brynjar Níelsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Róbert Marshall og Helgi Hrafn Gunnlaugsson. Í frumvarpinu leggjum við til að refsimörk 173. gr. almennra hegningarlaga verði lækkuð úr allt að 12 árum í 10 ár. Þá er og lagt til að refsimörk 264. gr. sömu laga verði til samræmis einnig lækkuð úr allt að 12 árum í allt að 8 ár. Neysla löglegra og ólöglegra fíkniefna hefur aukist jafnt og þétt um áratugaskeið, samkvæmt tölum meðferðarstofnana, lögreglu, neyslukannana og annarra rannsókna. Reynslan af hertum viðurlögum og þyngri dómum í fíkniefnamálum hefur ekki dregið úr neyslu eða fjölda brota. Á sama tíma hefur neysla ólöglegra vímuefna minnkað hjá þeim þjóðum sem fylgja frjálslyndari stefnu í fíkniefnamálum, en ekki þeirri hörðu refsistefnu sem hér er fylgt, ekki síst eftir að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum var hækkaður úr 10 árum í 12 árið 2001. Við sem flytjum frumvarpið teljum mikilvægt að horfa til þess hvaða árangur er að nást með þungum refsingum við fíkniefnabrotum. Ekki er gert lítið úr alvarleika þeirrar glæpastarfsemi sem ólöglegur fíkniefnainnflutningur er, hins vegar eru mörg dæmi um að burðardýr, sem oft á tíðum er ungt fólk sem á við mikinn fíknivanda að stríða sé dæmt til þungrar refsingar. Þeir sem standa raunverulega að baki smyglinu, og græða mest, nást ekki og hringekjan heldur áfram. Öflug meðferðarúrræði hafa sýnt sig vera vænlegri leið til að vinna gegn eymd og ömurlegum ástæðum fíkniefnaneytenda, ekki síður þvinguð meðferð sem hluti af dómaúrræði. Öflugar forvarnir, hóflegir refsidómar og fyrirtaks meðferðarúræði eiga að koma í stað refsistefnu sem inntak og kjarni nýrra úrræða í fíkniefnamálum. Samhliða lækkun refsirammans í ávana- og fíkniefnamálum er mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun á stefnu stjórnvalda í fíkniefna- og forvarnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Refsistefnan í ávana- og fíkniefnamálum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Allt of langt er t.d. gengið með því að dæma burðardýr í smyglmálum, oft fárveika fíkla, í fangelsi um langt árabil. Það skilar engum árangri að dæma af fólki langt æviskeið í refsingarskyni fyrir þess háttar brot. Við eigum að leggja megináherslu á meðferð og forvarnir. Hjálpa fólki á fætur í stað þess að halda utangarðs í samfélaginu með óhóflega þungum refsidómum. Að baki frumvarps um lækkun refsirammans í fíkniefnabrotum, og lagt var fram á Alþingi í vikunni, liggur það mat okkar flutningsmanna að refsistefnan í fíkniefnamálum hafi gengið of langt. Refsiramminn nýttur í óhófi og allt of langt sé gengið í refsingum án þess að merkjanlegur árangur náist nema síður sé. Mannúð og mildi eiga að ráða för þegar kemur að úrræðum í vímuefnamálum.Lækkun refsiramma í fíkniefnabrotum Mikilvægt er að endurmeta frá grunni stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum, bæði löglegum og ólöglegum. Innlegg í þá umræðu er frumvarp sem við flytjum nokkrir þingmenn þar sem lagt er til að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum verði lækkaður. Auk mín flytja málið þau Brynjar Níelsson, Heiða Kristín Helgadóttir, Róbert Marshall og Helgi Hrafn Gunnlaugsson. Í frumvarpinu leggjum við til að refsimörk 173. gr. almennra hegningarlaga verði lækkuð úr allt að 12 árum í 10 ár. Þá er og lagt til að refsimörk 264. gr. sömu laga verði til samræmis einnig lækkuð úr allt að 12 árum í allt að 8 ár. Neysla löglegra og ólöglegra fíkniefna hefur aukist jafnt og þétt um áratugaskeið, samkvæmt tölum meðferðarstofnana, lögreglu, neyslukannana og annarra rannsókna. Reynslan af hertum viðurlögum og þyngri dómum í fíkniefnamálum hefur ekki dregið úr neyslu eða fjölda brota. Á sama tíma hefur neysla ólöglegra vímuefna minnkað hjá þeim þjóðum sem fylgja frjálslyndari stefnu í fíkniefnamálum, en ekki þeirri hörðu refsistefnu sem hér er fylgt, ekki síst eftir að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum var hækkaður úr 10 árum í 12 árið 2001. Við sem flytjum frumvarpið teljum mikilvægt að horfa til þess hvaða árangur er að nást með þungum refsingum við fíkniefnabrotum. Ekki er gert lítið úr alvarleika þeirrar glæpastarfsemi sem ólöglegur fíkniefnainnflutningur er, hins vegar eru mörg dæmi um að burðardýr, sem oft á tíðum er ungt fólk sem á við mikinn fíknivanda að stríða sé dæmt til þungrar refsingar. Þeir sem standa raunverulega að baki smyglinu, og græða mest, nást ekki og hringekjan heldur áfram. Öflug meðferðarúrræði hafa sýnt sig vera vænlegri leið til að vinna gegn eymd og ömurlegum ástæðum fíkniefnaneytenda, ekki síður þvinguð meðferð sem hluti af dómaúrræði. Öflugar forvarnir, hóflegir refsidómar og fyrirtaks meðferðarúræði eiga að koma í stað refsistefnu sem inntak og kjarni nýrra úrræða í fíkniefnamálum. Samhliða lækkun refsirammans í ávana- og fíkniefnamálum er mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun á stefnu stjórnvalda í fíkniefna- og forvarnarmálum.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun