Lýðræði! Hvað er nú það? Örn Sigurðsson skrifar 22. október 2015 07:00 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2015 verður haldinn 23.-25. október nk. Frá stofnun lýðveldis 1944 hefur flokkurinn átt aðild að ríkisstjórnum í 680 mánuði af 850 eða í um 80% tímabilsins og átt forsætisráðherra í 490 mánuði eða í um 57% lýðveldistímans. Á sama tímabili hefur flokkurinn stjórnað Reykjavíkurborg í 52 af 71 ári eða um 73% tímans. Engum þarf því að dyljast að miklu máli skiptir fyrir íslenskt samfélag að þetta áhrifamikla valdabákn sé lýðræðislega uppbyggt. Og Sjálfstæðisflokkurinn virðist einmitt vera sérlega lýðræðislegur stjórnmálaflokkur, a.m.k. fljótt á litið. Landsfundur er haldinn á u.þ.b. tveggja ára fresti. Hann er æðsta valdastofnun flokksins og mótar stefnu hans. Ákvarðanir hans eru bindandi fyrir ríkisstjórnir, þingmenn og borgarfulltrúa flokksins. Í skipulagsreglum flokksins segir m.a. í 9. gr. um val landsfundarfulltrúa: „Landsfundur skal í aðalatriðum skipaður í samræmi við tölu sjálfstæðiskjósenda í kjördæmum landsins“… þannig að hvert kjördæmi fái þrjá fulltrúa fyrir hverja 200 kjósendur flokksins samkvæmt meðaltali síðustu tvennra alþingiskosninga og að hvert sjálfstæðisfélag fái þrjá fulltrúa?… Þessar skipulagsreglur ættu að tryggja lýðræði og jöfnuð í Sjálfstæðisflokknum en landsbyggðarmenn hafa fundið gott ráð við þessu því á meðan sjálfstæðisfélög á höfuðborgarsvæðinu eru einungis 39 eru félögin í landsbyggðarkjördæmunum þremur orðin samtals 127. Þannig hefur landsbyggðin um 25 landsfundarfulltrúa umfram höfuðborgarsvæðið áður en leiðrétt er fyrir auknum fjölda meðlima í fjölmennari félögum; einn fulltrúi bætist jú við fyrir hverja 200 fullgilda félaga. Að lokinni leiðréttingu virðast landsbyggðarkjördæmin enn hafa hreinan meirihluta við stefnumótun á landsfundum flokksins. Að auki er áratuga reynsla fyrir því að landsfundarfulltrúar af höfuðborgarsvæðinu sækja landsfundi mun síður en landsbyggðarfulltrúar, e.t.v. vegna þessa kerfisbundna áhrifaleysis. Þannig má í raun sjá að landsbyggðarsjónarmið eru allsráðandi við alla stefnumótun Sjálfstæðisflokksins.Kerfisskekkja Misvægi atkvæða í alþingiskosningum nemur um 100% skv. gildandi lögum á árinu 2015 en á 20. öld nam það allt að 300%. – Misvægi í skipun landsfundarfulltrúa xD á milli höfuðborgarsvæðis (RN, RS, SV) og landsbyggðar (NV, NA, S) virðist á sama tíma nema um 100%. Að baki hverjum fulltrúa höfuðborgarinnar er 51 kjósandi en 26 að baki hverjum landsbyggðarfulltrúa. Eins og áður sagði eru ákvarðanir landsfunda xD bindandi fyrir ríkisstjórnir, þingmenn og borgarfulltrúa flokksins og skýrir þetta að hluta a.m.k. verulega undarlega stefnu Sjálfstæðisflokksins í mörgum mikilvægum málum. Á landsfundi flokksins skömmu eftir Hrun var t.d. felld með naumindum tillaga um að auka enn á misvægi atkvæða á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Samverkandi neikvæð áhrif tvíþætts misvægis í aðgangi almennings að valdinu, sem stjórnar lífi og örlögum landsmanna eru líklega mun meiri en kjósendur Sjálfstæðisflokksins og aðrir landsmenn gera sér grein fyrir, einkum kjósendur flokksins á höfuðborgarsvæðinu, þeir ættu e.t.v. að hugsa sinn gang. Hvort önnur hefðbundin landsmálaframboð („fjórflokkurinn“) eru haldin ámóta kerfisskekkju og Sjálfstæðisflokkur er óvíst. En að fenginni langri reynslu er vitað að vegna misvægis atkvæða í kosningum til Alþingis eru öll landsmálaframboð sjálfkrafa hallari undir landsbyggðarsjónarmið en borgarsjónarmið þegar slík sjónarmið skarast. Á lýðveldistímanum hafa kjörnir fulltrúar á Alþingi misbeitt illa fengnu valdi misvægisins ótæpilega gegn borgarsamfélaginu til mikils tjóns fyrir alla landsmenn. Og engu er líkara en á sama tíma hafi landsbyggðin sjálf farið sér að voða ein og óstudd þrátt fyrir að „njóta ávaxtanna“ af misvægi atkvæða, af flugvelli í Vatnsmýri, af kerfisskekkju í Sjálfstæðisflokki, af óheftu kjördæmapoti o.s.frv. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2015 verður haldinn 23.-25. október nk. Frá stofnun lýðveldis 1944 hefur flokkurinn átt aðild að ríkisstjórnum í 680 mánuði af 850 eða í um 80% tímabilsins og átt forsætisráðherra í 490 mánuði eða í um 57% lýðveldistímans. Á sama tímabili hefur flokkurinn stjórnað Reykjavíkurborg í 52 af 71 ári eða um 73% tímans. Engum þarf því að dyljast að miklu máli skiptir fyrir íslenskt samfélag að þetta áhrifamikla valdabákn sé lýðræðislega uppbyggt. Og Sjálfstæðisflokkurinn virðist einmitt vera sérlega lýðræðislegur stjórnmálaflokkur, a.m.k. fljótt á litið. Landsfundur er haldinn á u.þ.b. tveggja ára fresti. Hann er æðsta valdastofnun flokksins og mótar stefnu hans. Ákvarðanir hans eru bindandi fyrir ríkisstjórnir, þingmenn og borgarfulltrúa flokksins. Í skipulagsreglum flokksins segir m.a. í 9. gr. um val landsfundarfulltrúa: „Landsfundur skal í aðalatriðum skipaður í samræmi við tölu sjálfstæðiskjósenda í kjördæmum landsins“… þannig að hvert kjördæmi fái þrjá fulltrúa fyrir hverja 200 kjósendur flokksins samkvæmt meðaltali síðustu tvennra alþingiskosninga og að hvert sjálfstæðisfélag fái þrjá fulltrúa?… Þessar skipulagsreglur ættu að tryggja lýðræði og jöfnuð í Sjálfstæðisflokknum en landsbyggðarmenn hafa fundið gott ráð við þessu því á meðan sjálfstæðisfélög á höfuðborgarsvæðinu eru einungis 39 eru félögin í landsbyggðarkjördæmunum þremur orðin samtals 127. Þannig hefur landsbyggðin um 25 landsfundarfulltrúa umfram höfuðborgarsvæðið áður en leiðrétt er fyrir auknum fjölda meðlima í fjölmennari félögum; einn fulltrúi bætist jú við fyrir hverja 200 fullgilda félaga. Að lokinni leiðréttingu virðast landsbyggðarkjördæmin enn hafa hreinan meirihluta við stefnumótun á landsfundum flokksins. Að auki er áratuga reynsla fyrir því að landsfundarfulltrúar af höfuðborgarsvæðinu sækja landsfundi mun síður en landsbyggðarfulltrúar, e.t.v. vegna þessa kerfisbundna áhrifaleysis. Þannig má í raun sjá að landsbyggðarsjónarmið eru allsráðandi við alla stefnumótun Sjálfstæðisflokksins.Kerfisskekkja Misvægi atkvæða í alþingiskosningum nemur um 100% skv. gildandi lögum á árinu 2015 en á 20. öld nam það allt að 300%. – Misvægi í skipun landsfundarfulltrúa xD á milli höfuðborgarsvæðis (RN, RS, SV) og landsbyggðar (NV, NA, S) virðist á sama tíma nema um 100%. Að baki hverjum fulltrúa höfuðborgarinnar er 51 kjósandi en 26 að baki hverjum landsbyggðarfulltrúa. Eins og áður sagði eru ákvarðanir landsfunda xD bindandi fyrir ríkisstjórnir, þingmenn og borgarfulltrúa flokksins og skýrir þetta að hluta a.m.k. verulega undarlega stefnu Sjálfstæðisflokksins í mörgum mikilvægum málum. Á landsfundi flokksins skömmu eftir Hrun var t.d. felld með naumindum tillaga um að auka enn á misvægi atkvæða á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Samverkandi neikvæð áhrif tvíþætts misvægis í aðgangi almennings að valdinu, sem stjórnar lífi og örlögum landsmanna eru líklega mun meiri en kjósendur Sjálfstæðisflokksins og aðrir landsmenn gera sér grein fyrir, einkum kjósendur flokksins á höfuðborgarsvæðinu, þeir ættu e.t.v. að hugsa sinn gang. Hvort önnur hefðbundin landsmálaframboð („fjórflokkurinn“) eru haldin ámóta kerfisskekkju og Sjálfstæðisflokkur er óvíst. En að fenginni langri reynslu er vitað að vegna misvægis atkvæða í kosningum til Alþingis eru öll landsmálaframboð sjálfkrafa hallari undir landsbyggðarsjónarmið en borgarsjónarmið þegar slík sjónarmið skarast. Á lýðveldistímanum hafa kjörnir fulltrúar á Alþingi misbeitt illa fengnu valdi misvægisins ótæpilega gegn borgarsamfélaginu til mikils tjóns fyrir alla landsmenn. Og engu er líkara en á sama tíma hafi landsbyggðin sjálf farið sér að voða ein og óstudd þrátt fyrir að „njóta ávaxtanna“ af misvægi atkvæða, af flugvelli í Vatnsmýri, af kerfisskekkju í Sjálfstæðisflokki, af óheftu kjördæmapoti o.s.frv.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar